Ungmennafélag Grindavíkur

Nágrannaslagur af bestu gerđ í kvöld
Nágrannaslagur af bestu gerđ í kvöld

Keppni í Domins-deild kvenna á nýju ári hefst í kvöld en þá mætast í Suðurnesjaglímu Grindavík og Keflavík og fer viðureign liðanna fram í Mustad-höllinni hér í Grindavík kl. 19:15. Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig. Keflavík vann fyrstu viðureign liðanna í deildinni 72-64 en þá mættust liðin á heimavelli Keflavíkur. Grindvíkingar eiga því harma að hefna í kvöld og ætla sér eflaust ekki að láta 3. sætið af hendi til erkifjendanna.

 

Karfan.is greindi frá