Menningarvika

Menningarvika í Grindavík 12.-20. mars 2016

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í áttunda sinn en hún verður glæsilegri með hverju árinu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður m.a. glæsilegur handverksmarkaður í Gjánni sunnudaginn 13. mars kl. 13-18. Að sjálfsögðu verður ýmislegt annað skemmtilegt í menningarvikunni eins og sýningar, tónleikar o.fl.

Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 12:00. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veisluborð.

Sem fyrr er uppistaðan í Menningarvikunni framlag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík. Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur út um allan bæ.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina. Menningarvikan er skipulögð af Þorsteini Gunnarssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá menningarvikunnar 2015 má sjá hér í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.


 


Minja- og sögufélag Grindavíkur hlaut Menningarverđlaun Grindavíkur 2017

Stofnun Minja- og sögufélags Grindavíkur átti sér nokkuð langan aðdraganda en lengi hafa verið uppi hugmyndir um að stofna í Grindavík byggðasafn til þess að varðveita minjar úr sögu Grindavíkur. Þær hugmyndir urðu loks að veruleika í nóvember 2013 þegar Minja- og sögufélag Grindavíkur var formlega stofnað. Svo til allir sem mættu á þann fund enduðu í fyrstu stjórn félagsins, en hana skipuðu Hallur Gunnarsson formaður, Siggeir F. Ævarsson, gjaldkeri, Einar Lárusson varaformaður, Þórunn Alda Gylfadóttur ritari, og Örn Sigurðsson meðstjórnandi.

>> MEIRA
Minja- og sögufélag Grindavíkur hlaut Menningarverđlaun Grindavíkur 2017

Bergur Ingólfsson leikari, leikstjóri og leikskáld, heimsótti börnin á Króki

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla eiga leikskólar að gefa nemendum sínum tækifæri til að kynnast og vinna með listafólki á hinum ýmsu sviðum menningar og lista. Á Króki hefur verið lögð rík áhersla á að börnin kynnist Grindvískum listamönnum og fjölbreytilegri sköpun þeirra með því að listamennirnir komi og hitti börnin og/eða vinni með verk þeirra á einhvern hátt.

>> MEIRA
Bergur Ingólfsson leikari, leikstjóri og leikskáld, heimsótti börnin á Króki

Síđustu sýningardagar í verslunarmiđstöđinni

Listasýningin nemenda í leik- og grunnskóla Grindavíkur sem sett var upp í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62 í tengslum við Menningarviku er nú á lokametrunum. Síðasti opinberi sýningardagurinn er á morgun, föstudaginn 24. mars. Eftir það verður sýningin tekur niður svo nú fer hver að verða síðastur að berja þessa skemmtilegu sýningu augum.

>> MEIRA
Síđustu sýningardagar í verslunarmiđstöđinni

Kólumbus í Grindavík í Kvennó kl. 16:00

Sunnudaginn 19. mars verður mikið um að vera í Kvennó þegar leikritið Kólumbus í Grindavík verður sýnt klukkan 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. 

>> MEIRA
Kólumbus í Grindavík í Kvennó kl. 16:00

Lokadagur Menningarviku 2017 - dagskrá

Þá er síðasti dagur Menningarviku 2017 runninn upp. Dagskráin er í heild sinni hér að neðan en við vekjum sérstaka athygli á lokaviðburðinum sem er leiksýning í Kvennó kl. 16:00, Kólumbus í norðurhöfum kemur til Grindavíkur.

>> MEIRA
Lokadagur Menningarviku 2017 - dagskrá

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 18. mars

Í dag er næst síðasti dagur Menningarviku 2017. Dagskráin er þéttskipuð líkt og aðra daga en þessa stundina er handverksmarkaður í gangi í Gjánni og í kvöld verður svo Grindavíkurkvöld á Fish house - Bar & Grill

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku laugardaginn 18. mars

Sundlaugarbíóinu frestađ

Sundlaugarbíóinu sem átti að vera í kvöld í sundlaug Grindavíkur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna óhagstæðrar veðurspár.

>> MEIRA
Sundlaugarbíóinu frestađ

Dagskrá Menningarviku föstudaginn 17. mars

Hvernig væri að byrja daginn á því að skella sér í sund alveg ókeypis? Nú eða skella sér í Zúmba eða kíkja á listasýningu? Margt spennandi á dagskrá Menningarviku í dag.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku föstudaginn 17. mars

Valdimar á Fish house - Bar & grill í kvöld

Einn ástsælasti söngvari landsins, Valdimar Guðmundsson verður með tónleika á Fish House Bar & Grill, fimmtudaginn 16. mars klukkan 21:30. Með honum er Örn Eldjárn tónlistarmaður og tónskáld sem spilar á gítar á tónleikunum en hann á ættir að rekja norður til Svarfaðardals. Valdimar er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur en á tónleikunum syngur ljúflingurinn Valdimar öll sín fallegu og vinsælu lög fyrir gesti Fish house.

Aðgangseyrir er 2.500 kr og eru seldir við innganginn og í forsölu.

>> MEIRA
Valdimar á Fish house - Bar & grill í kvöld

Dagskrá helguđ Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld

Fimmtudaginn 16. mars, klukkan 20:00 verður dagskrá í Kirkjunni helguð Sigvalda S. Kaldalóns. Gunnlaugur A. Jónsson, dóttursonur, Sigvalda flytur erindið Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946) og fjallar hann um Grindavíkurár Sigvalda, sýnir myndir sem tengjast erindinu og flutt verður tónlist.

>> MEIRA
Dagskrá helguđ Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld

Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 16. mars

Dagskrá Menningarviku er fjölbreytt í dag og nánast stanslaus dagskrá frá morgni til kvölds. Það verður langur fimmtudagur í Verslunarmiðstöðinni, tónleikar með Valdimari á Fish house og Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður og Ólafur Ingi Jónsson, forvörður ætla að meta fornmuni í Kvennó, svo eitthvað sé nefnt.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku fimmtudaginn 16. mars

Listasmiđja barna á laugardaginn - skráning stendur yfir

Laugardaginn 18. mars kl. 13:00-15:00 verður listasmiðja í Hópsskóla. Smiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á að skapa og leika sér. Við ætlum að skoða söguna um Járngerði og Þórkötlu og leika okkur með hugmyndina um hús og söguna á bakvið húsin og bæinn okkar. 

>> MEIRA
Listasmiđja barna á laugardaginn - skráning stendur yfir

Uppistandi Ara Eldjárns og Björns Braga frestađ

Fyrirhugðum uppistöndum þeirra Ara Eldjárns og Björns Braga sem voru á dagskrá Menningarviku í kvöld hefur því miður verið frestað vegna veikinda. Þeir félagar hafa þó fullan hug á að heimsækja okkur fljótlega og verður ný dagsetning auglýst síðar.

>> MEIRA
Uppistandi Ara Eldjárns og Björns Braga frestađ

Dagskrá Menningarviku miđvikudaginn 15. mars

Dagskrá Menningarviku er þéttskipuð í dag og fram á kvöld. Tveir stórir viðburðir eru á dagskrá í kvöld, Stjörnu-Sævar verður með stjörnuskoðun á Bókasafninu kl. 20:00 og þeir félagar úr Mið Íslandi, Ari Eldjárn og Björn Bragi verða með uppistand í Kvennó fyrir nemendur í 7.-10. kl. 20:30 og svo aftur fyrir alla bæjarbúa kl. 21:30.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku miđvikudaginn 15. mars

Sagan mín í Gjánni kl. 20:00

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 14. mars klukkan 20:00, verður sagnakvöld haldið í Gjánni þar sem íbúar í Grindavík, innfæddir og aðfluttir, hittast og deila sögum sínum með gestum. Þeir sem taka þátt í sagnakvöldinu hafa áhugaverða sögu að segja, sumir hafa fæðst annarsstaðar og jafnvel í fjarlægum löndum og hafa frá ýmsu að segja frá upprunalöndum sínum, barnæsku á heimaslóðum, flutningi til Íslands, matarverjum, búsetu á Íslandi eða barnæskunni hér á Íslandi.

>> MEIRA
Sagan mín í Gjánni kl. 20:00

Vox Felix í Grindavíkurkirkju kl. 21:00

Sönghópurinn Vox Felix heldur svokallaða kaffihúsatónleika í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 21:00. Hópinn skipa ungir söngelskir Suðurnesjamenn en kórstjóri er Arnór Vilbergsson. 

Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir.

>> MEIRA
Vox Felix í Grindavíkurkirkju kl. 21:00

Menningarvika á Bryggjunni 14. mars

Í tilefni af Menningarviku verður dagskrá á Bryggjunni í dag kl. 17. - Grindavíkursögur, upplestur úr Lesbók Morgunblaðsins sunnudaginn 8, maí 1960. Þar skrifar Birgir Kjaran, blaðamaður og Alþingismaður, um Manna á Stað (Gamalíel Jónsson bónda á Stað í Grindavík).

Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

>> MEIRA
Menningarvika á Bryggjunni 14. mars

Forsala hafin á tónleika Valdimars

Fimmtudaginn 16. mars verða þeir Valdimar og Örn Eldjárn með tónleika á Fish house - Bar & grill. Forsala miða er hafin á Fish house en aðgangseyrir er 2.500 kr. Kári tekur vel á móti ykkur frá 12:00 til 22:00.

>> MEIRA
Forsala hafin á tónleika Valdimars

Útvarp Ţruman í Menningarviku á FM 106,1

Félagsmiðstöðin Þruman sendir út Útvarp Þrumunnar á FM 106,1 í Menningarvikunni. Útvarpið verður einnig aðgengilegt í tölvum á vefslóðinni http://spilarinn.is/#thruman. Á skólatíma verður tónlist send út en eiginleg dagskrá á milli 16:00 og 22:00. Dagskrá stöðvarinnar má sjá hér að neðan.

>> MEIRA
Útvarp Ţruman í Menningarviku á FM 106,1

Dagskrá Menningarviku 14. mars

Dagskrá Menningarviku í dag má sjá í heild sinni hér að neðan. Við vekjum sérstaka athygli á viðburðum kvöldsins. Sagan mín sem verður í Gjánni kl. 20:00 og tónleikum Vox Felix í kirkjunni kl. 21:00.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku 14. mars

Heima og heiman - skáldskapur og ţýđingar Guđbergs Bergssonar

Mánudaginn 13. mars heimsækir okkur góður gestur í Kvennó. Doktor Birna Bjarnadóttir þekkir manna best til skáldskapar Guðbergs Bergssonar og ætlar að flytja fyrirlestur um fyrirhugaða útgáfu á erindum um skáldskap og þýðingar Guðbergs. Erindið kallar hún Heima og heiman. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir í Kvennó, mánudaginn 13. mars klukkan 20:00

>> MEIRA
Heima og heiman - skáldskapur og ţýđingar Guđbergs Bergssonar

Grindavíkursögur um Sigvalda Kaldalóns á Bryggjunni í dag

Í tilefni af Menningarviku verða Grindavíkursögur um tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns á kaffihúsinu Bryggjunni kl. 17:00 í dag. Einnig verður boðið uppá færeyskan kappróður og ýmislegt annað skemmtilegt.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

>> MEIRA
Grindavíkursögur um Sigvalda Kaldalóns á Bryggjunni í dag

Menningarverđlaun Grindavíkur 2017 afhent

Minja- og sögufélag Grindavíkur hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2017 en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju á laugardaginn. Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár handhafa Menningarverðlauna Grindavíkur og annað hvert ár bæjarlistamann Grindavíkur, samkvæmt Menningarstefnu Grindavíkurbæjar.

>> MEIRA
Menningarverđlaun Grindavíkur 2017 afhent

Dagskrá Menningarviku 13. mars

Það er sneisafull dagskrá í Menningarviku í dag. Hádegistónleikar Tónlistarskólans, leiksýning í Hópsskóla, Útvarp Þruman hefur göngu sína og margt fleira. Dagskrána má sjá í heild sinni hér að neðan.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku 13. mars

Dagskrá Menningarviku sunnudaginn 12. mars

Málverkasýningar, opnar vinnustofur og námskeið eru áberandi í dagskrá Menningarviku í dag. Safnahelgi á Suðurnesjum er ennþá í fullum gangi og frítt inn á öll söfn á Suðurnesjum í dag.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku sunnudaginn 12. mars

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 11. mars

Dagskrá Menningarviku er fjölbreytt í dag og margir skemmtilegir viðburðir á dagskrá. Formleg setning Menningaviku verður kl. 17:00 í kirkjunni í dag, en þar fyrir utan eru ýmis námskeið og sýningar í gangi og í kvöld verða tveir stórir tónlistarviðburðir á dagskrá.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku laugardaginn 11. mars

Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 á morgun

Formleg setning Menningarviku 2017 fer fram í Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 17:00. Menningarverðlaun verða afhent, tónlistaratriði flutt og ræður haldnar. Boðið er uppá kaffiveitingar að setningarathöfn lokinni í safnaðarheimilinu.

Allir hjartanlega velkomnir!

>> MEIRA
Setningarathöfn Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 á morgun

Blítt og létt á Salthúsinu annađ kvöld

Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum verður með Eyjakvöld á Salthúsinu, laugardaginn 11. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2.500 krónur. Sönghópurinn Blítt og Létt er Grindvíkingum að góðu kunnur enda hefur hópurinn heimsótt Menningarvikuna undanfarin ár og haldið uppi miklu fjöri í Salthúsinu, en fullt var útúr dyrum á síðustu tónleikum. Miðaverð er 2.500 og er selt við innganginn og í forsölu.

>> MEIRA
Blítt og létt á Salthúsinu annađ kvöld

Íslenski fíllinn - ţrjár sýningar í Menningarviku

Brúðuleiksýningin um íslenska fílinn hefur notið mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu og í Menningarvikunni kemur sýningin til okkar í Grindavík. Leikskólabörnum og yngstu börnum í Grunnskólanum er boðið á sýninguna. Leikskólinn Laut fær íslenska fílinn í heimsókn mánudaginn 13. mars klukkan 14:00. Leikskólabörn í Króki hitta íslenska fílinn í Hópsskóla miðvikudaginn 15. mars klukkan 14:00 og nemendur Grunnskólans klukkan 16:00. Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum á sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

>> MEIRA
Íslenski fíllinn - ţrjár sýningar í Menningarviku

Dagskrá Menningarviku í dag, föstudag

Þrátt fyrir að Menningarvika verði ekki sett formlega fyrr en á morgun eru margir viðburðir á dagskrá í dag. Sýningar sem verða í gangi alla daga eru farnar af stað um allan bæ og þá munu nemendur í leik- og grunnskóla opna sýningu á verkum sínum í verslunarmiðstöðinni í dag kl. 13:00. Látið sjá ykkur!

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku í dag, föstudag

Sýningu Sprengju-Kötu frestađ

Þar sem að allt skólahald fellur niður á mánudaginn eftir hádegi mun sýning Sprengju-Kötu einnig falla niður. Kata hefur þó fullan hug á að koma og sýna nemendum grunnskólans undraheima efnafræðinnar og mun hún því koma á heimsókn til okkar þegar nær dregur sumri. Ný dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.

>> MEIRA
Sýningu Sprengju-Kötu frestađ

Kútmagakvöld Lions á föstudaginn

Hið árlega og glæsilega kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldið föstudaginn 10. mars í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 18:00 með kynningu fyrirtækja en veislan sjálf hefst kl. 20:00. Á boðstólnum verður allt það besta sem til er í sjávarfangi, framreitt af meistarakokkum Grindavíkur.

>> MEIRA
Kútmagakvöld Lions á föstudaginn

Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG á föstudaginn

Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 10. mars kl. 20:00 í Gjánni við íþróttamiðstöð Grindavíkur. Húsið opnar kl. 20:00 með seiðandi fordrykk.

>> MEIRA
Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG á föstudaginn

Dagskrá Menningarviku 2017

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í níunda sinn og að vanda er dagskráin fjölbreytt. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 17:00. Að þessu sinni er áhersla lögð orðið SAGA hvort sem við tengjum það mannkynssögu, sögu einstaklinga, skáldsögu eða jafnvel sögu Grindavíkur.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku 2017

Handverk og hönnun - námskeiđ fyrir handverks- og listiđnađarfólk

Laugardaginn 11. mars verður Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, með námskeið þar sem grindvísku handverks- og listiðnaðarfólki er boðið að koma og sækja sér fræðslu um markaðssetningu auk þess sem boðið er uppá ráðgjöf frá Sunnevu. 

>> MEIRA
Handverk og hönnun - námskeiđ fyrir handverks- og listiđnađarfólk

Handverkshátíđ laugardaginn 18. mars

Laugardaginn 18. mars, klukkan 13:00-18:00 verður haldin Handverkshátíð í Gjánni. Fjölmargir handverksmenn og konur og hönnuðir búa í Grindavík eða hafa tengingu hingað verða á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í Handverkshátíðinni er bent á að skrá sig á bjorg@grindavik.is.

>> MEIRA
Handverkshátíđ laugardaginn 18. mars

Skapandi skrif - námskeiđ í Menningarviku

Helgina 10. - 13. mars verður Björg Árnadóttir, rithöfundur og fullorðinsfræðari með námskeið ætlað þeim sem vilja auka ritfærni sína og skrifa skáldskap. Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri sem vill skrifa sögur, þarf aðstoð við að byrja að skrifa, vantar innblástur en er vant að skrifa og fólk sem finnst skemmtilegt að skapa í skemmtilegum hópi. 

>> MEIRA
Skapandi skrif - námskeiđ í Menningarviku

An open meeting about Culture week today

Culture week is for all of us! Do you want to participate in the cultural week - Menningarvika 2017? Meet us at Víkurbraut 62 today, Monday the 13th of February at 16:30 to discuss: What, where, and how?

>> MEIRA
An open meeting about Culture week today

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2017

Samkvæmt venju verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent í Menningarvikunni sem haldin verður 11.-19. mars næstkomandi. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd fyrir miðvikudaginn 8. febrúar. Hægt er að senda ábendingar á netfangið heimasidan@grindavik.is

>> MEIRA
Auglýst eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2017

Opinn kynningarfundur um Menningarviku í dag

Boðað er til opins kynningarfundar um Menningarviku Grindavíkur 2017 en hún fer fram dagana 11.-19 mars næstkomandi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Gjánna í dag, þriðjudaginn 24. janúar kl. 17:00 og taka þátt í skipulagningu þessarar skemmtilegu og fjölbreyttu menningarveislu.

>> MEIRA
Opinn kynningarfundur um Menningarviku í dag

Óhrćdd ađ prófa mig áfram

Myndalistakonan Helga Kristjánsdóttir hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 en þetta er í annað sinn sem þessi nafnbót er veitt. Helga er fædd og uppalin í Grindavík en þrátt fyrir að hafa alltaf haft mikinn áhuga á listsköpun þá lá leið hennar ekki beint í málaralistina, en hún tók sér ýmislegt fyrir hendur áður en málverkin urðu hennar aðalstarf. 

