Ungmennafélag Grindavíkur

Jakob Máni hlaut hvatningaverđlaun
Jakob Máni hlaut hvatningaverđlaun

Á hófinu Íþróttamaður og kona Grindavíkur hlaut Jakob Máni Jónsson hvatningaverðlaun en hann sýnir íþróttinni mikinn áhuga og metnað. Hann mætir vel á æfingar og tekur þátt í flestum mótum. Hann er kurteis drengur og fyrirmyndariðkandi.

Björn Lúkas Haraldsson varð í 2. sæti í kjörinu um Íþróttamann Grindavíkur en hann var tilnefndur bæði af taekwondodeild og júdódeild. Þess má geta að Björn Lúkas var kjörinn Íþróttamaður Grindavíkur fyrir árið 2012.

Ylfa Rán Erlendsdóttir var í 3. sæti í kjörinu um Íþróttakonu Grindavíkur.

Innilega til hamingju með þessar viðurkenningar.