Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar taka á móti flöskum og dósum í Endurvinnslunni í dag
Stelpurnar taka á móti flöskum og dósum í Endurvinnslunni í dag

Enn geta þeir sem vilja styrkja kvennaliðið okkar í körfunni látið þær hafa dósir og flöskur sem ekki náðist að taka í gær þegar gengið var í hús og safna. Þeir sem vilja geta farið með flöskur og dósir í Endurvinnslumóttökuna hjá Sigga í dag á milli 17 og 18:30 og þurfa bara að taka fram að þetta eigi að fara í kvennaliðið. Athugið að flöskurnar þurfa að vera flokkaðar.