Ungmennafélag Grindavíkur

Komu, sáu og sigruđu
Komu, sáu og sigruđu

Á myndinni eru frá vinstri, Jakob Máni, Birgitta og Engill Þór.

Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti TKÍ um helgina. Þar unnu þeir til 8 verðlauna, þar af 5 gullverðlauna, 2 silfur og 1 brons.

Frammistaða iðkenda frá Grindavík var hreint út sagt frábær. Þess má geta að „taekwondo mamman“ Birgitta Sigurðardóttir var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og sigraði sinn flokk. Björn Lúkas sigraði einnig sinn flokk sem var mjög sterkur. Flóvent, Ingólfur, Oliver og Jakob stóðu sig frábærlega sem og Engill Þór og Jón Aron sem áttu flotta bardaga. Innilega til hamingju með þennan árangur. Gaman var að sjá og heyra Grindvíkingana hjálpast að og hvetja hvort annað og var Gísli Þráinn Þorsteinsson að sjálfsögðu í þeim hópi þó svo hann sé fluttur í annað félag. Takk kærlega fyrir mótið þið eruð frábær.

 

Gullverðlaunahafar

Oliver Adam Einarsson, bardaga

Ingólfur Hávarðarson, bardaga

Flóvent Rigved Ashikari, bardaga

Birgitta Sigurðardóttir, bardaga

Björn Lúkas Haraldsson, bardaga

 

Silfurverðlaunahafar

Sigurbjörn Gabríel Jónsson,bardaga

Jakob Máni Jónsson, bardaga

 

Bronsverðlaunahafar

Björn Lúkas Haraldsson, formi