>> MEIRA
Óhrćdd ađ prófa mig áfram

Kvenfélagiđ gefur glćsilegt rćđupúlt í Gjána

Kvenfélag Grindavíkur sem hefur nú aðsetur ásamt UMFG í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu í íþróttamiðstöðinni, kom færandi hendi á Grindavíkurkvöldi í Menningarvikunni. Kvenfélagið keypti og lét merkja ræðupúlt sem félagið færði Gjánni að gjöf til afnota, m.a. fyrir félagsfundi Kvenfélagsins og UMFG og fyrir ýmsa viðburði. Ræðupúltið er hið glæsilegasta og smekklega merkt. Var ræðupúltið notað í fyrst sinn í síðustu viku á kvenfélagsfundi og svo á Grindavíkurkvöldi bókasafnsins. 

>> MEIRA
Kvenfélagiđ gefur glćsilegt rćđupúlt í Gjána

Listasmiđjan sló í gegn

Yfir 50 krakkar mættu í Listasmiðju í Hópsskóla á laugardaginn undir yfirskriftinni Heitt og kalt. Listasmiðjan tókst glimrandi vel og var mikil sköpun í gangi undir öruggri stjórn  Kristínar E. Pálsdóttur og Halldóru G. Sigtryggsdóttur og fleira eðal fólks sem hjálpaði til. 

>> MEIRA
Listasmiđjan sló í gegn

Myndasyrpa frá Menningarviku: Bangsafjör, námskeiđ, danskur dagur og Bjartmar

Það voru ekki bara fullorðnir sem gátu valið um ýmis námskeið því ungmenni gátu valið um fjölbreytt námskeið í Þrumunni, þá bauð bókasafnið upp á teiknimyndanámskeið og fullt var út úr dyrum á heilsugæslunni þegar krakkar komu með bangsana sína til hjúkrunarfræðinema. Á kaffihúsinu Bryggjunni sló Bjartmar Guðlaugsson botninn í Menningavikuna.

>> MEIRA
Myndasyrpa frá Menningarviku: Bangsafjör, námskeiđ, danskur dagur og Bjartmar

Kajakfjör og vatnszumba vakti lukku

Óhætt er að segja að kajakar sem voru í boði í sundlauginni fyrir alla á laugardaginn hafi vakið mikla lukku, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.  Félagar úr Kajakklúbbnum í Reykjavík komu með kajaka og sýndu hvernig á að beita árum og bát og gáfu fólki kost á að prófa straumbát, sjókæjak og kanó í sundlauginni. Þá var boðið upp á Aqua Zumba öðru nafni Zumba sundlaugarpartý sem einnig vakti lukku. Kennari var Elísa Berglind, þaulreyndur aqua zumba kennari og Jeanette Sicat var henni til aðstoðar. 

>> MEIRA
Kajakfjör og vatnszumba vakti lukku

Rokkiđ lifir

Rokkunnendur fór alsælir heim úr Grindavíkurkirkju s.l. laugardagskvöld eftir að hafa fengið framsækið rokk beint í æð með glæsilegri spilamennsku öflugs tónlistarshóps frá Grindavík og nágrenni. Tónleikarnir voru hreint út sagt dásamleg skemmtun enda lá mikil vinna að baki undirbúningi þeirra og frammistaðan eftir því.

>> MEIRA
Rokkiđ lifir

Charlotte Böving, Rósa Signý og Valdís Inga á dönskum degi í Kvikunni

Norræna félagið í Grindavík, sem var endurvakið í fyrra, tekur þátt í Menningarvikunni annað árið í röð með því að skipuleggja danskan dag í Kvikunni Í DAG, sunnudaginn 20. mars kl. 16:00. Dagskráin er í tilefni Norræna dagsins á Íslandi. Að þessu sinni verður kynning á danskri menningu og tónlist. Danska leik- og söngkonan og skemmtikraft-urinn Charlotte Böving ásamt undirleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni skemmta gestum með söng og gríni sem þau fluttu fyrir Jóakim prins og Maríu prinsessu í Norræna húsinu í fyrra og sló í gegn. 

>> MEIRA
Charlotte Böving, Rósa Signý og Valdís Inga á dönskum degi í Kvikunni

Menningavika: Danskur dagur og Bjartmar á Bryggjunni

Þá er komið að lokadegi Menningarvikunnar 2016. Þar ber hæst DANSKUR dagur í Kvikunni með góðum gestum og svo mun Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður slá botninn í Menningarvikuna með tónleikum á Bryggjunni í kvöld.

>> MEIRA
Menningavika: Danskur dagur og Bjartmar á Bryggjunni

Menningarvika: Íbúaţing, listasmiđja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar

Það verður ýmislegt um að vera í dag laugardaginn 19. mars í Menningarviku. M.a. íbúaþing um þjónustu eldri borgara, Listasmiðja fyrir börn, listahópur sýnir vídeóverk og svo er sundlaugarnótt í sundlauginni. Deginum lýkur svo með stórtónleikum í kirkjunni.

>> MEIRA
Menningarvika: Íbúaţing, listasmiđja, vídeóverk, sundlaugarnótt og rokktónleikar

Grindvískir rokkarar međ stórtónleika

Í dag, laugardaginn 19. mars, ætlar hópur öflugs tónlistarfólks að koma saman í Grindavíkurkirkju kl. 20:00. Alls koma fram 13 flytjendur, sem flestir búa í , hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist.

>> MEIRA
Grindvískir rokkarar međ stórtónleika

Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

„Við eigum samleið - Lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins,
Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju Í KVÖLD föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20:00. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla. Athugið lækkað miðaðverð: 3.900 kr.

>> MEIRA
Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

Menningarvika á föstudegi: Bćjarlistamađur međ opna vinnustofu og stórtónleikar í kirkjunni

Það er ýmislegt um að vera á föstudegi Menningarviku, 18. mars. Meðal annars verður bæjarlistamaður Grindavíkur 2016, Helga Kristjánsdóttir, með opna vinnustofu í dag og á morgun, opið svið á Bryggjunni og þá verða stórtónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld.

>> MEIRA
Menningarvika á föstudegi: Bćjarlistamađur međ opna vinnustofu og stórtónleikar í kirkjunni

Kokteilkvöld hjá Höllu í kvöld

Það verður líf og fjör í verslunarmiðstöðinni í kvöld en í tilefni af Menningarviku Grindavíkur þá ætla þau hjá höllu að vera með kokteilkvöld í kvöld, fimmtudag. Húsið opnar klukkan 18:00 og í boði verður matur, drykkir og tónlist. Sex kokteilar á vínseðli blandaðir af barþjónum, smáréttaseðill á staðnum og dj sér um tónlistina.

 

>> MEIRA
Kokteilkvöld hjá Höllu í kvöld

Nemendur grunn- og leikskóla sýna í verslunarmiđstöđinni

Veggir verslunarmiðstöðvarinnar að Víkurbraut 62 eru stórglæsilegir þessa dagana en í tilefni Menningarviku hafa nemendur í Grunnskóla Grindavík, Laut og Króki sett upp skemmtilega sýningu bæði á fyrstu og annarri hæð. Sýningin opnaði formlega síðastliðinn föstudag og þar var margt um manninn. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri en fleiri myndir má sjá á Facebook. En það er auðvitað best að sjá sýninguna með eigin augum og hvetjum við bæjarbúa til að kíkja við og skoða verkin.

>> MEIRA
Nemendur grunn- og leikskóla sýna í verslunarmiđstöđinni

Listasmiđja barna á laugardaginn - Skráningu ađ ljúka

Í Menningarvikunni verður, nánar tiltekið laugardaginn 19. mars (næsta laugardag) kl. 13:00-15:00 verður Listasmiðja fyrir börn í Hópsskóla undir yfirskriftinni HEITT og KALT. Verkefnið hentar vel börnum frá fimm ára og eldri. Listasmiðjan hefur verið undanfarin tvö ár í Menningarvikunni og mælst ákaflega vel fyrir.

>> MEIRA
Listasmiđja barna á laugardaginn - Skráningu ađ ljúka

Textílnámskeiđi frestađ til 9. apríl

Námskeið í textílmennt sem vera átti laugardaginn 19. mars í tengslum við menningarvikuna hefur verið frestað til laugardagsins 
9. apríl. 

>> MEIRA
Textílnámskeiđi frestađ til 9. apríl

Menningarvika á fimmtudegi: Bangsaskođun, fatahönnun, bćjarsýning og Heiđar snyrtir

Fimmtudagurinn er skemmtilegur í Menningarviku. Meðal annars verður bangsaskoðun fyrir yngri kynslóðina, námskeið í fatahönnun fyrir unglinga í Þrumunni og þá verður bæjarsýning á árshátíðarleikritum í kvöld. Ennfremur verður fjör í verslunarmiðstöðinni fram eftir kvöldi þar sem Heiðar snyrtir mætir á svæðið.

>> MEIRA
Menningarvika á fimmtudegi: Bangsaskođun, fatahönnun, bćjarsýning og Heiđar snyrtir

Grindavíkurkvöld bókasafnsins sló í gegn

Gjáin var þétt setin þegar Grindavíkurkvöld bókasafnsins fór fram í gærkvöldi. Þar steig á stokk einvala tónlistarfólk úr Grindavík sem heillaði áhorfendur með tónlist sinni og er óhætt að segja að í Grindavík búi afar hæfileikaríkt tónlistarfólk á öllum aldri. Úr varð frábær söngskemmtun og stemmningin eins og hún gerist best. 

>> MEIRA
Grindavíkurkvöld bókasafnsins sló í gegn

Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

Ýmislegt verður um að vera á miðvikudegi Menningarvikunnar. Leikskólarnir fá góða heimsókn, Grindavíkurkvöld á vegum bókasafnsins er í Gjánni, námskeið á vegum Gallerí Spuna, opin kóræfing, bæjarsýning á árshátíðarleikriti grunnskólans, ljósmyndanámskeið í Þrumunni en því miður fellur niður matreiðslunámskeið vegna veikinda.

>> MEIRA
Menningarvika á miđvikudegi: Grindavíkurkvöld, bćjarsýning og ljósmyndanámskeiđ

Innsýn í myndasögugerđ á bókasafninu í dag

Í dag verður boðið uppá innsýn í myndasögugerð fyrir 10 ára og eldri á bókasafninu í dag kl. 14:00. Þátttaka er ókeypis, ekki þarf að skrá sig heldur mæta á bókasafnið. Jean Possoco hefur umsjón með viðburðinum en hefur kennt myndasögugerð á eigin vegum og í Myndlistaskóla Reykjavíkur og er einn af hvatamönnum myndasöguútgáfu á Íslandi í dag og er maðurinn á bakvið Frosk Útgáfu sem nýlega tók upp þráðinn á útgáfu Viggó Viðutan sem og sögunum um Ástrík og Steinrík.

>> MEIRA
Innsýn í myndasögugerđ á bókasafninu í dag

Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 18. mars

Opið svið verður á flottasta kaffihúsi landsins, Bryggjunni í Grindavík föstudaginn 18. mars. Að venju er gestum velkomið að taka lagið með þeim félögum Halldóri Lárussyni trommuleikara, Ólafi Þór Ólafssyni gítarleikara og Þorgils Björgvinssyni bassaleikara. Það er gaman að geta þess að þetta verður í 18da sinn sem opið svið verður á Bryggjunni og alltaf hefur verið fullt hús.

Að þessu sinni hefst opna sviðið kl. 22:00 og stendur til kl.01:00

 

>> MEIRA
Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 18. mars

Menningarvikan á mánudegi: Kaffihúsatónleikar og námskeiđ fyrir ungmenni

Dagskrá Menningarvikunnar heldur áfram í dag mánudaginn 14. mars. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. sýning í Miðgarði, teiknimyndanámskeið, námskeið fyrir unglinga í Þrumunni, kaffihúsaskemmtun í tónlistarskólanum, kyrrðarbæn og svo málverkasýningar o.fl.

 

>> MEIRA
Menningarvikan á mánudegi: Kaffihúsatónleikar og námskeiđ fyrir ungmenni

Námskeiđ í bragđmiklum grćnmetisréttum

Næsta miðvikudag kl. 18:00 - 21:00 verður skemmtilegt matreiðslunámskeið sem ber yfirskriftina Grænmeti - Salat - Krydd og kryddjurtir. Örn Garðars matreiðslumeistari á Soho Catering heldur námskeið í bragðmiklum  grænmetisréttum, nemendur fá að spreyta sig sjálfir og taka afraksturinn með sér heim. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari verður til aðstoðar. Námskeiðið verður haldið í matreiðslustofu Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5.500 kr. 

>> MEIRA
Námskeiđ í bragđmiklum  grćnmetisréttum

Gamli barnakórinn sló í gegn viđ setningu Menningarviku

Formleg setning Menningarviku Grindavíkurbæjar fór fram í Grindavíkurkirkju á laugardaginn. Þar var Menningarvikan sett með formlegum hætti, boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði þar sem Barnakór Grindavíkur frá 1977-1981 sló í gegn og þá var Bæjarlistmaður Grindavíkur 2016 útnefndur formlega. Vel var mætt á setninguna og að lokum var gestum boðið í veitingar í safnaðarheimilinu. 

>> MEIRA
Gamli barnakórinn sló í gegn viđ setningu Menningarviku

Handverkiđ blómstrađi í Gjánni

Handverkshátíð var í Gjánni í gær í tilefni Menningarvikunnar. Þar sýndu og seldu um 25 aðilar frá Grindavík og víðar fjölbreytt handverk, allt frá slaufum til skarpgripa. Stöðugur straumur fólks var í Gjánni þrátt fyrir leiðinlegt veður og var gaman að sjá gróskuna í handverki í Grindavík, í sem víðasta skilningi þess orðs. Vonast er til að handverkshátíðin verði árlegur viðburður hér eftir.

>> MEIRA
Handverkiđ blómstrađi í Gjánni

Helga Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016 gaf Miđgarđi verđlaunaféđ

Helga Kristjánsdóttir listmálari er Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 en verðlaunin voru afhent við setningu Menningarvikunnar.

>> MEIRA
Helga Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016 gaf Miđgarđi verđlaunaféđ

Barnabörnin mćttu á Kaldalónstónleikana - Húsfyllir hjá Blítt og létt

Um helgina fóru fram tvennir tónleikar sem mæltust ákaflega vel fyrir. Annars vegar var Eyjahópurinn Blítt og létt með tónleika í Salthúsinu þar sem var húsfyllir en vel á annað hundrað manns mættu til að taka þátt í að syngja Eyjalögin í þjóðhátíðarstíl. Þá voru afar vandaðir og flottir tónleikar í Grindavíkurkirkju um Sigvalda Kaldalóns sem er hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. 

>> MEIRA
Barnabörnin mćttu á Kaldalónstónleikana - Húsfyllir hjá Blítt og létt

Óp-hópurinn syngur Verdi laugardagskvöld kl. 20:00 í tónlistarskólanum

Óp-hópurinn mun flytja fallega tónlist á Galatónleikum í sal tónlistarskóla Grindavíkur, Ásabraut 2, þann 12. mars kl. 20:00. Antonía Hevesí kynnir atriðin á skemmtilegan og lifandi hátt eins og henni einni er lagið. Kaffi og konfekt verður á boðstólnum. Á meðal flytjenda er Rósalind Gísladóttir söngkennari við tónlistarskóla Grindavíkur.

>> MEIRA
Óp-hópurinn syngur Verdi laugardagskvöld kl. 20:00 í tónlistarskólanum

Menningarvikunni ţjófstartađ í dag

Menningarvikunni verður þjófstartað í dag föstudaginn 11. mars en þá verður ýmislegt um að vera. Meðal annars verða málverkasýningar opnaðar og þá verður mikið um skemmtanahald í kvöld. Hér má sjá dagskrá dagsins:

>> MEIRA
Menningarvikunni ţjófstartađ í dag

Hjalti Parelíus sýnir landslagsmálverk á Bókasafninu

Hjalti Parelíus verður með sýningu á 20 olíuskissum af landslagi á bókasafninu í Menningarvikunni. Verkin eru hans fyrsta tilraun að landslagsverkum og vill hann með þeim vekja athygli á hinni fögru íslensku náttúru sem við megum ekki glata eða ofnýta.

>> MEIRA
Hjalti Parelíus sýnir landslagsmálverk á Bókasafninu

Sýning á leir fígúrum á Bókasafninu - opiđ um helgina

Fannar Þór Bergsson hefur opnað sýningu sína á leir fígúrum á bókasafninu. Sýningin verður opin á laugardaginn milli kl. 11:00-16:00 og sunnudag milli kl. 13:00-16:00 og svo á opnunartíma safnsins í næstu viku. Fannar er leirlistamaður og eigandi „Leira meira" og tengjast fígúrurnar allar allar teiknimyndum á einn eða annan hátt. Leira meira er einnig á Faceook.

 

>> MEIRA
Sýning á leir fígúrum á Bókasafninu - opiđ um helgina

Dćgurlög á kaffihúsaskemmtun í Tónlistarskólanum mánudaginn 14. mars kl. 17:30

Nemendur tónlistarskólans stíga á stokk og flytja fjölbreytt dægurlög fyrir gesti og gangandi á mánudaginn 14. mars kl. 17:30.
Allir velkomnir!

>> MEIRA
Dćgurlög á kaffihúsaskemmtun í Tónlistarskólanum mánudaginn 14. mars kl. 17:30

Undirbúningur menningarviku á Króki

Síðustu vikur á Króki hafa litast af undirbúningi menningarviku þar sem verið var að skapa verk fyrir sýninguna okkar um allan leikskóla. Meðal þess sem unnið hefur verið með er tilfinningar, fjölbreytileikinn, endurnýtanlegur efniviður og tröll. 

>> MEIRA
Undirbúningur menningarviku á Króki

Myndlistasýning G. Óla bćtist viđ í Menningarvikunni

Sjöunda myndlistasýningin hefur bæst við í Menningarvikunni en listamaðurinn Guðmundur Óli Gunnarssson eða G. Óla eins og hann kallar sig, verður með sýningu á verkum sínum að Borgarhrauni 1 á laugardaginn. Húsið opnar kl. 13:00 og verður opið fram eftir degi. Allir velkomnir.  

>> MEIRA
Myndlistasýning G. Óla bćtist viđ í Menningarvikunni

Menningarvikan rúllar af stađ - helgin ţéttskipuđ

Menningarvikan rúllar af stað um helgina og margir eflaust orðnir óþreyjufullir að bíða enda dagskráin með eindæmum glæsileg í ár. Formleg setninga Menningarviku verður í Grindavíkurkirkju á laugardaginn kl. 17:00 en það verður hægt að taka forskot á sæluna strax á morgun, föstudag. Þá er Safnahelgi á Suðurnesjum um helgina svo að Reykjanesið mun iða af lífi um helgina.

