Ungmennafélag Grindavíkur

Grindvíkingar skerpa á sóknarleiknum, Angel Guirado er nýr leikmađur liđsins
Grindvíkingar skerpa á sóknarleiknum, Angel Guirado er nýr leikmađur liđsins

Grindvíkingar hafa ákveðið að skerpa aðeins á sóknarleiknum þegar 7 umferðir eru eftir í 1. deildinni í knattspyrnu. Að vísu vantaði ekkert uppá sóknarleikinn í síðasta leik þegar Grindavík setti 5 mörk en fram að honum hafði loðað svolítið við leik liðsins að illa gekk að klára færin. Angel Guirado fær væntanlega það hlutverk að bæta úr því.

Í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeildinni segir:

„Á dögunum skrifaði Angel Guirado undir samning við Grindavík út tímabilið 2015.
Angel er Spænskur sóknarmaður sem spilaði síðast á Tælandi, hann hefur einnig Filippeyskt ríkisfang og hefur hann spilað með landsliði Filippseyja. Við bjóðum Angel velkomin í Grindavík, en hann hefur nú þegar fengið leikheimild.“

Það má því reikna með að Angel verði í leikmannahópi Grindavíkur í kvöld þegar liðið sækir Þróttara heim á gervigrasið í Laugardalnum. Leikurinn hefst kl. 18:30 og eru Grindvíkingar hvattir til að fjölmenna og sína stuðning í verki. Grindavík situr nú í 6. sæti með 24 stig, en Þróttar í 2. með 33. Níu stig skilja því liðin að en enn eru 21 stig í pottinum svo að tölfræðilegur möguleiki á Pepsideildinni er enn til staðar.

Áfram Grindavík!