Ungmennafélag Grindavíkur

8-liđa úrslit í bikarnum á sunnudag og mánudag
8-liđa úrslit í bikarnum á sunnudag og mánudag

Bikarmeistar Grindavíkur árið 2015 halda titilvörn sinni áfram núna á sunnudaginn þegar Haukar koma í heimsókn. Það er engum blöðum um það að fletta að Haukarnir eru með firnasterkt lið í ár en þær hafa aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Stelpurnar þurfa því á þínum stuðningi að halda á sunnudaginn en leikurinn hefst kl. 16:00.

Á mánudaginn eiga strákarnir svo útileik, en þeir mæta Skallagrímsmönnum í Borgarnesi þar sem Chuck Garcia verður væntanlega frumsýndur en kappinn kom til landsins í morgun og snæddi síðan hádegisverð á Sjómannastofunni Vör.

Áfram Grindavík!