Ungmennafélag Grindavíkur

Ísland - Kasakhstan á Grindavíkurvelli á morgun
Ísland - Kasakhstan á Grindavíkurvelli á morgun

U17 ára landslið karla í knattspyrnu hefur á morgun, þriðjudaginn 22. september, leik í undankeppni Evrópumóts landsliða, en fyrsti leikur liðsins fer fram á Grindavíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið æfði á vellinum í dag við ágætar aðstæður en það er hætt við að liðin fái nokkuð hressilegan vind og jafnvel rigningu á morgun.