UngmennafÚlag GrindavÝkur

Lilja valin dugna­arforkur fyrri hluta Dominosdeildarinnar
Lilja valin dugna­arforkur fyrri hluta Dominosdeildarinnar

Nú í hádeginu voru úrvalslið Dominos deildanna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2015-2016 kynnt. Grindvíkingar nældu þar í ein verðlaun en Lilja Ósk Sigmarsdóttir var valin "Dugnaðarforkurinn" í Dominosdeild kvenna. Lilja er vel að titlinum komin en hún hefur drifið félaga sína áfram trekk í trekk í vetur og oftar en ekki leitt liðið í fráköstum og baráttu inná vellinum. Til hamingju með nafnbótina, Lilja!

Meðfylgjandi mynd var tekin í leik gegn Stjörnunni fyrr í vetur þar sem Lilja fékk einn beint á lúðurinn en lét það auðvitað ekki á sig fá og hélt áfram að spila eins og ekkert hefði í skorist.