Ungmennafélag Grindavíkur

Jólasýning fimleikadeildar UMFG á laugardaginn
Jólasýning fimleikadeildar UMFG á laugardaginn

Jólasýning Fimleikadeildar UMFG verður haldin laugardaginn 21. nóvember næstkomandi. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:00. Íþróttahúsið opnar 12:45 fyrir gesti. Miðverð er: 1.000 kr. fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Tilvalið að gera sér glaðan dag og koma í íþróttahúsið okkar og horfa á skemmtilega sýningu. Eftir sýninguna verður kökubaar, tilvalið að kaupa með sunnudagskaffinu. (Ath. að enginn posi verður á svæðinu til að taka við greiðslum.)