UngmennafÚlag GrindavÝkur

Jafntefli Ý ┌lfßrsdal, stelpunum a­ fatast flugi­?
Jafntefli Ý ┌lfßrsdal, stelpunum a­ fatast flugi­?

Eftir að hafa verið á toppi síns riðils í 1. deildinni í svo til allt sumar eru Grindavíkurstúlkur nú komnar í 2. sætið eftir jafntefli gegn Fram í Úlfársdal í gær. Tvö jafntefli í röð hafa kostað stelpurnar efsta sætið, en þar sem að aðeins 7 lið leika í riðlinum eru aðeins leiknar 12 umferðir og svigrúmið til að misstíga sig ekki mikið. Grindavík og FH eru nú jöfn að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir, en FH situr í 1. sætinu á betri markatölu.

Á Facebooksíðu knattspyrnudeildarinnar birtist eftirfarandi umfjöllun um leikinn:

„Stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Fram fyrr í kvöld. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli sól og tók smá stund fyrir stelpurnar að koma sér í okkar flotta spil. Við áttum alveg seinni hálfleikinn og þrátt fyrir 4 stangarskot og slatta af opnum færum vildi tuðran bara ekki í markið og niðurstaðan því frekar súrt jafntefli. En svona er bara boltinn stundum. Það var Margrét Albertsdóttir sem skoraði markið.
Núna tekur við smá hlé á leikjum hjá meistaraflokki kvenna en næsti leikur stelpnanna er laugardaginn 8. ágúst á móti Hvíta riddaranum.“

Stöðuna í riðlinum má sjá á heimasíðu KSÍ.

Grindavíkurstúlkur eiga nú þrjá leiki eftir, sem eru eftirfarandi:

Laugardagur 8. ágúst kl. 13:00 Grindavík - Hvíti riddarinn
Miðvikudagur 12. ágúst kl. 19:00 Álftanes - Grindavík
Miðvikudagur 19. ágúst kl. 18:30 Grindavík - Víkingur Ó.