Ungmennafélag Grindavíkur

Glötuđ stig á Grindavíkurvelli í gćr
Glötuđ stig á Grindavíkurvelli í gćr

Grindvíkingar tóku á móti Haukum á Grindavíkurvelli í gær í leik sem þróaðist heldur dapurlega fyrir heimamenn. Eftir góða byrjun þar sem Alex og Jósef komu okkar mönnum 2-0 yfir fór að fjara hægt og rólega undan leik okkar manna. Tomislav Misura fékk fínt færi til að breyta stöðunni í 3-0 en brenndi af og þriðja markið í leiknum var Hauka. Staðan 2-1 í hálfleik og eftir góða byrjun á leiknum virtust Grindvíkingar ekki líklegir til að bæta við mörkum meðan Haukar voru að spila vel sín á milli.

Eftir að hafa byrjað leikinn fullir sjálfstraust var eins og Grindvíkingar væru nokkuð sáttir með mörkin tvö. Leikmenn liðsins voru líflegir og að berjast útum allan völl en smám saman óx Haukum ásmegin og fóru að spila boltanum vel sín á milli og lágu nokkuð þungt á okkar mönnum síðasta korterið. Allt leit þó út fyrir að Grindvíkingum myndi takast að hanga á forystunni en á 89. mínútu fengu þeir á sig afar klaufalega vítaspyrnu og lokatölurnar urðu 2-2. Þar með fóru tvö dýrmæt stig í súginn í toppbarátunni en enn er þó nóg eftir í pottinn og ekki öll nótt úti enn. Næsti leikur er útileikur á Vivaldivelli á Setjarnarnesi þar sem Grindavík sækir Gróttu heim, þann 29. júlí.

Stuðningsmannafélagið Stinningskaldi vill koma sérstökum þökkum til skila til 3. flokks karla og kvenna sem settu skemmtilegan svip á stúkuna í gær með stuðningi sínum. Fyrirliðinn Ásgeir Ingólfsson þakkaði sömuleiðis fyrir stuðninginn á Facebook í gær. Vonandi verður stuðningurinn jafn góður það sem eftir lifir sumars og gleðin og jákvæðni í fyrirrúmi.

Viðtal við Ásgeir á Fótbolta.net