>> MEIRA
Menningarvikan rúllar af stađ - helgin ţéttskipuđ

Tólf manns međ sex málverkasýningar í Menningarviku

Alls verða sex fjölbreyttar málverkasýningar í Menningarvikunni í Grindavík sem verður dagana 12.-20. mars. Í Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46 verður samsýning grindvískra málara. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri. Þær stöllur eru hluti af Handverksfélaginu Greip í Grindavík og hafa áður haldið skemmtilegar sýningar. 

>> MEIRA
Tólf manns međ sex málverkasýningar í Menningarviku

Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku - Tydzien kultury w Grindavíku

Fjölbreytileikinn er allsráðandi í Grindavík, hér búa rúmlega 200 Pólverjar. Líkt og í fyrra hefur dagskrá Menningarvikunnar 12.-20. mars verið þýdd yfir á pólsku. Útgáfuna er hægt að nálgast hér að neðan. 
Tydzien kultury w Grindavíku 12-20 marca 2016: 

>> MEIRA
Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku - Tydzien kultury w Grindavíku

Varđveitum menningararfleifđina

Menningarvika er árlegur viðburður í Grindavík, þar kemur saman fólk með áhuga fyrir handverki, sköpun, listum og mat. Þessi hátíð verður dagana 12.-20. mars n.k. Var hátíðin fyrst sett á dagskrá vorið 2009 og mæltist vel fyrir meðal Grindvíkinga. Henni hefur vaxið fiskur um hrygg með fjölbreyttu úrvali af námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri og listaviðburðum um allan bæ. Bærinn hefur lagt sig fram um að bjóða unga fólkinu okkar upp á skemmtileg námskeið, þar má nefna námskeið í elektrónískri tónlistargerð, myndasögu og ljósmyndun. Fjöldi annarra námskeiða er í boði s.s silfursmíði, glermósaík, textíl og viðhald gamalla húsa. 

>> MEIRA
Varđveitum menningararfleifđina

Menningarvikan 2016: Suđupottur sýninga, tónleika, viđburđa, námskeiđa, leikrita og handverkshátíđar

„Þetta er í áttunda sinn sem Menningarvika Grindavíkur er haldin og að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána og líklega aldrei meiri en núna. Menningarvikan verður haldin 12. til 20. mars næstkomandi þannig að Safnahelgin er einnig hluti af henni og verður ókeypis aðgangur að Kvikunni. Undirbúningur er á lokastigi, meðal annars er búið að velja bæjarlistamann Grindavíkur, undirbúa fjölmörg námskeið í febrúar, mars og apríl og bóka ýmsa viðburði í Menningarvikunni sjálfri og þá verður stór og mikil Handverkshátíð í Gjánni. Ég myndi segja að fjölbreytileikinn væri í hávegum í ár," segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í samtali við Víkurfréttir.

>> MEIRA
Menningarvikan 2016: Suđupottur sýninga, tónleika, viđburđa, námskeiđa, leikrita og handverkshátíđar

Tónleikar í Grindavíkurkirkju til heiđurs Sigvalda Kaldalóns

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn, ekki var að spauga með þá Útnesjamenn. Söngvaskáld á Suðurnesjum er tónleikaröð sem vakið hefur verðskuldaða athygli og verða haldnir tónleikar til heiðurs Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 13. mars kl. 17:00 í tilefni Menningarvikunnar. Miðaverð er 1.500 kr. og selt við innganginn.

>> MEIRA
Tónleikar í Grindavíkurkirkju til heiđurs Sigvalda Kaldalóns

Ásmundur međ málverkasýningu á Bryggjunni í Menningarvikunni

Myndlistasýning hefur bæst við glæsilega dagskrá Menningarviku en það er enginn annar en Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem verður með sýningu á kaffihúsinu Bryggjunni. Sýningin ber yfirskriftina „Blítt og létt við Suðurströndina" og opnar formlega næsta föstudag 11. mars kl. 16.00. Sýningin verður opin út Menningarvikuna og jafnvel lengur.

>> MEIRA
Ásmundur međ málverkasýningu á Bryggjunni í Menningarvikunni

Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

„Við eigum samleið - Lögin sem allir elska" er yfirskrift tónleika sem söngvararnir góðkunnu Sigga Beinteins,
Jogvan og Guðrún Gunnars verða með í Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. mars n.k. kl. 20:00. Tónleikarnir hafa fyllt hafa Salinn í Kópavogi fimm sinnum og seldist upp á skömmum tíma á þá alla.

>> MEIRA
Sigga Beinteins, Jogvan og Guđrún Gunnars flytja gömlu perlurnar sem allir elska

Rúnar Ţór frá Brćđratungu međ sína fyrstu einkasýningu

Það verður stór stund fyrir brottflutta Grindvíkinginn Rúnar Þór Þórðarson frá Bræðratungu þegar hann opnar málverkasýningu í Menningarvikunni í Framsóknarhúsinu. Rúnar Þór, sem verður 65 ára í ár, opnar þá sýna fyrstu einkasýningu en hann hefur áður tekið þátt í þremur samsýningum.

>> MEIRA
Rúnar Ţór frá Brćđratungu međ sína fyrstu einkasýningu

Blítt og létt hópurinn frá Eyjum međ gömlu og góđu Eyjalögin

Grindvíkingar og Vestmannaeyingar hafa ávallt tengst sterkum böndum enda myndarleg sjávarútvegspláss, öflugir íþróttabæir og menningin blómstrar á báðum stöðum. Í Menningarvikunni fáum við góða heimsókn frá Vestmannaeyjum þegar sönghópurinn Blítt og létt mætir og verður með Eyjakvöld á Salthúsinu laugardaginn 12. mars næstkomandi.

>> MEIRA
Blítt og létt hópurinn frá Eyjum  međ gömlu og góđu Eyjalögin

Guđni Már útvarpsmađur međ málverkasýningu á Salthúsinu

Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 undanfarin 22 ár verður með málverkasýningu á Salthúsinu í Menningarvikunni en hann opnar reyndar fyrr eða næsta laugardag . Guðni Már leitar í tónlistina í verkum sínum enda hefur hann stjórnað fjöldamörgum tónlistarþáttum í útvarpinu. Hvert málverk ber nafn eins af uppáhaldslögum hans erlendum. Áður hefur Guðni Már sýnt á eftirtöldum stöðum:

>> MEIRA
Guđni Már útvarpsmađur međ málverkasýningu á Salthúsinu

Mikill metnađur í dagskrá Menningarviku Grindavíkur 12.-20. mars

Menningarvika Grindavíkur verður nú haldin í áttunda sinn og að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána og líklega aldrei meiri en núna. Menningarvikan verður haldin 12.-20. mars n.k. þannig að Safnahelgin er einnig hluti af henni og verður ókeypis aðgangur í Kvikunni. Undirbúningur er á lokastigi, m.a. er búið að velja Bæjarlistamann Grindavíkur, undirbúa fjölmörg námskeið í febrúar, mars og apríl og bóka ýmsa viðburði í Menningarvikunni sjálfri og þá verður stór og mikil Handverkshátíð í Gjánni. Fjölbreytileikinn væri í hávegum í ár. Dagskrá Menningarvikunnar verður birt í dag á heimasíðu bæjarins, í Járngerði sem dreift verður í öll hús í lok vikunnar í nýja GrindavíkurAppinu sem kynnt verður í dag.

>> MEIRA
Mikill metnađur í dagskrá Menningarviku Grindavíkur 12.-20. mars

Járngerđur kemur út - Glćsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík

Fyrsta tölublað ársins af Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, verður dreift í öll hús í lok vikunnar. Blaðið er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni (sjá PDF útgáfu hér að neðan). Uppistaðan í blaðinu er glæsileg dagskrá Menningarvikunnar 12.-29. mars nk. Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í áttunda sinn. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 17:00.

>> MEIRA
Járngerđur kemur út - Glćsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík

Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni

Við setningu Menningarvikunnar 12. mars kl. 17:00 í Grindavíkurkirkju verður stórmerkilegur tónlistarviðburður í Grindavík. Þá stígur Barnakór Grindavíkur frá árunum 1977-1981 á svið einum 35 árum síðar og tekur nokkur lög undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Alls munu um 20 meðlimir kórsins koma fram, m.a. kemur ein gagngert frá Svíþjóð og önnur austan af fjörðum til þess að taka þátt.

>> MEIRA
Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni

Skráning á Handverkshátíđina gengur vel - Tryggđu ţér borđ í tíma

Skráning á Handverkshátíðina í Menningarvikunni, sem verður sunnudaginn 13. mars n.k. Gengur vel. Alls hafa 17 aðilar aðilar skráð sig og eru laus pláss fyrir 10 aðila í viðbót. Skráning er til 1. mars.

>> MEIRA
Skráning á Handverkshátíđina gengur vel - Tryggđu ţér borđ í tíma

Vel bókađ í námskeiđin

Námskeið sem haldin er í tengslum við Menningarvikuna fara nú af stað hvert á fætur öðrum og stefnir í góða aðsókn. Í dag er Ragga nagli með matreiðslunámskeið í Grunnskóla Grindavíkur  frá kl. 17-21. Þó nokkrir eru búnir að bóka sig en nokkur laus pláss. Skráning fer fram í gegnum netfangið bokasafn@grindavik.is. Ragga er svo með fyrirlestur á morgun kl. 18:00 í Gjánni og er aðgangur ókeypis.

>> MEIRA
Vel bókađ í námskeiđin

Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

Kæru Grindvíkingar! Í tengslum við undirbúning Menningarvikunnar í ár sem verður dagana 12.-20. mars n.k. munu ýmsir aðilar standa fyrir námskeiðum í febrúar, mars og apríl. Í bæklingi (sjá neðan) um námskeiðin er að finna fjölbreytt framboð af námskeiðum fyrir alla aldurshópa, m.a. í handverki, sköpun, listum og mat, sem við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur vel og endilega að nýta tækifærið og skrá ykkur og taka þátt. Menningarvikan niðurgreiðir námskeiðin og því eru þau á hagstæðu verði. Bent er á möguleika á styrkjum frá stéttarfélögum.

>> MEIRA
Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

Helga Kristjánsdóttir Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016

Helga Kristjánsdóttir listmálari hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent í Menningarviku Grindavíkur sem verður dagana 12.-20. mars n.k. 

>> MEIRA
Helga Kristjánsdóttir Bćjarlistamađur Grindavíkur 2016

Handverkshátíđ í Gjánni í Menningarvikunni

Í tilefni Menningarvikunnar 12.-20. mars n.k. verður grindvísk handverkshátíð í Gjánni sunnudaginn 13. mars frá kl. 13:00-18:00.  Mikill áhugi er fyrir hátíðinni og hafa verið haldnir tveir undirbúningsfundir og stýrihópur komið að skipulaginu.

>> MEIRA
Handverkshátíđ í Gjánni í Menningarvikunni

Menningarvikan verđur 12.-20. mars - Viđburđir óskast

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni haldin 12 - 20. mars nk. Þetta verður í áttunda sinn sem Menningarvikan verður haldin og að þessu sinni verður lögð áhersla á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs en auðvitað verður fjölbreytt dagskrá að vanda eins og tónleikar, ýmis konar sýningar, viðburðir og margt fleira. Undirbúningur er hafinn af fullum krafti.

>> MEIRA
Menningarvikan verđur 12.-20. mars  - Viđburđir óskast

Námskeiđahald í tengslum viđ Menningarviku

Í febrúar og fram í Menningarvikuna 12.-20. mars n.k. er vonast til þess að félagasamtök eða einstaklingar í Grindavík bjóði upp á námskeið fyrir bæjarbúa. Þar er átt við ýmis konar námskeið í handverki í sem víðasta skilningi þess orð. Hægt er að bjóða upp á fleiri en eitt námskeið. Framlag Grindavíkurbæjar getur verið niðurgreiðsla á námskeiðinu fyrir þátttakendur og/eða að leggja til húsnæði ef þess er kostur. Hversu mikil niðurgreiðslan verður fer eftir fjölda og tegund umsókna.

>> MEIRA
Námskeiđahald í tengslum viđ Menningarviku

Auglýst eftir tilnefningum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2016

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar auglýsir eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2016. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar 12.-20. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2016 á netfangið heimasidan@grindavik.is

>> MEIRA
Auglýst eftir tilnefningum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2016

Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur í kvöld

Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna á næsta ári verður haldinn Í KVÖLD mánudaginn 23. nóv. n.k. kl. 20 í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum. Allir sem hafa áhuga á menningu eru velkomnir á fundinn. Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður vonandi hægt að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi. Allir velkomnir.  

>> MEIRA
Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur í kvöld

Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur á mánudaginn

Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna á næsta ári verður haldinn mánudaginn 23. nóv. n.k. kl. 20 í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum. Allir sem hafa áhuga á menningu eru velkomnir á fundinn. Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og verður vonandi hægt að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi. Allir velkomnir.
Menningarvikan verður 12.-20. mars 2016.

>> MEIRA
Handverk í Menningarviku - Undirbúningsfundur á mánudaginn

Ţakkir í lok Menningarviku - Myndasyrpa

Menningarvikunni lauk síðasta sunnudagskvöld með stórskemmtilegum tónleikum Jóns Ólafssonar og Gunnars Þórðarsonar í sal tónlistarskólans í Iðu. Tónleikarnir báru yfirskriftina Af fingrum fram en þeir félagar fóru þar yfir tónlistarferil Gunnars. Af nægu var að taka enda hefur Gunnar samið yfir 700 lög á ferlinum.

>> MEIRA
Ţakkir í lok Menningarviku - Myndasyrpa

Fćreysk menning heillar

Það var húsfyllir í Kvikunni í gær þegar þar var kynning á færeyskri menningu á vegum Norræna félagsins í Grindavíkur, í tilefni Norræna dagsins á Íslandi og Menningarviku í Grindavík. Er greinilegt að Grindvíkingar hafa mikinn áhuga á Færeyjum enda verið ýmis tengsl þar í gegnum tíðina, ekki síst í gegnum Norræna félagið í Grindavík. 

>> MEIRA
Fćreysk menning heillar

Höfundakynningar í lok menningarviku

Sunnudaginn 22.mars, var höfundakynning á bókasafninu. Kynntir voru tveir rithöfundar og skáld, annar frá Póllandi, Czeslaw Milosz og hinn frá Serbíu, Ivo Andric. Nokkur ljóð þeirra, sem þýdd höfðu verið á ensku voru prentuð út svo áheyrendur gætu sjálfir lesið og notið. Höfundarnir höfðu báðir lifað hörmungar heimsstyrjalda og umbrota í heimalöndum sínum og bar skáldskapur þeirra þess merki, þó að fegurð lífsins hafi fengið bróðurpartinn í ljóðum þeirra.
Þær Justina Lewicka, frá Póllandi og Marija Sólveig frá Serbíu kynntu höfundana, sem báðir höfðu fengið Nóbels-verðlaunin fyrir bækur sínar og ljóð. Takk fyrir vandaða kynningu, báðar tvær :-)

>> MEIRA
Höfundakynningar í lok menningarviku

Reggie Óđins međ tónleika á Bryggjunni á laugardagskvöldiđ

Reggie Óðins og hljómsveit verða með tónleika á Bryggjunni laugardagskvöldið 21. mars. Tónleikarnir hefjast að vanda klukkan 21:00 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

>> MEIRA
Reggie Óđins međ tónleika á Bryggjunni á laugardagskvöldiđ

Húsfyllir í stórskemmtilegri söngveislu

Það var sannkölluð söngveisla í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi þegar fimm sönghópar og kórar tróðu upp og fylltu kirkjuna af söng og fjöri. Vísiskórinn undir stjórn Margrétar Pálsdóttur sló takinn með gleði sinni og fjölmenningu og söng lög á nokkrum tungumálum og kom tónleikagestum í hörku stuð.  

>> MEIRA
Húsfyllir í stórskemmtilegri söngveislu

Hönnun á heimaslóđ, fréttaskot úr fortíđinni og Opiđ hús í Iđu

Rétt er að vekja athygli á nokkrum áhugaverðum viðburðum í dag og kvöld í Menningarvikunni. Opið hús verður í öllum stofnunum Iðunnar frá kl. 10-14. Bíómyndin Salka Valka verður sýnd í Miðgarði.  Þá verður kynning á hönnun á heimaslóð í Kvikunni kl. 18:00 og í Hópsskóla kl. 20:00 verður fréttaskot úr fortíðinni og Krónika verður á Bryggjunni ásamt skötuveislu. Þá verður fjör í verslunarmiðstöðinni fram eftir kvöldi. Hér má sjá nánar: 

>> MEIRA
Hönnun á heimaslóđ, fréttaskot úr fortíđinni og Opiđ hús í Iđu

Fróđlegt og skemmtilegt fjölmenningarkvöld

Á laugardaginn var fjölmenningarhátíð á Salthúsinu á vegum fjölmenningarráðs. Fjögur lönd voru kynnt; Pólland, gamla Júgóslavía og Serbía, Tæland og Filippseyjar. Fulltrúar þessar landa kynntu sögu þeirra, menningu og tónlist og í lok hverrar kynningar voru fyrirspurnir.

>> MEIRA
Fróđlegt og skemmtilegt fjölmenningarkvöld

Bangsaskođun á heilsugćslunni

Í gær var bangsaskoðun á heilsugæslunni. Þangað mættu krakkar á aldrinum þriggja til sex ára sem áttu slasaðan bangsa. Grindvíkingurinn Berglind Anna Magnúsdóttir læknanemi hafði frumkvæði að þessari heimsókn og hún og fleiri nemar tóku á móti börnum á þessum aldri sem tóku á móti veikum og slösuðum böngsum.  

>> MEIRA
Bangsaskođun á heilsugćslunni

Og allir í kór! Söngveisla í kirkjunni

Í kvöld kl. 20:00 verður sannkölluð söngveisla í Grindavíkurkirkju undir yfirskriftinni Og allir í kór! Söngkvöld í Grindavíkurkirkju. Alls koma fimm sönghópar og kórar fram.  

>> MEIRA
Og allir í kór! Söngveisla í kirkjunni

Sćnsk-íslensk snilld

Óhætt er að segja að sænsk-íslenskir stórtónleikar hafi farið fram í sal Tónlistarskólans í Iðu á mánudagskvöldið. Tónleikarnir voru hreint frábær skemmtun en hljómsveitina skipuðu tveir Svíar, tveir úr Reykjavík og einn úr Grindavík! Svíarnir komu frá vinabæ Grindavíkur, Piteå. Hafði hljómsveitin afar knappan tíma til undirbúnings en fagmennskan var slík að tónleikarnir voru hreint út sagt alveg magnaðir.

