UngmennafÚlag GrindavÝkur

Stelpurnar einar ß toppnum fyrir lokaumfer­ina
Stelpurnar einar ß toppnum fyrir lokaumfer­ina

Stelpurnar í meistaraflokki heimsóttu Álftanesið í gærkvöldi þar sem leikið var í frekar döpru veðri þar sem að fyrsta haustlægðin gekk yfir landið. Hafði þetta umtalsverð áhrif á gæði leiksins en stelpurnar létu það ekki á sig fá og unnu góðan seiglusigur, 0-1.Það var Marjani Hing-Glover sem skoraði eina mark leiksins. Á sama tíma gerðu FH jafntefli við Víking og er Grindavík því með tveggja stiga forskot á toppnum þegar einn leikur er eftir.

Hvernig sem lokaleikurinn fer er Grindavík engu að síður búið að tryggja sig í úrslitakeppnina en tvö efstu lið riðilsins fara í hana. Síðasti leikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Víkingi Ó þriðjudaginn 18. ágúst.