Ungmennafélag Grindavíkur

Jóhann Árni og Petrúnella íţróttafólk ársins 2013
Jóhann Árni og Petrúnella íţróttafólk ársins 2013

Körfuboltaparið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhann Árni var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Grindavíkur á síðasta keppnistímabili og Petrúnella einnig í lykilhlutverki í kvennaliði félagsins.

Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd. Jóhann Árni og Petrúnella fengu bæði yfirburða kosningu. Þau eru körfuboltapar, eiga saman eitt barn og annað er á leiðinni og því hefur Petrúnella ekki leikið með kvennaliðinu nú í lok ársins.

Það var Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi sem afhendi Jóhanni Árna og Petrúnellu viðurkenningar sínar.

Jóhann Árni fékk fullt hús stiga eða 100. Hann var lykilmaður í liði Grindvíkinga þegar liðið varð deildarmeistari og svo Íslandsmeistari annað árið í röð nú síðastliðið vor. Var kosinn besti leikmaður liðsins og valinn í úrvalslið Domino´s deildarinnar. Einnig er hann í landsliði Íslands og spilaði 5 leiki með því á þessu ári. Hann er í dag yfirþjálfari unglingaflokka deildarinnar ásamt því að þjálfa. Jóhann er mikill félagsmaður og algjör topp fyrirmynd fyrir alla sem horfa á körfubolta.

Petrúnella fékk 97 stig af 100 mögulegum. Petrúnella var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands sem endaði í 2. sæti á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar þar sem liðið tapaði naumlega úrslitaleiknum, í þeim leik var Petrúnella kosin besti maður liðsins af þjálfaranum. Petrúnella á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands; U-16 og U-18. Petrúnella er flott íþróttakona sem gefst aldrei upp er mikill liðsmaður og góð fyrirmynd.

Eftirtaldir voru tilnefndir í kjörinu:

F.v. Jósef, Jóhann Árni, Jóhann, Eggert Daði, Sigurður Gunnar, Davið Arthur og Björn Lúkas.

Íþróttamaður Grindvíkur:

Björn Lúkas Haraldsson - Tilnefndur af júdódeild og taekwondódeild UMFG
Davíð Arthur Friðriksson - Tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur
Eggert Daði Pálsson - Tilnefndur af ÍG
Jóhann Árni Ólafsson - Tilnefndur af körfuknattleiksdeild UMFG
Jóhann Helgason - Tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG
Jósef Kristinn Jósefsson - Tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Tilnefndur af körfuknattleiksdeild UMFG

 

Frá vinstri: Anna Þórunn, Ylfa Rán, Petrúnella, Margrét, Helga Rut og Gerða Kristín.

Íþróttakona Grindavíkur:

Anna Þórunn Guðmundsdóttir - Tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Gerða Kristín Hammer - Tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
Helga Rut Hallgrímsdóttir - Tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Margrét Albertsdóttir - Tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Petrúnella Skúladóttir - Tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Ylfa Rán Erlendsdóttir - Tilnefnd af taekwondódeild UMFG

 

Frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Helena Bjarndís Bjarnadóttir formaður frístunda- og menningarnefndar, Petrúnella Skúladóttir íþróttakona ársins, Jóhann Árni Ólafsson íþróttamaður ársins, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG.

Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.