>> MEIRA
Sćnsk-íslensk snilld

Siggi stormur gestur á opnu húsi hjá MSS í Grindavík

Við erum svo tropical hérna suðurfrá að við fáum oft bara tvo, þrjá snjódaga á vetri en nú eru komnir
þrír mánuðir í beit, erum við ekkert að sjá fyrir endann á þessu eða er snjómenning það sem koma
skal í Grindavík?

>> MEIRA
Siggi stormur gestur á opnu húsi hjá MSS í Grindavík

Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fékk Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 afhent við hátíðlega athöfn við setningu Menningarviku í Grindavík síðasta laugardag. Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.

>> MEIRA
Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fékk Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 afhent við hátíðlega athöfn við setningu Menningarviku í Grindavík síðasta laugardag. Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.

>> MEIRA
Harpa fékk Menningarverđlaunin 2015

Skemmtileg setningarhátíđ Menningaviku

Setning Menningaviku 2015 fór fram í Grindavíkurkirkju síðasta laugardag við hátíðlega athöfn. Dagskráin var stórskemmtileg þar sem tónlistin var í öndvegi. Einnig voru afhent Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar, nemendur sýndu dans og þá voru haldiln ávörp.

>> MEIRA
Skemmtileg setningarhátíđ Menningaviku

Menningarvikan í Morgunútvarpinu

Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Var rætt við hann um Menningarvikuna í Grindavík, ferðaþjónustu, heimildamyndina Fiskur undir steini og fleira. Viðtalið má nálgast með því að smella hér.

 

 

>> MEIRA
Menningarvikan í Morgunútvarpinu

Vertu ţú sjálfur á nokkrum tungumálum

Hinn fjölþjóðlegi Vísiskór sló botninn í setningarathöfn Menningarvikunnar síðasta laugardag. Kórinn söng hið stórskemmtilega lag Helga Björnssonar, Vertu þú sjálfur, á nokkrum tungumálum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. Sjón er sögu ríkari, myndband með þessu frábæra atriði má sjá hér að neðan.  

>> MEIRA
Vertu ţú sjálfur á nokkrum tungumálum

Myndasyrpa frá Menningarviku

Ýmislegt er um að vera í Menningarvikunni og eru Grindvíkingar hvattir til þess að kynna sér Járngerði sem kom út í síðustu viku þar sem dagskrána er að finna. Einnig er hægt að sjá dagskrána á heimasíðu bæjarins. Hér eru nokkar myndir frá viðburðum í Menningarvikunni.  

>> MEIRA
Myndasyrpa frá Menningarviku

Sćnsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans í Iđunni í kvöld

Í kvöld klukkan 20:30 eru á dagskrá glæsilegir sænsk-íslenskir stórtónleikar. Sænski gítarleikarinn Peter O Ekberg heldur tónleikana ásamt sænsku söngkonunni Alicia Carlestam. Þeim til aðstoðar verða bassaleikarinn Ingi Björn Ingason, píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson og trommuleikarinn og bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson.

>> MEIRA
Sćnsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans í Iđunni í kvöld

Tinna Halls opnar ljósmyndasýningu sína í dag

Ljósmyndasýning Tinnu Halls á efri hæð verslunarmiðstöðvarinnar, Víkurbraut 62, opnar formlega í dag klukkan 13:00. Tinna verður sjálf á svæðinu milli 13:00 og 15:00 og mun einnig hafa meðferðis og til sölu á vægu verði, ljósmyndabók sem inniheldur myndir af sýningunni og fleiri skemmtilegar myndir af fólki og náttúru hér í Grindavík sem Tinna hefur tekið.

>> MEIRA
Tinna Halls opnar ljósmyndasýningu sína í dag

Trio Nor međ tónleika á Bryggjunni í kvöld

Djasssveitin Trio Nor heldur tónleika á Bryggjunni kl. 21:00 í kvöld. Tríóið leikur þekkta djass standarda eftir Henry Mancini, Horace Silver, Erroll Garner og Antonio Carlos Jobim o.fl. í skemmtilegum útsetningum. Trio Nor skipa þeir Ómar Einarsson á gítar Jakob Hagerdorn-Olsen á gítar og Jón Rafnsson á bassa.

>> MEIRA
Trio Nor međ tónleika á Bryggjunni í kvöld

Málverkasýningar í fremstu röđ

Þrjár skemmtilegar málverkasýningar voru opnaðar í Menningarvikunni í gær. Helga Kristjánsdóttir ásamt þremur málurum frá Úkraínu og Hvíta Rússlandi opnaði sýningu í gamla bókasafninu í verslunarmiðstöðinni, Pálmar Örn Guðmundsson opnaði sýningu á nýja bókasafninu í Iðunni og Svíinn Sture Berglund frá vinabænum Piteå í Framsóknarhúsinu. 

>> MEIRA
Málverkasýningar í fremstu röđ

Fróđleg og skemmtileg dagskrá í tilefni merkilegra tímamóta

Í dag var dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Lovísa H. Larsen formaður frístunda- og menningarnefndar hélt utan um dagskrána og kynnti. Oddný Harðardóttir þingmaður og fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra, ávarpaði fundinn sem fram fór í nýjum og glæsilegum samkomusal í nýja íþróttamannvirkinu við Austurveg. 

>> MEIRA
Fróđleg og skemmtileg dagskrá í tilefni merkilegra tímamóta

Menningarvikan af stađ

Menningarvikan í Grindavík fer af stað í dag og verður ýmislegt um að vera, aðallega á vegum leikskólabarna og svo eru skemmtanir í kvöld, kútmagakvöld og konukvöld. Þá er upplestur á Bryggjunni. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Menningarvikan af stađ

Dagskrá í tilefni af 100 ára afmćlis kosningaréttar kvenna frestađ til sunnudags

Glæsilegri dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, sem fara átti fram í nýrri aðstöðu Kvenfélagsins í hinu nýja íþróttamannvirki á morgun, hefur verið frestað til sunnudags. Dagskráin er óbreytt en færist til sunnudags og hefst klukkan 16:00 í stað 11:00.

>> MEIRA
Dagskrá í tilefni af 100 ára afmćlis kosningaréttar kvenna frestađ til sunnudags

Glćsilegar sýningar hjá leikskólunum - Opiđ alla helgina en formleg opnun á mánudag

Rétt er að vekja athygli á glæsilegum sýningum hjá leikskólunum Króki og Laut í verlsunarmiðstöðinni. Formleg opnun sem átti að vera í dag kl. 14:30 hefur verið frestað til mánudags vegna veðurs en sýningarnar verða engu að síður opnar í dag og alla helgina. 

>> MEIRA
Glćsilegar sýningar hjá leikskólunum - Opiđ alla helgina en formleg opnun á mánudag

Menningarvika Grindavíkur - Líf og fjör á fyrsta degi

Menningarvikan í Grindavík verður formlega sett á laugardag og fjörið byrjar strax um morguninn. Þrátt fyrir slæma veðurspá láta Grindvíkingar engan bilbug á sér finna og verður engu frestað vegna veðurs, nema annað verði tilkynnt hér á heimasíðunni. Dagskráin laugardaginn 14. mars er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Menningarvika Grindavíkur - Líf og fjör á fyrsta degi

Piteĺ sendir sinn fremsta myndlistarmann í Menningarvikuna

Piteå vinabær Grindavíkur sendir myndlistamann og tónlistarfólk á. Listamaðurinn Sture Berglund verður með málverkasýning í Framsóknarhúsinu frá laugardegi til mánudags en þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 

>> MEIRA
Piteĺ sendir sinn fremsta myndlistarmann í Menningarvikuna

Sćnsk-íslenskir tónleikar í Menningarviku

Næsta mánudag kl. 20:30 verða sænsk-íslenskir stórtónleikar í sal Tónlistarskólans á 2. hæð í Iðu í Menningarviku. Sænski gítarleikarinn Peter O Ekberg heldur tónleika ásamt sænsku söngkonunni Alicia Carlestam. Þeim til aðstoðar verða bassaleikarinn Ingi Björn Ingason, píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson og trommuleikarinn og bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson. Hér er þvílíkt stórskotalið á ferð.  

>> MEIRA
Sćnsk-íslenskir tónleikar í Menningarviku

Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku, tćlensku og ensku

Menningarvika Grindavíkur verður 14.-22.mars næstkomandi. Menningarvikan verður með fjölþjóðlegum blæ og kemur fjölmenningarráð Grindavíkur að skipulagningu nokkurrra viðburða í fyrsta sinn. Búið er gera einfaldari útgáfu af dagskránni á pólsku, tælensku og ensku og senda í fyrirtæki og stofnanir í Grindavík. Um 10% íbúa Grindavíkur eru með erlent ríkisfang. Útgáfurnar má sjá hér að neðan og eru Grindvíkingar hvattir til þess að dreifa henni sem víðast.

>> MEIRA
Dagskrá Menningarvikunnar á pólsku, tćlensku og ensku

Helga međ málverkasýningu ásamt góđum gestum

Helga Kristjánsdóttir verður með málverkasýningu ásamt góðum gestum í húsnæði gamla bókasafnsins á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni að Víkurbraut 62, í Menningarvikunni. Vegur Helgu í myndlistinni hefur sannarlega farið vaxandi undanfarin ár og þykir hún einfaldlega með þeim fremri á þessu sviði hér á landi.

>> MEIRA
Helga međ málverkasýningu ásamt góđum  gestum

Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn í Grindavík 2015. Sérstök dómnefnd undir stjórn Láka á Salthúsinu velur þrjár bestu uppskriftirnar. Höfundar þeirra verða boðaðir á Salthúsið þar sem þeir, eða fulltrúar þeirra, elda saltfiskinn fyrir dómnefndina sem velur að lokum BESTA SALTFISKRÉTTINN eftir smökkunina.  

>> MEIRA
Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

100 ár frá ţví konur fengu kosningarétt - Minnst međ veglegri dagskrá

Í ár eru liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Ný stjórnarskrá með ákvæði um að konur og vinnumenn eldri en 40 ára fengju kosningarétt og kjörgengi til þingkosninga litu dagsins ljós árið 1915. Átti að lækka aldurstakmarkið í skrefum um eitt ár á ári hverju þar til það væri komið niður í 25 ár til jafns við karlmenn. Það takmark hefði náðst árið 1931 að óbreyttri stjórnarskrá. Frá þessu var fallið árið 1920 og kosningaréttur karla og kvenna gerður jafn. Þessa merka viðburðar í Íslandssögunni verður minnst í Menningarvikunni laugardaginn 14. mars kl. 11:00 með veglegri dagskrá sem fer fram í samkomusal nýja íþróttamannvirkisins við Austurveg. Súpa og brauð verður í boði fyrir gesti.

>> MEIRA
100 ár frá ţví konur fengu kosningarétt - Minnst međ veglegri dagskrá

Fjölmenningarráđ međ viđburđi í Menningarviku

Menningarvikan að þessu sinni verður með fjölmenningarlegum blæ. Sett var á laggirnar fjölmenningarráð sem hefur í sameiningu undirbúið þrjá viðburði til þess að kynna menningu þessara þjóða fyrir Grindvíkingum. Jafnframt er tilgangurinn að kynna menningarvikuna fyrir íbúum hér með erlent ríkisfang. 

>> MEIRA
Fjölmenningarráđ međ viđburđi  í Menningarviku

Harpa danskennari fćr Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar 2015

Harpa Pálsdóttir danskennari fær Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 við hátíðarlega athöfn í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 laugardaginn 14. mars nk. við setningu Menningarviku. Þetta var einróma samþykkt í frístunda- og menningarnefnd en Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi. 

>> MEIRA
Harpa danskennari fćr Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar 2015

Forsala hefst í dag á Af fingrum fram - Jón Ólafsson og Gunnar Ţórđarson

Sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 verður spjalltónleikaröðin Af fingrum fram í sal tónlistarskólans í Grindavík en þetta er hluti af Menningarvikunni. Hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin í Salnum, Kópavogi. Gestgjafinn, Jón Ólafsson, hefur fengið til sín þekktustu tónlistarmenn landsins og farið með þeim í gegnum ferilinn auk þess að heyra sögurnar á bak við lögin. Gunnar Þórðarson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann fagnaði á dögunum 70 ára afmæli.   

>> MEIRA
Forsala hefst í dag á Af fingrum fram - Jón Ólafsson og Gunnar Ţórđarson

Fjölbreytt dagskrá í Menningarviku í Grindavík 14.-22. mars

Menningarvika Grindavíkur verður haldin 14.-22. mars n.k. og er nú haldin í sjöunda sinn. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg þar sem vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem búið er að bóka í Menningarviku er; 

>> MEIRA
Fjölbreytt dagskrá í Menningarviku í Grindavík 14.-22. mars

Skráning á TAPAS námskeiđ í Menningarviku hafin

Nú styttist í Menningarvikuna sem verður 14.-22. mars nk. Miðvikudaginn 18. mars kl. 18:00 - 21:00 verður TAPAS námskeið með Erni Garðars frá Soho Catering í eldhúsi Grunnskólans í Iðunni. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í TAPAS gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá. Námskeiðið hefst kl. 18 og er í um 3 tíma. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5.500 kr.

>> MEIRA
Skráning á TAPAS námskeiđ í Menningarviku hafin

Fjölmenning í menningarviku

Undirbúningur fyrir Menningarvikuna 14.-22. mars n.k. stendur nú sem hæst en hún verður með fjölmenningarlegum blæ. Á dögunum hittist hópur Grindvíkinga með annað ríkisfang en íslenskt til þess að aðstoða við undirbúning menningarvikunnar. Er þetta vísir að fjölmenningarráði Grindavíkur en bakgrunnur þeirra sem mættu á þennan fund var frá Póllandi, gömlu Júgóslavíu, Filippseyjum og Tælandi.  

>> MEIRA
Fjölmenning í menningarviku

Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2015

Samkvæmt venju verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent í menningarvikunni sem haldin verður 15.-12. mars næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 25. febrúar næstkomandi.

>> MEIRA
Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna 2015

Menningarvikan verđur 14.-22. mars

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni 14 - 22. mars nk. Þetta verður í sjöunda sinn sem Menningarvikan verður haldin og að þessu sinni verður hún með alþjóðlegu ívafi þar sem markmiðið er að sýna þá fjölbreyttu flóru mannlífs sem er í Grindavík.

>> MEIRA
Menningarvikan verđur 14.-22. mars

Stórtónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

40 ára afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Grindavíkurkirkju á sunnudaginn kl. 17:00. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar en Kammersveitin og Grindavíkurbær eiga það sameiginlegt að eiga 40 ára afmæli í ár! Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru í boði fyrirtækja í Grindavík.

>> MEIRA
Stórtónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Listasmiđjan sló í gegn

Stórskemmtilegt Listasmiðja var haldin í Menningarvikunni fyrir 5-12 ára börn í Hópsskóla. Kristín Pálsdóttir leikskólakennari var hugmyndasmiðurinn og fékk einvala lið frá leikskólunum, grunnskólanum og tónlistarskólanum með sér til að sjá um og skipuleggja Listasmiðjuna. Hvorki fleiri né færri en 60 börn skráðu sig í Listasmiðjunni sem var framar öllum vonum.

>> MEIRA
Listasmiđjan sló í gegn

Hallur og Halldór međ flotta tónleika

Tónleikar á Salthúsinu. Ókeypis aðangur. Hallur Ingólfsson ásamt Halldóri Lárussyni, Bæjarlistamanni Grindavíkur 2014 og fleiri úrvals hljóðfæraleikurum voru með tónleika í Salthúsinu í Menningarvikunni. Tónleikarnir tókust virkilega vel. Hallur Ingólfsson gaf út sólóplötuna Öræfi í september síðastliðnum og hefur hún vakið mikla athygii.

>> MEIRA
Hallur og Halldór međ flotta tónleika

Bíla- og traktorssýning Hermanns vakti athygli

Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík hefur undanfarin ár safnað ýmsum gömlum traktorum og bílum auk þess að geyma slík tæki frá öðrum. Í tilefni af 59 ára afmæli sínu opnaði hann traktors- og bílasafnið sitt í aðstöðu sinni við Seljabót í Menningarvikunni.

>> MEIRA
Bíla- og traktorssýning Hermanns vakti athygli

Anna Sigríđur međ listasmiđju á Króki

Í Menningarvikunni verður var Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með listasmiðju fyrir börnin í Heilsuleikskólanum Króki. Listasmiðjan mæltist ákaflega vel fyrir. Hér má sjá nokkrar myndir frá listasmiðjunni sem Guðfinna Magnúsdóttir tók en þar var unnið með hljóð. Það er ljóst að hægt er að skapa tónlist á ýmsa vegu. 

>> MEIRA
Anna Sigríđur međ listasmiđju á Króki

Einstakir tónleikar

Stórtónleikar Jónasar Sig og ritvéla framtíðarinnar, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vetsmnnaeyja og Þorlákshafnar í íþróttahúsinu sl. laugardagskvöld munu lifa lengi í minningunni. Þeir voru hreint út sagt alveg frábærir, íþróttahúsið fylltist af fólki og tónlistarfólkið lék á als oddi á sviðinu. 

>> MEIRA
Einstakir tónleikar

Magnús og Pálmi slógu botn í Menningarvikuna

Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson voru með flotta tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Þeir tóku þar sínar helstu perlur og spjölluðu við áhorfendur á léttu nótunum á milli laganna. Voru tónleikarnir góður endir á skemmtilegri Menningarviku.

>> MEIRA
Magnús og Pálmi slógu botn í Menningarvikuna

SNAG í dag

Golfklúbbur Grindavíkur stendur að kynningu á golfíþróttinni í dag sunnudag  í Hópinu sem er fjölnota íþróttahús við íþróttasvæðið. Kynningin fer fram í tengslum við menningarviku sem lýkur á sunnudaginn 23. mars. Það verður ýmislegt áhugavert í boði í Hópinu á milli kl. 14.30-17.00 og eru allir hjartanlega velkomnirað til þess að kynna sér golfíþróttina og starfsemi klúbbsins.

>> MEIRA
SNAG í dag

Međ allt á hreinu hefst kl. 18:00

Í dag föstudag kl. 18:00 (ekki 20:00 eins og áður var auglýst) verður upphitun á Sjómannastofunni Vör undir yfirskriftinni: Franskar sósa og salat. Eitt frægasta atriði vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar, MEÐ ALLT Á HREINU, var tekið þar upp á sínum tíma. Í tilefni af árshátíð Grindavíkurbæjar verður myndin sýnd á Vör til að hita upp fyrir árshátíðina en allir bæjarbúar eru velkomnir. Sýning myndarinnar hefst kl. 18:30.

