Ungmennafélag Grindavíkur

Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir
Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir

Í hálfleik í leik Grindavíkur og Hauka í gær voru leikmenn 3. flokks kvenna heiðraðir en þessi glæsilegi hópur fór með sigur af hólmi á Costa Blanca mótinu á Spáni á dögunum. Það voru þeir Róbert Ragnarson bæjarstjóri og Grétar Valur Schmidt formaður ungmennaráðs sem færðu stelpunum þakklætisvott frá UMFG og bæjarbúum. Við óskum þessum efnilegu stúlkum til hamingju með árangurinn. Það er björt framtíð í grindvískum fótbolta.

Mynd: Grindavík.net