>> MEIRA
Međ allt á hreinu hefst kl. 18:00

Fjörugur föstudagur í Menningarviku

Það er heldur betur Fjörugur föstudagur í Menningarvikunni. Meðal annars verður boðið upp á Franskar sósu og salat á Sjómannastofunni Vör kl. 18:00 (sex) og myndina með Allt á hreinu, spennandi tónleikar í kirkjunni með Dröfn Ómarsdóttur, lengri opnunartíma í verslunarmiðstöðinni og svo grindvíska tónleikaveislu í Kvikunni og Mamma mía þar sem fjölmargt tónlistarfólk stígur á stokk. Dagskráin í dag er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Fjörugur föstudagur í Menningarviku

Skemmtilegar og fróđlegar göngur

Þrátt fyrir kuldaveður mættu Grindvíkingar vel í tvær göngur um síðustu helgi. Annars vegar var gengið um gamla hverfið í Grindavík og hins vegar um Arnarhraun. Þá verður þriðja gangan næsta sunnudag.

>> MEIRA
Skemmtilegar og fróđlegar göngur

Pottaspjall í sjónvarpinu

Í sjónvarpi Víkurfrétta í gær var skemmtilegt pottaspjall við bæjarfulltrúa og gesti í sundlaug Grindavíkur. Þar bar ýmislegt á góma eins og íþróttamannvirkin, pólitíkin og margt fleira. Myndbandið má sjá hér: 

>> MEIRA
Pottaspjall í sjónvarpinu

Opnunartími sýninganna

Nú er farið í styttast í Menningarvikunni en fimm sýningar eru enn í gangi. Í dag og á morgun laugardag kl. 14:00-18:00 er málverkasýning Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke frá Færeyjum í Veiðafæragerðinni, Ægisgötu 3.  Athugið að  sýningin er ekki opin á sunnudaginn. Sama á við um ljósmyndasýninguna í verkalýðshúsinu við Víkurbraut. Hins vegar er opið alla helgina á myndlistasýning Pálmars Guðmundssonar í verslunarmiðstöðinni líkt og ljósmyndasýningin á Bryggjunni. Opin vinnustofa er hjá Helgu Kristjánsdóttur á morgun, laugardag.  

>> MEIRA
Opnunartími sýninganna

Skemmtilegur fimmtudagur í Menningarviku

Það er skemmtilegur fimmtudagur í Menningarviku með ýmsum viðburðum um allan bæ. Meðal annars er Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólanum, tónfundur tónlistarskólans og svo afar áhugaverðir tónleikar á Salthúsinu með Halli Ingólfssyni og Halldóri Lárussyni Bjæarlistamanni Grindavíkur 2014. Dagskráin í dag er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Skemmtilegur fimmtudagur í Menningarviku

Meistarar í sushi

Boðið var upp á SUSHI námskeið með Erni Garðars frá Soho Catering í eldhúsi grunnskólans við Ásabraut í gærkvöldi. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari grunnskólans var til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í sushi gerð og matreiddu nemendur sjálfir og fóru heim með afraksturinn. Námskeiðið tókst ákaflega vel enda Örn ástríðukokkur mikill. Þrettán manns mættu og skemmtu sér vel.

>> MEIRA
Meistarar í sushi

Lofa frábćrum tónleikum

Jónas Sig, Fjallabræður, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar blása til stórtónleika, í orðsins fyllstu merkingu, í íþróttahöllinni á laugardaginn kl. 20:30, húsið opnar kl. 19:30. Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyjar mun stýra sveitunum tveimur á tónleikana. „Þetta verða frábærir tónleikar, ég get alveg lofað því. Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja höldum tónleikana í samstarfi við Þorlákshöfn þannig að það er mikið undir hjá okkur. Það er ótrúleg tilviljun að tónleikana skuli bera upp á 75 ára afmæli Lúðrasveitar Vestmanneyjum upp á dag ," sagði Jarl í samtali við heimasíðuna. 

>> MEIRA
Lofa frábćrum tónleikum

Svipmyndir frá Menningarviku

Hér fylgja nokkrar myndir frá viðburðum í Menningarvikunni sem nú stendur sem hæst. Á efstu myndinni er Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur ásamt fríðu föruneyti í Kvikunni þar sem hann var í heimsókn.

>> MEIRA
Svipmyndir frá Menningarviku

Glćsilegir tónleikar hjá Rósulind og félögum

Það voru sannarlega glæsilegir tónleikarnir, "Verdi og aftur Verdi"  sem voru í Grindavíkurkirkju í Menningarvikunni. Sýningin sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur stóð undir öllum væntingum og er líklega eins sú allra flottasta sem sést hefur í Grindavíkurkirkju.  

>> MEIRA
Glćsilegir tónleikar hjá Rósulind og félögum

Ţvílík stemmning

Hér má sjá myndband sem tekið var á tónleikum Jónasar Sig og Lúðrasveita Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á þrettándagleði í Vestmannaeyjum í janúar síðastliðinn. Þarna var aldeilis frábær stemmning. Þess má geta að við prógrammið í Grindavík bætast svo Fjallabræður. Þessi magnaða samsetning verður í íþróttahúsinu í Grindavík á laugardaginn kl. 20:30. Miðasala er í Aðal-braut, miðinn kostar 3.900 kr. 

>> MEIRA
Ţvílík stemmning

Magnađur miđvikudagur

Miðvikudagurinn er þétt skipaður með glæsilegri dagskrá. Þar má nefna afar áhugaverða ráðstefnu í Kvikunni kl. 17:00, uppistand fyrir 7.-10. bekk (og foreldra) og fleiri úr sýningunni Unglingurinn, opnun sýningar, fjölsmiðju og svo árshátíð í grunnskólanum, sushi námskeið (örfá sæti laus) og svo sýningar út um allan bæ.

>> MEIRA
Magnađur miđvikudagur

Fílharmónía í fremstu röđ

Söngsveitin Fílharmónía bauð upp á skemmtilega tónleika í Grindavíkurkirkju í Menningarvikunni en þetta er einn allra fremsti kór landsins. 

>> MEIRA
Fílharmónía í fremstu röđ

Fullt út úr dyrum á Grindavíkurkvöldi bókasafnsins

Það var nánast fullt úr úr dyrum þegar Bókasafn Grindavíkur bauð upp á sitt árlega Grindavíkurkvöld í Kvikunni í gærkvöldi undir yfirskriftinni Grindavík „Got talent“. Boðið var upp á söng, kveðskap og gamanmál flutt af heimafólki.  Kjartan Fr. Adólfsson stýrði dagskránni með glæsibrag. Hér er myndasyrpa frá þessu skemmtilega kvöldi.

>> MEIRA
Fullt út úr dyrum á Grindavíkurkvöldi bókasafnsins

Emil í Kattholti og Lína langsokkur í morgunsöng Hópsskóla

Þessa vikuna mæta gestir í morgunsönginn í Hópsskóla. Síðasta mánudagsmorgun mættu tveir sænskir tónlistarmenn, Roger Norén og David Wahlén, frá vinabæ Grindavíkur, Piteå. Þeir spiluðu lög úr smiðju Astrid Lindgren á harmonikku og klarinett og sungu krakkarnir með um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Nemendurnir komu vel að meta þessa skemmtilegu heimsókn. 

>> MEIRA
Emil í Kattholti og Lína langsokkur í morgunsöng Hópsskóla

Menningin blómstrar í Miđgarđi

Opið hús var í Miðgarði í gær í tilefni Menningarvikunnar. Boðið var upp á vöfflur og þá voru skemmtiatriði og ýmislegt fleira. Var stöðugur straumur fólks í Miðgarð þar sem starfsfólkið stóð vaktina að vanda með glæsibrag. Var gaman að sjá hversu mætingin var góð og hve öflugt félagslíf er í Miðgarði. 

>> MEIRA
Menningin blómstrar í Miđgarđi

Miđasalan á fullu á stórtónleikana

Nú eru aðeins 5 dagar í stærstu tónleika í sögu Grindavíkur; þegar Jónas Sig, Fjallabræður og Lúðrasveitir Vestmannaeyja og Þorlákshafnar skemmta í íþróttahúsinu kl. 20:30. Miðasala er komin á fullt skrið og því um að gera að tryggja sér miða. Um 750 sæti verða á tónleikunum og verður setið bæði í stúku og í stólum á golfi. Sviðið verður 160 fermetrar og stærsta og fullkomnasta hljóðkerfi landsins. Miðasala er í AÐAL-BRAUT. 

>> MEIRA
Miđasalan á fullu á stórtónleikana

Grindavík Got Talent og opiđ hús í Miđgarđi

Menningarvikan heldur áfram á blússandi ferð. Í dag þriðjudag verður m.a. Grindavíkurkvöld í Kvikunni á vegum bókasafnsins þar sem verður söngur, kveðskapur og gamanmál flutt af heimafólki. Þá verður opið hús í Miðgarði í dag frá kl. 13-16 með ýmsu fjöri og mikið um að vera í grunnskólanum og víðar. Dagskráin er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Grindavík Got Talent og opiđ hús í Miđgarđi

Flott grindvískt listafólk

Grindvískt listafólk stendur fyrir ótrúlega flottum myndlista- og ljósmyndasýningum í Menningarvikunni. Guðfinna Magnúsdóttir ljósmyndari fór og skoðaði sýningarnar og smellti myndum af listafólkinu og helstu viðfangsefnum. Aðsókn á sýningarnar hefur verið mjög góð. Á efstu myndinni er Helga Kristjánsdóttir á vinnustofu sinni. 

>> MEIRA
Flott grindvískt listafólk

Ábyrg nýting auđlinda - Grindavík gefur tóninn

Í tilefni Menningarviku Grindavíkur verður haldið málþing um ábyrga nýtingu auðlinda í Kvikunni, miðvikudaginn 19. mars kl. 17. Gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar á Íslandi eiga margt sameiginlegt, hvort sem um ræðir sjávarútveg, orkusölu, ferðaþjónustu eða skapandi greinar.  

>> MEIRA
Ábyrg nýting auđlinda - Grindavík gefur tóninn

Fyrsti trommarinn sem er bćjarlistamađur

Setning Menningarviku var haldin með pompi og pragt síðasta laugardag í Grindavíkurkirkju. Setningin var með norrænu ívafi því tónlistaratriði voru frá Svíþjóð, Færeyjum og Grindavík. Þá var  Halldór Lárusson fyrsti bæjarlistamaður Grindavíkur, heiðraður en hann er fyrsti trommuleikarinn á Íslandi sem hlotnast slíkur heiður. Eftir setninguna var boðið upp á alþjóðlegt veisluhlaðborð. 

>> MEIRA
Fyrsti trommarinn sem er bćjarlistamađur

Söngsveit Fílharmóníu međ stórtónleika í kirkjunni - Ókeypis ađgangur

Söngsveitin Fílharmónía verður með tónleika í Grindavíkurkirkju Í KVÖLD mánudaginn 17. mars kl. 20:30. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS. Söngsveitin var stofnuð haustið 1959 til þess að flytja stærri verk með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

>> MEIRA
Söngsveit Fílharmóníu međ stórtónleika í kirkjunni - Ókeypis ađgangur

Prjónagraff á skólalóđinni viđ Ásabraut

Prjónagraff getur að líta á skólalóðinni við Ásabraut þessa dagana. Þetta er liður í menningarvikunni en nemendur í 5. bekk hafa prjónað og saumað stykkin sín við leiktækin. Skemmtilegt og skrautlegt!

>> MEIRA
Prjónagraff á skólalóđinni viđ Ásabraut

Fjölbreytt dagskrá Menningarviku á sunnudegi

Það er aldeilis glæsileg dagskrá Menningarviku í dag. Þar má nefna stórtónleika í kirkjunni, tvær gönguferðir, sýningar víða um bæinn, fyrirlestur um húmor í Kvikunni og Gunnar Þórðarson á Bryggjunni. Dagskrá SUNNUDAGSINS er eftirfarandi: 

>> MEIRA
Fjölbreytt dagskrá Menningarviku á sunnudegi

Glćsilegar sýningar í upphafi Menningarviku

Menningarvikan hófst í dag með tveimur skemmtilegum viðburðum. Leikskólarnir Laut og Krókur opnuðu glæsilega sýningu í verslunarmiðstöðinni og Vigdís H Viggósdóttir (Viddý) og Eygló Gísladóttir eru með samsýningu í Framsóknarhúsinu. Formleg setning Menningarvikunnar er á morgun, laugardag. 

>> MEIRA
Glćsilegar sýningar í upphafi Menningarviku

Formleg setning Menningarviku - Fjölţjóđlegt veisluborđ

Formleg setning Menningarviku er í dag, laugardag, kl. 17:00 í Grindavíkurkirkju. Þar verður m.a. formleg útnefndin Bæjarlistamanns Grindavíkur 2014, ýmis tónlistaratriði og svo fjölþjóðlegt veisluborð fyrir gesti. En dagurinn er þéttskipaður með áhugaverður námskeiði og opnun ljósmynda- og myndlistasýninga auk ýmislegs annars. Dagskráin í dag er glæsileg en hún er þannig:

>> MEIRA
Formleg setning Menningarviku - Fjölţjóđlegt veisluborđ

Menningarvikan hefst í dag!

Til hamingju Grindvíkingar! Menningarvika Grindavíkur hefst í dag með sýningu leikskólabarna í verslunarmiðstöðinni, opnun ljósmyndasýningar í Framsóknarhúsinu og svo Kútmagakvöldi og Kvennakvöldi. Dagskráin í dag er þannig: 

>> MEIRA
Menningarvikan hefst í dag!

Sendinefnd frá Piteĺ kemur í Menningarvikuna

Í Menningarvikunni kemur fimm manna sendinefnd frá Piteå, vinabæ okkar Grindvíkinga í Svíþjóð. Meðal annars koma tveir tónlistarmenn sem munu spila m.a. við setningu Menningarvikunnar og í Bláa Lóninu. Þá má geta þess að Piteå sendir einnig fulltrúa sína í 40 ára afmæli bæjarins 10. apríl nk

 

>> MEIRA
Sendinefnd frá Piteĺ kemur í Menningarvikuna

Nokkur sćti laus á suhsinámskeiđ

SUSHI matreiðslunámskeið með Erni Garðars frá Soho Catering verður í eldhúsi grunnskólans við Ásabraut miðvikudaginn 19. mars í Menningarvikunni. Aðeins nokkur sæti laus. Björk Sverrisdóttir matreiðslukennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í sushi gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn.

>> MEIRA
Nokkur sćti laus á suhsinámskeiđ

Hlátursköst, húmor, hörmungar og bannađur húmor í Kvikunni

Næsta sunnudag kl. 14:00 - 15:00 í Kvikunni verður skemmtilegur fyrirlestur undir yfirskriftinni Hvað á á gera við afa? Umfjöllun um hlátur, húmor og tengsl við samfélagið í KVIKUNNI. Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flytur fyrirlestur um húmor og tengsl við samfélagið. Hún ræðir t.d. fræg hlátursköst, húmor og hörmungar og bannaðan húmor. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

>> MEIRA
Hlátursköst, húmor, hörmungar og bannađur húmor í Kvikunni

Afmćlishátíđ og menning

Járngerður sem þú hefur tekið þér í hönd lesandi góður er um margt merkileg. Í blaðinu er fjallað um dagskrá Menningarhátíðar Grindavíkur sem hefur sjaldan eða aldrei verið glæsilegri. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en hátíðin teygir sig yfir dagana 14.-23. mars.  

>> MEIRA
Afmćlishátíđ og menning

Sexmenningar sýna í Verkalýđshúsinu

Laugardaginn 15. mars kl. kl. 14:00 verður formleg opnun á myndlistasýningu í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut. Berta Grétarsdóttir, Anna María Reynisdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Þóra Loftsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín. Opið verður í Menningarvikunni frá kl. 14-17 alla daga vikunnar og eru allir hjartanlega velkomnir.

>> MEIRA
Sexmenningar sýna í Verkalýđshúsinu

Sossa og Kirke sýna í Veiđarfćraţjónustunni

Í tilefni Menningarviku í Grindavík verður þann 15. mars næstkomandi kl. 14.00 opnuð sýning á verkum tveggja mynd- listarmanna - þeirra Birgit Kirke frá Færeyjum og Sossu Björnsdóttur frá Íslandi í húsnæði Veiðafæraþjónustunnar, að Ægisgötu 3.

>> MEIRA
Sossa og Kirke sýna í  Veiđarfćraţjónustunni

Okkar fallega Grindavík - Samsýning ljósmyndara

Í menningarvikunni verður ljósmyndasýning fjögurra Grindvíkinga á kaffihúsinu Bryggjunni undir yfirskriftinni Okkar fallega Grindavík. Þar munu Haraldur Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir áhugaljósmyndarar sýna ljósmyndir frá Grindavík sem teknar hafa verið undanfarin misseri. 

>> MEIRA
Okkar fallega Grindavík - Samsýning ljósmyndara

Skepna og skrúđi

Í Menningarvikunni verður áhugaverð ljósmyndasýning í Framsóknarhúsinu undir yfirskritinni „,SKEPNA og SKRÚÐI".
Vigdís H. Viggósdóttir (Viddý) og Eygló Gísladóttir eru með samsýningu í Fram sóknarhúsinu við Víkurbraut 27. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá Ljósmyndaskólanum. 

>> MEIRA
Skepna og skrúđi

Opin vinnustofa og sýning hjá Helgu

Kl. 13:00-17:00 bæði laugardag og sunnudag um næstu helgi verður opið hús í vinnustofu Helgu Kristjánsdóttur listmálara að Vörðusundi 1. Sjá nánar um opnunartíma í Járngerði. Hún er einnig með sýningu í Salthúsinu á olíumálverkum og stendur sýningin yfir alla menningarvikuna. Opið samkvæmt opnunartíma. Verið velkomin. 

>> MEIRA
Opin vinnustofa og sýning hjá Helgu

Dansleikir á Salthúsinu

Dansleikur á Salthúsinu laugardaginn 14. mars með Hljómsveitinni Tetris. Spila þeir aðallega cover-lög og safnið samanstendur m.a. af, Elvis, Queen, CCR, Kinks, ABBA, Rolling Stones, Kings of Leon Bítlunum, Stuðmönnum, Sálinni, Upplyftingu, Ssól o.fl. o.fl. Það ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi.

>> MEIRA
Dansleikir á Salthúsinu

Kaleb á Brúnni í Menningarviku

Kaleb leikur fyrir dansi á Veitingahúsinu Brúnni laugardagskvöldið 22. mars nk. frá kl. 23:00-03:00. Aðgangseyrir 1.000 kr. Allir velkomnir á Brúnna í Menningarviku sem aðrar vikur. 

>> MEIRA
Kaleb á Brúnni í Menningarviku

5 stjörnu sýning í kirkjunni

Nú gefst Grindvíkingum tækifæri á að sjá sýninguna „Verdi og aftur Verdi" sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur. Sýningin verður á dagskrá Menningarviku Grindavíkur og fer fram í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 16. mars kl. 15:00 (þrjú). 

>> MEIRA
5 stjörnu sýning í kirkjunni

Halldór Lárusson Bćjarlistamađur Grindavíkur 2014

Halldór Lárusson trommari og tónlistarkennari hefur verið útnefndur Bæjarlistamaður Grindavíkur 2014 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar laugardaginn 15. mars nk. í Grindavíkurkirkju kl. 17:00. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru afhent.

>> MEIRA
Halldór Lárusson Bćjarlistamađur Grindavíkur 2014

Hermann sýnir traktors- og bílasafniđ í Menningarvikunni

Laugardaginn 22. mars frá kl. 13:00-17:00 verður traktors- og bílasafn Hermanns Th. Ólafssonar í Stakkavík til sýnis. Hermann hefur undanfarin ár safnað ýmsum gömlum traktorum og bílum auk þess að geyma slík tæki frá öðrum. 

>> MEIRA
Hermann sýnir traktors- og bílasafniđ í Menningarvikunni

Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

Salthúsið og Kvikan standa fyrir Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn í Grindavík 2014 undir yfirskriftinni Lífið er Saltfiskur, þetta er hluti af dagská Menningarvikunnar. Sérstök dómnefnd undir stjórn Láka á Salthúsinu velur þrjár bestu uppskriftirnar. Höfundar þeirra verða boðaðir á Salthúsið þar sem þeir, eða fulltrúar þeirra, elda saltfiskinn fyrir dómnefndina sem velur að lokum BESTA SALTFISKRÉTTINN eftir smökkunina.

>> MEIRA
Lífiđ er saltfiskur - Saltfiskuppskriftakeppni Salthússins og Kvikunnar

Miđasala á stórtónleikana fer vel af stađ

Miðasala á stórtónleika Jónasar Sig, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vestamannaeyja og Þorlákshafnar í íþróttahúsinu í Grindavík 22. mars nk. fer mjög vel af stað. Miðasalan er í Aðal-braut. Tónleikarnir eru hluti af Menningarvikunni og 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar. Miðaverð er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið og skapa frábæra stemmningu. 

>> MEIRA
Miđasala á stórtónleikana fer vel af stađ

Reglugerđ um Bćjarlistamann Grindavíkur

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu frístunda- og menningarnefndar um reglur um tilnefningu á Bæjarlistamanni Grindavíkur.  Reglurnar fela m.a. í sér að frístunda- og menningarnefnd veitir listamanni í Grindavíkurbæ nafnbótina ,,Bæjarlistamaður Grindavíkurbæjar", ásamt styrk til eins árs. 

>> MEIRA
Reglugerđ um Bćjarlistamann Grindavíkur

Hvađ má gera og hvađ má ekki gera eđa segja?

Í menningarvikunni, laugardaginn 15. mars kl. 10:00 verður námskeið í menningarlæsi í Kvikunni. Aðgangur ókeypis. Á þessu námskeiði verður fjallað um ólíka menningarheima, fjallað um spurninguna hvað er menning og hvernig hún birtist okkur? Megin áhersla námskeiðsins er á menningarlæsi, það er; hvernig stöndum við okkur sem einstaklingar erlendis?  

>> MEIRA
Hvađ má gera og hvađ má ekki gera eđa segja?

Matreiđslunámskeiđ í gerđ SUSHI í Menningarvikunni - Skráning hafin

SUSHI matreiðslunámskeið með Erni Garðars frá Soho Catering verður í eldhúsi grunnskólans við Ásabraut miðvikudaginn 19. mars í Menningarvikunni. Björk Sverrisdóttir matreiðslukennari grunnskólans verður til aðstoðar. Farið verður yfir grunnþætti í sushi gerð og matreiða nemendur sjálfir og fara heim með afraksturinn.

>> MEIRA
Matreiđslunámskeiđ í gerđ SUSHI í Menningarvikunni - Skráning hafin

Stórtónleikar Jónasar Sig, Fjallabrćđra og Lúđrasveita Vestm. og Ţorláksh. í íţróttahúsinu

Í ár fagnar Grindavík 40 ára kaupstaðarafmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti allt árið. Liður í hátíðarhöldunum er Menningarvika Grindavíkur sem haldin verður í sjötta sinn dagana 15. - 22. mars nk. en hún verður einstaklega viðamikil að þessu sinni í tilefni stórafmælisins. Hápunktur Menningarvikunnar verða stórtónleikar í Íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars kl. 20:30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum, enda hefur samstarf þessara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til flytjenda sem og áhorfenda.

>> MEIRA
Stórtónleikar Jónasar Sig, Fjallabrćđra og Lúđrasveita Vestm. og Ţorláksh. í íţróttahúsinu

Viltu vera međ í dagskrá Menningarvikunnar?

Grindvíkingar eru hvattir til þess að vera með viðburði í Menningarvikunni 15.-22. mars nk. Grindvíkingar, fyrirtæki, stofnanir, þjónustuaðilar og allir þeir sem hafa áhuga á menningu eru hvattir til þess að skipuleggja menningarviðburði í þessari skemmtilegu viku. Til þess að komast í auglýsta dagskrá Menningarvikunnar þarf að senda upplýsingar um viðburðinn á heimasidan@grindavik.is, í síðasta lagi 1. mars nk. 

>> MEIRA
Viltu vera međ í dagskrá Menningarvikunnar?

Auglýst eftir ábendingum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2014

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar auglýsir eftir ábendingum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2014. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarhátíð Grindavíkurbæjar 15.-22. mars nk. 

>> MEIRA
Auglýst eftir ábendingum um Bćjarlistamann Grindavíkur 2014

Menningarvikan verđur 15.-22. mars

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni 15 - 22. mars nk. Þetta verður í sjötta sinn sem Menningarvikan verður haldin og verður hún veglegri en áður í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar.  

>> MEIRA
Menningarvikan verđur 15.-22. mars

Tríó Sunnu Gunnlaugs á Bryggjunni

Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur verður á Kaffihúsinu Bryggjunni sunnudagskvöldið 29. sept. kl. 21:00. Nýútkominn diskur tríós Sunnu Gunnlaugs, 'Distilled' fær nú hverja glimrandi umfjöllun á fætur annari erlendis.

>> MEIRA
Tríó Sunnu Gunnlaugs á Bryggjunni

Saltfiskhamborgari í fyrsta sćti

Fimmta árið í röð stóðu MSM og Grindavíkurbær fyrir saltfiskuppskriftarkeppni í tengslum við Safnahelgi á Suðurnesjum. Alls bárust 20 frambærilegar uppskriftir í keppnina og hefur dómnefnd farið yfir þær allar og komist að niðurstöðu. Fimm bestu uppskriftirnar að mati dómnefndar voru sem hér segir:

>> MEIRA
Saltfiskhamborgari í fyrsta sćti

Kröftug hugmyndasmiđja um Gamla bćinn

Hugmyndasmiðja um Gamla bæinn var haldin í Hópsskóla síðasta laugaradag. Hátt í 50 manns mættu í hugmyndasmiðjuna þar sem var opin umræða um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Margar frábærar hugmyndir litu dagsins ljós sem nýttar verðar í vinnu um nýtt deiliskipulag fyrir gamla bæinn.

>> MEIRA
Kröftug hugmyndasmiđja um Gamla bćinn

Skemmtileg barnadagskrá

Skemmtileg barnadagskrá var í Kvikunni á laugardaginn í tilefni Menningarviku. Leikhópurinn Lotta  skemmti yngstu börnunum við góður undirtektir og Hafdís Huld hélt barna- og fjölskyldutónleika þar sem hún flutti þekktar íslenskar vögguvísur ásamt vel völdum erlendum barnalögum sem þýdd hafa verið yfir á íslensku. Með Hafdísi á tónleikunum var gítarleikarinn Alisdair Wright

>> MEIRA
Skemmtileg barnadagskrá

Skálmöld í feikna formi

Hljómsveitin Skálmöld hélt frábæra tónleika í Kvikunni síðastliðið laugardagskvöld en þeir voru hluti af Menningarvikunni.  Vel var mætt á tónleikana og flutti hljómsveitin gæða þungarokk upp á íslenska tungu. Frábær stemmning var á tónleikunum og í lok þeirra var tilkynnt að  Skálmöld verður með tónleika í Grindavík á Sjóaranum síkáta. Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.

>> MEIRA
Skálmöld í feikna formi

Frábćr endir á vel heppnađri Menningarviku

Kaffihúsið Bryggjan var troðin þegar Magnús Þór og Jóhann Helgason slógu botninn í Menningarvikuna 2013 með frábærum tónleikum í gærkvöldi. Þeir félagar fóru um víðan völl, fluttu gamalt efni og nýtt og heilluðu gesti upp úr skónum. Sannarlega góður endir á vel heppnaðri Menningarviku 2013.

>> MEIRA
Frábćr endir á vel heppnađri Menningarviku

Lokadagur Menningarvikunnar

Lokadagur Menningarvikunnar er runninn upp. Gærdagurinn var algjörlega frábær. Í dag ber hæst tónleikar hinna einu og sönnu Magnúsar Þórs og Jóhanns. Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og Ást, Söknuður, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, She´s Done it Again, Ísland er land þitt o.fl, en mörg þessara laga hafa þeir aldrei flutt sjálfir. Þá er ókeypis í Kvikuna og ýmislegt fleira á boðstólum:

>> MEIRA
Lokadagur Menningarvikunnar

Safnahelgi á Suđurnesjum - Ókeypis á öll söfn

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í fimmta sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 16. - 17. mars n.k. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá. Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað.

>> MEIRA
Safnahelgi á Suđurnesjum - Ókeypis á öll söfn

Dagskrá Menningarviku laugardaginn 16. mars

Þá er næst síðasti dagur Menningarvikunnar runninn upp og dagskrá sérlega glæsileg í dag. Til að mynda verður flott barnadagsrká í Kvikunni í dag kl. 14:00 með leikhópnum Lottu og barnatónleikum Hafdísar Huld. Þá verða risatónleikar í Kvikunni þegar Skálmöld treður upp kl. 20:00. Dagskráin í dag:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku laugardaginn 16. mars

Lumar ţú á góđri saltfiskuppskrift?

Lífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkur bæjar, saltfiskuppskriftarkeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 17. mars. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grindavíkur.

>> MEIRA
Lumar ţú á góđri saltfiskuppskrift?

Forsala á Skálmöld

Forsala á tónleika Skálmaldar í Kvikunni laugardagskvöld gengur vel. Hún verður áfram í Kvikunni á morgun á opnunartíma frá kl. 11-17. Skálmöld er risin! Vinsælasta þungarokkshljómsveit Íslands, Skálmöld, verður með tónleika í Kvikunni laugardaginn 16.mars kl. 20:30.

>> MEIRA
Forsala á Skálmöld

Dagskrá Menningarviku föstudaginn 15. mars

Grindvíkingar fá heldur betur tækifæri til þess að sletta úr klaufunum í Menningarvikunni í dag en þá verða bæða kvennakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG og kútmagakvöld Lions. Karlar og konur munu því skemmta sér í sitt hvoru lagi í kvöld! Þá verður ýmislegt fleira um að vera. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku föstudaginn 15. mars

Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning rennur út Í DAG

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu fyrir Gamla bæinn í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í umræðum til að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Hugmyndasmiðjan verður haldin í Hópsskóla laugardaginn 16. mars nk. frá kl. 11-13, boðið verður til opinnar umræðu um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn á www.grindavik.is/gamlibaerinn í síðasta lagi á morgun 14. mars

>> MEIRA
Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning rennur út Í DAG

Moli trúđur í Landsbankanum í dag

Í tilefni af 50 ára afmæli útibús Landsbankans í Grindavík í dag heimsækir MOLI trúður viðskiptavini og gesti Landsbankans kl. 14:00. Þá er handverkssýning í útibúinu fimmtudag og föstudag frá kl. 09:00-16:00. Verkin eru frá félögum í Handverksfélaginu Greip í Grindavík. Þá býður Landsbankinn Grindvíkingum á leik Grindavíkur og Fjölnis í Röstinni í kvöld.

 

 

>> MEIRA
Moli trúđur í Landsbankanum í dag

Dagskrá Menningarvikunnar fimmtudaginn 14. mars

Menningarvikan heldur áfram í dag, fimmtudaginn 14. mars. Í kvöld verður grindvísk krónika á kaffihúsinu Bryggjunni (sjá dagskrá að neðan), harmoikkuskemmtun í Miðgarði og tónfundur tónlistarskólans í Víðihlíð. Þá er afmælishátíð í Landsbankans í dag og svo tvær málverkasýningar og ýmislegt fleira. Dagskráin í dag:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarvikunnar fimmtudaginn 14. mars

Stjörnuhópur Lautar í heimsókn

Elsti árgangurinn á leikskólanum Laut, svokallaður Stjörnuhópur, heimsótti bæjarskrifstofurnar í gær. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri tók á móti þeim, sagði þeim frá starfsemi bæjarins og fór með þau í skoðunarferð um bæjarskrifstofurnar á annarri hæð og félagsþjónustu- og fræðslusvið og frístunda- og menningarsvið á þriðju hæð.

>> MEIRA
Stjörnuhópur Lautar í heimsókn

Ţéttur ţriđjudagur

Þriðjudagurinn var þétt pakkaður í Menningarviku Grindavíkurbæjar. Í Miðgarði lásu nemendur í 7. bekk upp fyrir gesti og gangandi auk þess sem nemendur tónlistarskólans léku nokkur lög. Þá var stórskemmtilegt Grindavíkurkvöld í Kvikunni og á vegum bókasafnsins þar sem hæfileikaríkt heimafólk tróð upp. Þá voru frábærir tónleikar á Bryggjunni. Hér eru svipmyndir frá gærkvöldinu.

>> MEIRA
Ţéttur ţriđjudagur

Handverkssýning í tilefni 50 ára afmćlis útibús Landsbankans

Í tilefni þess af útibú Landsbankans í Grindavík er 50 ára verður handverkssýning í útibúinu miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 09:L00-16:00. Verkin eru frá félögum í Handverksfélaginu Greip í Grindavík. Allir velkomnir.

>> MEIRA
Handverkssýning í tilefni 50 ára afmćlis útibús Landsbankans

Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning rennur út á morgun

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu fyrir Gamla bæinn í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í umræðum til að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Hugmyndasmiðjan verður haldin í Hópsskóla laugardaginn 16. mars nk. frá kl. 11-13, boðið verður til opinnar umræðu um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn á www.grindavik.is/gamlibaerinn í síðasta lagi á morgun 14. mars

>> MEIRA
Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning rennur út á morgun

Ertu búin ađ tryggja ţér miđa á styrktarkvöld kvennakörfuboltans?

Hið eina sanna Styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 15. mars í Eldborg.
Húsið opnar kl 19.30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í PALÓMA. Miðaverð er aðeins kr 5.900. Dagskrá:

>> MEIRA
Ertu búin ađ tryggja ţér miđa á styrktarkvöld kvennakörfuboltans?

Dagskrá Menningarviku miđvikudaginn 13. mars

Eftir mikla veislu undanfarna daga í Menningarvikunni verður stund á milli stríða í dag en engu að síður nóg um að vera í myndlist og sýningum. Þá verður langur miðvikudagur í verslunarmiðstöðinni. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku miđvikudaginn 13. mars

Langur miđvikudagur í verslunarmiđstöđinni - Heiđar snyrtir mćtir

Það verður langur miðvikudagur í verslunarmiðstöðinni í dag í tilefni menningarviku en opið er frá kl. 10-22. Heiðar snyrtir verður á svæðinu frá 14:00 - 22:00. Eftir kl. 20:00 verður stuð og stemmning á ganginum.

>> MEIRA
Langur miđvikudagur í verslunarmiđstöđinni - Heiđar snyrtir mćtir

Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur

Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldið föstudaginn 15. mars, í Lava sal Bláa Lónsins. Húsið opnar kl 18:00 með kynningu fyrirtækja, veislan byrjar kl 20:00. Veislustjóri er Gísli Einarsson. Dagskrá:

>> MEIRA
Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur

Krakkarnir á Króki međ ćvintýralega sýningu - Myndband

Börnin á heilsuleikskólanum Króki taka virkan þátt í Menningarvikunni og hafa sett upp glæsilega og ævintýralega sýningu í verslunarmiðstöinni sem Grindvíkingar eru hvattir til þess að skoða. Þemað er álfar og tröll og vinna þau með grindvískan listamann í tilefni af menningarvikunni. Í ár varð rithöfundurinn og skúlptúrlistakonan Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir fyrir valinu. Guðbjörg gaf út barnabækurnar Klubbarnir og Hlunkarnir í haust og eru þær búnar að vera fastur liður í sögustundum barnanna síðan.

>> MEIRA
Krakkarnir á Króki međ ćvintýralega sýningu - Myndband

Fleiri myndir af árshátíđ miđstigs

Hér má sjá fleiri myndir af árshátíð miðstigs sem var haldin í dag.

>> MEIRA
Fleiri myndir af árshátíđ miđstigs

Safnahelgi á Suđurnesjum um komandi helgi

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í fimmta sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 16. - 17. mars n.k. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni og fjölbreytt dagskrá. Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað.

>> MEIRA
Safnahelgi á Suđurnesjum um komandi helgi

Fjallađ um Menningarvikuna í Suđurnesjamagasíni Víkurfrétta

Frétta- og mannlífsþátturinn Suðurnesjamagasín sem Víkurfréttir framleiða segir ítarlega frá Menningarviku Grindavíkurbæjar í nýjasta þættinum sem sýndur var á ÍNN í gærkvöldi. Þar er meðal annars viðtal við Kristinn Reimarsson sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og sýnt frá setningu hátíðarinnar, tónleikum á Bryggjunni og myndlistasýningu Pálmars Guðmundssonar. Fréttina um Menningarvikuna má sjá hér (kemur eftir 12 mínútur).

>> MEIRA
Fjallađ um Menningarvikuna í Suđurnesjamagasíni Víkurfrétta

Dagskrá Menningarviku ţriđjudaginn 12. mars

Dagskrá Menningarvikunnar í dag, þriðjudaginn 12. mars er glæsileg. Þar má helst nefna tvenna tónleika. Sérstakt Grindavíkurkvöld verður í Kvikunni kl. 20 með söng, kveðskap og gamanmáli flutt af heimafólki. Þá verða spennandi tónleikar á Bryggjunni þar sem Halldór Lárusson og félagar í sveitinni S2000J (fylgitungl Júpíters) leika af fingrim fram. Þá mun tónlistarskólinn koma víða við í dag. Dagskráin er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku ţriđjudaginn 12. mars

Skemmtilegir tónleikar

Tvennir skemmtilegir tónleikar voru í Mennigarvikunni í gærkvöldi. Í Kvikunni skemmtu hljómsveitin Lógos frá Grindavík og söngsveit Karlakórs Keflavíkur. Lógós flutti skemmtileg létt dægurlög í bland við gospel og karlakórinn flutti gömul íslensk lög. Á Bryggjunni söng leikarinn Jóhann Sigurðarson m.a. lög úr söngleikjum og Þorsteinn Gauti bróðir hans lék undir.

>> MEIRA
Skemmtilegir tónleikar

Forsala ađgöngumiđa á Skálmöld

Forsala aðgöngumiða á stórtónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar er í Kvikunni í dag, mánudag frá kl. 18-21. Hún verður einnig á morgun, þriðjudag, kl. 19-22 og á laugardaginn frá kl. 11-17. Forsalan hefur verið vel af stað og því er vissara að tryggja sér miða í tíma. Verð: 3.000 kr. í forsölu en 4.000 kr. við innganginn. Tónleikarnir verða næsta laugardag kl. 20:30.

>> MEIRA
Forsala ađgöngumiđa á Skálmöld

Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning til fimmtudags

Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu fyrir Gamla bæinn í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í umræðum til að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Hugmyndasmiðjan verður haldin í Hópsskóla laugardaginn 16. mars nk. frá kl. 11-13, boðið verður til opinnar umræðu um hvernig hægt er að auka veg og virðingu elsta hluta Grindavíkur. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn á www.grindavik.is/gamlibaerinn í síðasta lagi 14. mars.

>> MEIRA
Hugmyndasmiđja um Gamla bćinn - Skráning til fimmtudags

Instragram #grindavik

Nú geta Grindavíkingar nær og fjær og reyndar landsmenn allir og öll heimsbyggðin ef þannig ber undir, birt Instragram myndir sýnar á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Þið þurfið að merkja myndirnar Grindavík, þ.e. „hasstagga" Grindavík (#grindavik).

>> MEIRA
Instragram #grindavik

Dagskrá Menningarviku mánudaginn 11. mars

Það verður nóg um að vera í menningarvikunni í dag, mánudaginn 11. mars. Meðal annars verða tvennir tónleikar í kvöld, annars vegar í Kvikunni og hins vegar á Bryggjunni. Þá koma nemendur tónlistarskólans við á leikskólunum og opnuð verður ljósmyndasýning barna á Laut í verslunarmiðstöðinni, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin í dag er þannig:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku mánudaginn 11. mars

Glćsilegar málverkasýningar

Tvær málverkasýningar með grindvísku listafólki voru opnaðar um helgina í tengslum við Menningarvikuna. Óhætt er að segja að báðar sýningarnar hafi vakið mikla athygli. Annars vegar er um að ræða sýningu Pálmars Guðmundssonar í verslunarmiðstöðinni og hins vegar sýning Lóu Sigurðardóttur, Bertu Grétarsdóttur, Þóru Loftsdóttur, Önnu Maríu Reynisdóttur og Hafdísar Helgadóttur í verkalýðshúsinu. 

>> MEIRA
Glćsilegar málverkasýningar

Tónleikaveisla og húsfyllir á Menningarviku

Það hefur verið sannkölluð tónleikaveisla í Menningarviku Grindavíkurbæjar og hún heldur svo áfram í kvöld með tvennum tónleikum. Á laugardaginn var húsfyllir bæði í Kvikunni og Bryggjunni og þá var líf og fjör á Kvikunni í gærkvöldi sem og í Grindavíkurkirkju.

>> MEIRA
Tónleikaveisla og húsfyllir á Menningarviku

Myndasyrpa frá setningu Menningarviku

Menningarvika var sett við hátíðlega höfn í Grindavíkurkirkju. Menningarvikan er nú haldin í fimmta sinn. Nemendur tónlistarskólans voru með glæsileg tónlistaratriði og bæjarstjóri og fulltrúi frístunda- og menningarnefndar fluttu ávörp.

>> MEIRA
Myndasyrpa frá setningu Menningarviku

Dagskrá Menningarviku sunnudaginn 10. mars

Menningarvikan heldur áfram í dag. Meðal annars verður poppmessa í Grindavíkurkirkju með Gospelkór Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Poppkórinn Vocal project verður í Kvikunni og þá verða málverkasýningar opnar og ýmislegt fleira. Dagskráin er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá Menningarviku sunnudaginn 10. mars

Framlag 5. bekkja í menningarviku

Menningarvikan á sér nú 5 ára sögu og sem fyrr sýna nemendur 5. bekkja verk í sundlauginni okkar.
Á sýningunni eru ljóð, sögur og myndskreytingar frá 5. bekk. Þar má líta fiska í ýmsum myndum á sundi í anddyri sundlaugar. Þeir eru gerðir úr vírneti, steypu og gifsi. Fiskarnir eru líflegir, fallegir og kraftalegir. Nemendur 5. P fóru í rannsóknarvinnu um fiska og komu m.a. við í myndmenntastofunni. Við hvetjum alla til að kíkja við í sundlauginni og skoða framlag 5. bekkjar.

>> MEIRA
Framlag 5. bekkja í menningarviku

Einar Lárusson fékk Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar

Einar Lárusson fékk afhent Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2013 við hátíðarlega athöfn í Grindavíkurkirkju í dag við setningu Menningarviku. 

>> MEIRA
Einar Lárusson fékk Menningarverđlaun Grindavíkurbćjar

Menningarvikan hefst í dag međ pompi og pragt

Menningarvika Grindavíkurbæjar verður sett í dag kl. 14:00 í Grindavíkurkirkju. Í dag verða einnig opnaðar myndlistasýningar, prjónadúkkusýning, leikskólarnir taka þátt af fullum krafti, sýning verður á bókasafninu og þá verða tvennir tónleikar í kvöld, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin í dag er þannig:

>> MEIRA
Menningarvikan hefst í dag međ pompi og pragt

McKinley Black međ tónleika á Bryggjunni

Bandaríska söngkonan McKinley Black verður með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni á morgun, laugardag, kl. 21:00. Black býr í Þýskalandi og flytur m.a. rokk, blús og kantrýsöngva. Eins og sjá má má myndbandinu hér að neðan er hér um frábæra söngkonu að ræða.

>> MEIRA
McKinley Black međ tónleika á Bryggjunni

Fáđu dagskrá og fréttir Menningarvikunnar í snjallsímann

Þeir sem eru með snjallsíma, þ.e. iPhone eða síma með Android forrit, geta hlaðið niður APP forriti þar sem er að finna dagskrá Menningarvikunnar og allar fréttir sem tengjast hátíðinni á heimsíðu bæjarins. Forritið er aðgengilegt á http://www.grindavik.is/app.jsp. Þá er hægt að sjá dagskrána með svokölluðum QR kóða.

>> MEIRA
Fáđu dagskrá og fréttir Menningarvikunnar í snjallsímann

Setning menningarviku - Hver fćr menningarverđlaunin?

Menningarvika Grindavíkurbæjar verður sett formlega á morgun, laugardaginn 9. mars, kl. 14:00 í Grindavíkurkirkju. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta við þessa hátíðlegu athöfn. Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2013 verða afhent.

>> MEIRA
Setning menningarviku - Hver fćr menningarverđlaunin?

Grindvíkingar stíga á stokk

Skemmtilegt Grindavíkurkvöld verður í menningarvikunni þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00 í Kvikunni. Þar verður söngur, kveðskapur og gamanmál flutt af heimafólki. Umsjón kvöldsins er á herðum Bókasafns Grindavíkur. Agnar Steinarsson verður við stjórn. Meðal þeirra sem koma fram eru:

>> MEIRA
Grindvíkingar stíga á stokk

Prófavika & menningarvika í tónlistarskólanum

Í næstu viku, eða dagana 9 - 17 mars verður mikið um að vera í tónlistarskólanum. Þá verður prófavika í tónlistarskólanum þar sem nemendur þreyta vor, stigs og áfangapróf. Engin hefðbundin kennsla verður þá vikuna. 

>> MEIRA
Prófavika & menningarvika í tónlistarskólanum

Gospelmessa í Grindavíkurkirkju

Gospelmessa verður í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 10. mars, kl. 20:00. Meðlimir í Gospelkórnum eru nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Kórinn er samstarfsverkefni kirkjanna á Suðurnesjum. Kórstjóri er Arnór Vilbergsson organisti.

>> MEIRA
Gospelmessa í Grindavíkurkirkju

Menningarbćrinn Grindavík

Kæru Grindvíkingar! Menningarvika Grindavíkur verður nú haldin í fimmta sinn dagana 9. - 17. mars nk. Það má með sanni segja að þessi hátíð okkar Grindvíkinga sé komin til að vera, enda hefur hún vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður. Við getum verið stolt af þeim menningararfi sem við búum við og þeim menningarviðburðum sem við bjóðum upp á í okkar frábæra bæjarfélagi. 

>> MEIRA
Menningarbćrinn Grindavík

Leikhópurinn Lotta og Hafdís Huld í menningarviku

Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum fyrir börnin í menningarvikunni. Sunnudaginn 16. mars verður leikhópuirnn Lotta og svo barnatónleikar með Hafdísi Huld í Kvikunni en hér er boðið upp á barnaefni í fremstu röð.

>> MEIRA
Leikhópurinn Lotta og Hafdís Huld í menningarviku

Lóa, Berta, Ţóra, Hafdís og Anna María međ myndlistasýningu í Verkalýđshúsinu

Myndlistasýning Lóu Sigurðardóttur, Bertu Grétarsdóttur, Þóru Loftsdóttur, Önnu Maríu Reynisdóttur og Hafdísar Helgadóttur verður opnuð laugardaginn 9. mars í Verkalýðshúsinu kl. 13:00. Sýningin stendur yfir alla menningarvikuna.

>> MEIRA
Lóa, Berta, Ţóra, Hafdís og Anna María međ myndlistasýningu í Verkalýđshúsinu

Pottaspjall frambjóđenda í sundlauginni

Fjórir frambjóðendur til Alþingiskosninga í lok apríl verða í pottaspjalli í sundlauginni í menningarvikunni. Þeir koma frá Bjarti framtíð, Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn.  Eftirtaldir frambjóðendur mæta:

>> MEIRA
Pottaspjall frambjóđenda í sundlauginni

Margir bíđa spenntir

„Menningarvikan hefur töluverða þýðingu fyrir okkur Grindvíkinga og þá helst í þá veru að hún þjappar fólki saman og blæs jákvæðni í fólk eftir myrkra vetrardaga. Samfélagið finnur að það er margt gott í gangi í Grindavík og ekki þarf að sækja alla menningarviðburði til höfuðborgarinnar," segir Kristinn Reimarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

>> MEIRA
Margir bíđa spenntir

Bókasafniđ í menningarviku

Bókasafnið tekur þátt í menningarvikunni með því að halda Grindavíkurkvöld í Kvikunni, þriðjudagskvöldið 12.mars kl. 20. Veitingar verða seldar í hléi. Einnig verður haldin sýning á safninu, á skrautskónum hennar Dædu (Sæbjargar M. Vilmundsdóttur), sem hún er búin að safna síðan 1987.

Opið verður laugardag og sunnudag 9.& 10. og 16.& 17.mars, milli klukkan 13-16, auk venjulegs afgreiðslutíma virka daga (11-18).

 

Allir ávallt velkomnir!

 

>> MEIRA
Bókasafniđ í menningarviku

LÓGOS og Karlakór Keflavíkur međ tónleika

MENNINGARVIKA: Hljómsveitin LOGOS er hópur áhugamanna um söng og tónlist í Grindavík. Hann er stofnaður af bræðrunum Jóhanni og Kristjóni Grétarssonum og hafa þeir spilað með ýmsum tónlistarmönnum gegnum tíðina. Hljómsveitin verður með tónleika mánudaginn 11. mars í Kvikunni ásamt Karlakór Keflavíkur. Verður mikið um dýrðir og án efa þétt settinn bekkurinn.

>> MEIRA
LÓGOS og Karlakór Keflavíkur međ tónleika

Álfar og tröll - Menningarviđburđir Króks

Börnin í Heilsuleikskólanum Króki halda uppteknum hætti og vinna með grindvískan listamann í tilefni af menningarviku. Í ár varð rithöfundurinn og skúlptúrlistakonan Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir fyrir valinu. Guðbjörg gaf út barnabækurnar Klubbarnir og Hlunkarnir í haust og eru þær búnar að vera fastur liður í sögustundum barnanna síðan.

>> MEIRA
Álfar og tröll - Menningarviđburđir Króks

Poppkórinn Vocal project í dćgurtónlist

Poppkórinn Vocal project hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri. Kórinn verður með tónleika í Kvikunni sunnudaginn 10. mars kl. 20:00. Vocal Project er ekki gamall kór. Fyrsta formlega æfing kórsins fór fram í desember 2010.

>> MEIRA
Poppkórinn Vocal project í dćgurtónlist

Kútmagakvöld Lions og kvennakvöld körfuboltans

MENNINGARVIKA: Konur og karlar munu skemmta sér í sitt hvoru lagi föstudaginn 15. mars í menningarvikunni þegar kvennakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG og Kútmagakvöld Lions fara fram. Dagskrá beggja viðburða er glæsileg og er miðasala þegar hafin. Hér má sjá nánari upplýsingar um þessa viðburði:

>> MEIRA
Kútmagakvöld Lions og kvennakvöld körfuboltans

Skálmöld međ tónleika í Kvikunni

MENNINGARVIKA: Skálmöld er risin! Vinsælasta þungarokkshljómsveit Íslands, Skálmöld, verður með tónleika í Kvikunni laugardaginn 16.mars kl. 20:30. Óhætt er að segja að þetta sé stórviðburður í grindvísku tónlistarlífi.

>> MEIRA
Skálmöld međ tónleika í Kvikunni

Hópsskóli - Morgunsöngur og bókaflóđ

MENNINGARVIKA: Nemendur og kennarar Hópsskóla bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á að koma og hlusta á morgunsöng nemenda en hann er alla morgna kl. 08:00 í menningarvikunni (9.-17. mars). Nemendur og starfsfólk Hópsskóla ætla að leggja af stað með skemmtilegt verkefni sem ber nafnið Bókaflóð. Markmiðið með verkefninu er að auka bókakost skólasafnsins á yngsta stiginu.

>> MEIRA
Hópsskóli - Morgunsöngur og bókaflóđ

Pálmar međ sýningu

MENNINGARVIKA - Pálmar Guðmundsson kennari hélt sýna fyrstu myndlistasýningu í menningar-vikunni í fyrra á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Myndirnar vöktu mikla athygli. Pálmar sýnir tíu nýjar myndir í ár í verslunarmiðstöðinni og er þetta sölusýning.

>> MEIRA
Pálmar međ sýningu

Járngerđur kemur út á morgun

Járngerður, fréttabréf Grindavíkurbæjar verður borið í öll hús í Grindavík annað kvöld. Hins vegar er hægt að taka forskot á sæluna með því að lesa blaðið hér. Uppistaðan er kynning á Menningarviku Grindavíkurbæjar 9.-17. mars nk. En ýmislegt annað spennandi efni er í blaðinu. Þar má nefna:

>> MEIRA
Járngerđur kemur út á morgun

Glćsileg dagskrá á Bryggjunni í Menningarvikunni

MENNINGARVIKA: Kaffihúsið Bryggjan kemur með glæsibrag inn í menningarvikuna en þeir bræður, Aðalgeir og Kristinn Aðalgeirssynir, fengu menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011.  Þar ber hæst tónleika hinna einu og sönnu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhannes Helgasonar sunnudaginn 17. mars kl. 21:00.

>> MEIRA
Glćsileg dagskrá á Bryggjunni í Menningarvikunni

Uppskriftakeppni um besta saltfiskinn

Lífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkurbæjar, saltfiskuppskriftarkeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2013. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Sverrir Halldórsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 17. mars

>> MEIRA
Uppskriftakeppni um besta saltfiskinn

Undirbúningur fyrir árshátíđ í Hópsskóla

Nemendur á yngsta stigi leggja nú allir hönd á plóginn við að undirbúa árshátíðina sína sem fram fer nk. fimmtudag. Mikið líf var í skólanum í dag bæði við æfingar sem og skreytingar.
Árshátíðin skiptist í tvær skemmtanir, sú fyrri hefst kl.13:00 en þá sýna 1.M, 2.V, 3.F og 3.P atriði sín. Seinni skemmtunin hefst kl. 15:30 og þá sýna 1.H, 2.S, 2. M og 3.H sín atriði.

>> MEIRA
Undirbúningur fyrir árshátíđ í Hópsskóla

Fimm dagar í Menningarviku 2013

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í fimmta sinn og er dagskráin að vanda fjölbreytt og skemmtileg. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 14:00 þar sem verða ýmis tónlistaratriði og jafnframt verða afhent menningarverðlaun 2013.  Dagskráin verður í Járngerði sem borin verður í öll hús næsta miðvikudagskvöld. Jafnframt verður hún kynnt hér á heimasíðunni og á facebooksíðu bæjarins.

>> MEIRA
Fimm dagar í Menningarviku 2013

SAMSAM, Mummi og Brimróđur međ tónleika í Kvikunni

MENNINGARVIKAN - Laugardaginn 9. mars kl. 20:00 verða skemmtilegir tónleikar í Kvikunni með SAMSAM, MUMMA og BRIMRÓÐUR. SamSam dúettinn skipa systurnar Greta Mjöll og Hólmfríður (Hófí) Samúelsdætur. SamSamsystur hafa sungið saman alla tíð og lengi samið sín eigin lög. 

>> MEIRA
SAMSAM, Mummi og Brimróđur međ tónleika í Kvikunni

Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna

Samkvæmt venju verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent í menningarvikunni sem haldin verður 9.-17. mars næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið kreim@grindavik.is, í síðasta lagi 28. febrúar næstkomandi. 

>> MEIRA
Óskađ eftir tilnefningum til menningarverđlauna

Viltu taka ţátt í menningarvikunni?

Menningarvika, lista og menningarhátíð Grindvíkinga, verður að þessu sinni haldin frá 9.-17. mars næstkomandi.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í dagskránni, setja upp viðburði í Menningarvikunni eða koma viðburðum í dagskránna, er bent á að hafa samband við Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, á netfangið kreim@grindavik.is eða í síma 420 1100, í síðasta lagi 15. febrúar nk.

 

 

>> MEIRA
Viltu taka ţátt í menningarvikunni?

Menningarvikan verđur 9.-17. mars

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni 9. - 17. mars. Þetta verður í fimmta sinn sem hún verður haldin. Grindvíkingar eru hvattir til þess að skipuleggja menningarviðburði í þessari viku.

>> MEIRA
Menningarvikan verđur 9.-17. mars

Vel heppnađri menningarviku lokiđ

Menningarviku Grindavíkur lauk síðasta sunnudag þegar Gunnar Þórðarson var með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni. Menning í sinni víðustu merkingu hefur skipað stóran sess í Grindvísku samfélagi síðustu vikuna. Menningarvikan tókst með miklum ágætum og dagskráin ansi fjölbreytt og mikið af heimafólki steig fram á sjónarsviðið.

>> MEIRA
Vel heppnađri menningarviku lokiđ

Viđburđaríkur tími í tónlistarskólanum

Það er óhætt að segja að undanfarnar tvær vikur hafi verið viðburðaríkar í tónlistarskólanum og í nægu að snúast. Nemendur hafa verið önnum kafnir við að þreyta vorpróf, stigspróf eða áfangapróf. Í menningarvikunni sá tónlistarskólinn um tónlistaratriðin á setningunni auk þess að spila út um allann bæ. Við heimsóttum leikskólana Laut og Krók, lékum tvo daga í síðustu viku í útibúi Landsbankans og stóðum fyrir nemendatónleikum í Víðihlíð. Hér fylgir myndasyrpa frá síðustu viku:

>> MEIRA
Viđburđaríkur tími í tónlistarskólanum

Dagskrá menningarviku sunnudaginn 25. mars

Þá er runninn upp lokadagur menningarviku Grindavíkurbæjar. Safnahelgi er á Suðurnesjum og er ókeypis á öll söfn, þar á meðal Kvikuna. Í dag er einnig listastofu Helgu opin, ZUMBApartý í Hópsskóla og þá er Gunnar Þórðarson tónlistarmaður með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni. Dagskráin í heild sinni er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku sunnudaginn 25. mars

Dagskrá menningarviku laugardaginn 24. mars

Þá er komið að næst síðasta degi menningarvikunnar. Um helgina er jafnframt Safnahelgi á Suðurnesjum og er ókeypis á öll söfn, m.a. á sýningarnar tvær í Kvikunni. Í dag er mikið um að vera í Kvikunni, m.a. er barnadagskrá, sagnastund og tónleikar með grindvískum hljómsveitum. Dagskráin er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku laugardaginn 24. mars

Skemmtileg barnadagskrá í Kvikunni

Á morgun laugardag kl. 14:00 verður skemmtileg barnadagskrá í Kvikunni og er aðgangur ókeypis. Þar verður hin vinsæla hljómsveit Pollapönk, GRAL verður með Horn á höfði, Rapparinn Ari Auðunn mætir á svæðið og strákabandið Pabbastrákar.

>> MEIRA
Skemmtileg barnadagskrá í Kvikunni

Jón, Páll og pollarnir og Lógos međ tónleika í Kvikunni laugardagskvöld

Á morgun laugardaginn 24. mars kl. 20:00 verða tónleikar í Kvikunni með grindvískum hljómsveitum. Þær heita annars vegar Jón, Páll og pollarnir og hins vegar Lógos. Aðgangur er ókeypis og veitingasala á staðnum. 

>> MEIRA
Jón, Páll og pollarnir og Lógos međ tónleika í Kvikunni laugardagskvöld

Helga međ opna vinnustofu

Listastofa Helgu Kristjánsdóttur verður opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 13-18 alla dagana að Vörðusundi 1, í tilefni menningarviku. Þar verður opin vinnustofa og eru allir velkomnir í heimsókn í notalega stemmningu og léttar veitingar.

>> MEIRA
Helga međ opna vinnustofu

„Ungur nemur, gamall temur“

Stjörnuhópur á heilsuleikskólanum Króki heimsóttu Miðgarð, félagsmiðstöð eldri borgara, síðasta miðvikudag en þetta er liður í verkefninu „Ungur nemur, gamall temur“ sem er samstarfsverkefni Króks og Miðgarðs.

>> MEIRA
„Ungur nemur, gamall temur“

Dagskrá menningarviku föstudaginn 23. mars

Þá er lokaspretturinn framundan í menningarviku Grindavíkurbæjar. Í dag mætir Gosi í Landsbankann, afhjúpað málsmíðaverk í fjölsmiðju skólans, listastofa Helgu er opin og þá er konukvöld UMFG í Eldborg og skemmtileg krónika á kaffihúsinu Bryggjunni, svo eitthvað sé nefnt. Hér er dagskrá fötsudagsins 23. mars:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku föstudaginn 23. mars

Myndasyrpa frá menningarviku

Það var nóg um að vera í menningarvikunni í gær og fyrrakvöld. Þar má nefna tónleika, tónfund, opið hús í smiðjunni, fréttahauk og húllum hæ í verslunarmiðstöðinni, svo eitthvað sé nefnt. Hér má sjá myndir frá fjörinu:

>> MEIRA
Myndasyrpa frá menningarviku

Guđbergur međ upplestur á Bryggjunni - Myndband

Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkurbæjar var á kaffihúsinu Bryggjunni í gærkvöldi. Þar var dagskrá honum til heiðurs en Guðbergur sjálfur var með upplestur. Hér að neðan má sjá myndband frá upplestri Guðbergs. Þá er rétt að minna grindvíska króniku á Bryggjunni í kvöld. Diddi rafvirki, Didda í Ásbyrgi, Hilmar Knútsson og Alli sjálfur segja grindvískar sögur eins og þeim einum er lagið.

>> MEIRA
Guđbergur međ upplestur á Bryggjunni - Myndband

Viđ eigum hćfileikaríka krakka! - Bćjarsýning í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 verður bæjarsýning á leikrit grunnskólans SAGAN SEGIR. Þetta er gamanleikrit sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í Þórsmerkurferð og slúðrið sem verður eftir ferðina. Fulltrúi heimasíðunnar fór á bæjarsýninguna í gærkvöldi og getur staðfest að hér er ljómandi skemmtilegt leikrit á ferð sem sýnir svo vel hugar- og reynsluheim unglinganna enda sömdu þeir leikritið sjálfir.

>> MEIRA
Viđ eigum hćfileikaríka krakka! - Bćjarsýning í kvöld

Gissur hugsar fyrst og skýtur svo!

Einn skemmtilegasti fréttamaður landsins, Gissur Sigurðsson á Bylgjunni, verður gestur í opnu húsi MSS í Grindavík í kvöld kl. 19:30 (Landsbankahúsinu). Þar mun hann ræða við gesti undir yfirskriftinni HUGSUM FYRST - SKJÓTUM SVO. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

>> MEIRA
Gissur hugsar fyrst og skýtur svo!

Dagskrá menningarviku fimmtudaginn 22. mars

Guðbergur Bergsson, bæjarsýning á leikriti grunnskólans, Gissur Sigurðsson fréttamaður og líf og fjör í verslunarmiðstöðinni er á meðal þess sem boðið er upp á í menningarvikunni í dag. Auk þess er fjölmargt annað um að vera. Dagskrá fimmtudagsins 22. mars er þessi:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku fimmtudaginn 22. mars

Guđbergskvöld á Bryggjunni

Einn af hápunktum menningarvikunnar er í kvöld fimmtudaginn 22. mars kl. 21:00 en þá verður Guðbergskvöld á kaffihúsinu Bryggjunni.  Dagskráin verður tileinkuð Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur. Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar, verts á Bryggjunni, mun Guðbergur sjálfur vera með upplestur og síðan verður dagskrá tengd honum.

>> MEIRA
Guđbergskvöld á Bryggjunni

Tónlistarskólinn í heimsókn á Króki og Laut

Slagverksdeild tónlistarskólans var í morgun á ferðinni um bæinn og heimsótti leikskólanna Krók og Laut. Trommararnir Andri Hrafn Vilhelmsson, Leon Ingi Stefánsson og Vilberg Elí Dagbjartsson sýndu listir sínar við frábærar undirtektir yngstu kynslóðarinnar.

>> MEIRA
Tónlistarskólinn í heimsókn á Króki og Laut

Upplestur, tónspil og Árni Johnsen í Miđgarđi

Í gær var upplestur og tónspil í Miðgarði þar sem nemendur úr 7. bekk og tónlistarskólanum komu í heimsókn í tilefni menningarviku. Þá mætti einnig Árni Johnsen alþingismaður með gítarinn og hélt uppi fjöldasöng.

>> MEIRA
Upplestur, tónspil og Árni Johnsen í Miđgarđi

Bćjarsýning á leikriti grunnskólans í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 21. mars kl. 20:00, verður sérstök bæjarsýning á leikriti unglingastigs Grunnskóla Grindavíkur SAGAN SEGIR! sem frumsýnt var á árshátíð skólans í gær. Þetta er gamanleikrit sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í Þórsmerkurferð og slúðrið sem verður eftir ferðina. Dans og söngatriði fléttast inn í leikritið sem er samið af unglingunum sjálfum. Leikstjóri er Guðmundur Jónas Haraldsson. 

>> MEIRA
Bćjarsýning á leikriti grunnskólans í kvöld

Skemmtilegt söng- og vísnakvöld

Bókasafnið stóð fyrir söng- og vísnakvöldi á kaffihúsi Bryggjunnar í gærkvöldi. Skemmtunin fór fram á efri hæðinni og mættu hátt í 150 manns þar sem m.a. boðið var upp á söng, kveðskap og upplestur, allt undir dyggri stjórn Agnars Steinarssonar.

>> MEIRA
Skemmtilegt söng- og vísnakvöld

Börnin skemmtu sér vel - Listaverk hjá 1. bekk

Samkomusalur Hópsskóla var þétt setinn í gær þegar Möguleikhúsið sýndi barnaleikritið Prumpuhólinn í tilefni menningarvikunnar. Leiksýningin var fyrir nemendur Hópsskóla og leikskólabörn sem kunnu sannarlega vel að meta þetta frumlega og skemmtilega leikrit. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn var í gær. 

>> MEIRA
Börnin skemmtu sér vel - Listaverk hjá 1. bekk

Dagskrá menningarviku miđvikudaginn 21. mars

Áfram heldur menningarveislan og í kvöld má nefna að bæjarsýning verður á leikriti grunnskólans, Sagan segir, sem frumsýnt var í gær við feikna undirtektir. Grindvíkingar eru hvattir til að sjá þessa frábæru sýningu. Þá er Margrét Eir og The Thin Jim and the Castaways á Salthúsinu, feðginin Sigurbjörn og Arney á Bryggjunni,  opið hús í fjölsmiðju grunnskólans og mikið fjör í Miðgarði, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin er eftirfarandi.

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku miđvikudaginn 21. mars

Safnahelgi á Suđurnesjum – Ókeypis á öll söfn

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða í fjórða sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 24. - 25. mars n.k. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin og þá dagskrá sem er í boði, þ.e. í Reykjanesbæ, Grindavík, Garði, Sandgerði og Vogum.  Dagskrá helgarinnar má sjá hér.

>> MEIRA
Safnahelgi á Suđurnesjum – Ókeypis á öll söfn

Gosi og tónlistarskólinn í Landsbankanum

Útibú Landsbankans í Grindavík tekur þátt í menningarvikunni og hefur bætt við atriðum frá tónlistarskólanum og þá mun Gosi sjálfur koma í heimsókn á föstudaginn. Dagskrá Landsbankans er eftirfarandi:

>> MEIRA
Gosi og tónlistarskólinn í Landsbankanum

Feđgin á Bryggjunni - Breytt tímasetning

Feðginin Sigurbjörn Dagbjartsson og Arney Sigurbjörnsdóttir skemmta og stjórna fjöldasöng á kaffihúsinu Bryggjunni á morgun, miðvikudag, kl. 21:00. Þau voru áður auglýst næsta laugardagskvöld en því hefur verið breytt.

>> MEIRA
Feđgin á Bryggjunni - Breytt tímasetning

Klassísk tónlist og jazz í öndvegi - Myndband

Tónlistin er í aðalhlutverki menningarvikunnar, ekki síst klassísk tónlist og jazz. Hér að neðan má sjá myndband frá setningu menningarvikunnar þar sem nemendur tónlistarskólans voru í aðalhlutverki, frá tónleikum Helgu Bryndísar og Arnþórs Jónssonar og frá Kvartett Einars Scheving og jazzgeggjurum hans á Bryggjunni

>> MEIRA
Klassísk tónlist og jazz í öndvegi - Myndband

Dagskrá menningarviku ţriđjudaginn 20. mars

Dagskráin er fjölbreytt í dag þriðjudaginn 20. mars í menningarvikunni. Má þar nefna árshátíðarsýningu (nemendasýningu) í grunnskólanum og árshátíðarball, söng- og vísnakvöld á kaffihúsi Bryggjunnar í umsjá bókasafnsins, leiksýningu í Hósskóla og upplestur í Miðgarði, svo eitthvað sé nefnt.  Hér er dagskrá dagsins:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku ţriđjudaginn 20. mars

Ţakkir fyrir glćsilegt bakkelsi!

Kvenfélag Grindavíkur þakkar kvenfélagskonum kærlega fyrir að bregðast vel við kallinu og mæta með kökur og annað bakkelsi í kaffisölu Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu á laugardag. Hérastubbur bakari færði Kvenfélaginu marsipantertu. 

>> MEIRA
Ţakkir fyrir glćsilegt bakkelsi!

Fjölbreytt Söng- og vísnakvöld í Kvikunni - Dćda, Bakkalábandiđ, Jón Ágúst o.fl.

Grindvískt Söng- og vísnakvöld verður á Kaffihúsi Kvikunnar kl. 20:30 í kvöld í umsjón Bókasafns Grindavíkur. Agnar Steinarsson verður við stjórn og verður ýmislegt skemmtilegt á boðstólum og talið að Stigamenn verði ekki langt undan.

>> MEIRA
Fjölbreytt Söng- og vísnakvöld í Kvikunni - Dćda, Bakkalábandiđ, Jón Ágúst o.fl.

Óvćnt og skemmtileg uppákoma

Það var sannarlega óvænt og skemmtileg uppákoma á frábærum tónleikum Margrétar Pálsdóttur og Ársæls Mássonar á kaffihúsinu Bryggjunni sl. sunnudagskvöld. 

>> MEIRA
Óvćnt og skemmtileg uppákoma

Gospelkór Fíladelfíu sló upp veislu - Myndband

Gospelkór Fíladelfíu hélt frábæra tónleika í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi með Grindvíkinginn Margréti Einarsdóttur fremsta í flokki. Húsfyllir var á tónleikunum enda hefur kórinn hrifið marga landsmenn með kröftugum söng og gleði undir stjórn Óskars Einarssonar.

>> MEIRA
Gospelkór Fíladelfíu sló upp veislu - Myndband

Menningarveisluborđ - Myndasyrpa

Menningarveisluborðið í Grindavík er fjölbreytt og ýmislegt um að vera alla dagana vikunnar. Hér má sjá myndir frá framlagi leikskólabarna, grunnskólabarna, Ómars Smára Ármannssonar, Kvartett Einars Schevings á Bryggjunni og fleiri til menningarvikunnar í Grindavík.

>> MEIRA
Menningarveisluborđ - Myndasyrpa

Sagan segir! - Fleiri viđtöl viđ leikara

Á mánudagskvöld fór fram generalprufa á árshátíðarleikriti skólans, Sagan segir! Óhætt er að fullyrða að hér er um stórfína skemmtun að ræða. Mikill metnaður er að baki sýningarinnar og standa leikarar sig virkilega vel í sínum hlutverkum. Frumsýningin sl. þriðjudag fyrir nemendur skólans. Bæjarsýningar verða síðan á miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20:00. Ritstjórn skólablaðsins í ár tók á dögunum viðtal við leikara og birtast nú viðtöl við þau Nínu og Daníel.

>> MEIRA
Sagan segir! - Fleiri viđtöl viđ leikara

Flottir tónleikar á Bryggjunni í kvöld

Flottir tónleikar verða á kaffihúsinu Bryggjunni kl. 21:00 í kvöld þegar Kvartett Einars Scheving troða upp. Kvartettinn skipa þeir Einar Scheving, trommur. Eyþór Gunnarsson, píanó, Óskar Guðjónsson, sax og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi. Einar hefur  þrisvar sinnum hlotið Íslensku Tónlistarverðlaunin, m.a. fyrir plöturnar Cycles (2007) og Land míns föður (2011).

>> MEIRA
Flottir tónleikar á Bryggjunni í kvöld

Margrét syngur međ Gospelkór Fíladelfíu

Sannkallaðir stórtónleikar verða í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20:00 með Gospelkór Fíladelfíu. Grindvíkingurinn Margrét Einarsdóttir syngur með kórnum og lofar hún frábærum tónleikum. Þá verður einvala hljómsveit með kórnum en hana skipa þeir Jóhann Ásmundsson og Friðrik Karlsson úr Mezzoforte, Brynjólfur Snorrason á trommur, Jóhann Eyvindsson á slagverk, Hjalti Gunnlaugsson á gítar og Óskar Einarsson á píanó.

>> MEIRA
Margrét syngur međ Gospelkór Fíladelfíu

Dagskrá menningarviku mánudaginn 19. mars

Dagskráin í dag, mánudaginn 19. mars, í menningarviku, er fjölbreytt og glæsileg. Opnaðar verða ljósmyndasýningar leikskólabarna, lóðasýning nemenda, Friðarliljur skemmta, opið hús hjá Greip og svo tveir stórtónleikar í kvöld; Gospelkór Fíladelfíu og Kvartett Einars Scheving, svo eitthvað sé nefnt. Dagskrána má sjá hér:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku mánudaginn 19. mars

Leikskólinn Laut vann Grindovision

Árshátíð Grindavíkurbæjar var haldin í Eldborg með pompi og pragt sl. laugardagskvöld. Met þátttaka var á árshátíðinni en þemað að þessu sinni var Grindóvision þar sem stofnanir bæjarins kepptu sín á milli í Evrovisionlögum. 

>> MEIRA
Leikskólinn Laut vann Grindovision

Viđburđarrík menningarhelgi - Myndasyrpa

Menningarvika Grindavíkurbæjar hófst um helgina og var fjölmargt skemmtilegt í boði. Reyndar setti veðrið strik í reikninginn í gærkvöldi því fresta þurfti tónleikum Valgeirs Guðjónssnar og Gospelkórs Fjölbrautaskóla Suðurnesja. En hér má sjá svipmyndir frá nokkrum viðburðum um helgina í menningarvikunni.

>> MEIRA
Viđburđarrík menningarhelgi - Myndasyrpa

Menning er ţađ sem mótar samfélagiđ

Eftirfarandi pistill birtist í Járngerði frá formanni frístunda- og menningarnefndar: „Menningavika Grindavíkur verður haldin í fjórða sinn dagana 17. - 25. mars. Óhætt er að segja að þessi hátíð sé komin til að vera og er þetta orðinn einn af aðal viðburðum ársins hér í bæ. 

>> MEIRA
Menning er ţađ sem mótar samfélagiđ

Myndband frá Grindovision

Árshátíð Grindavíkurbæjar var haldin um helgina og er óhætt að segja að Grindovision söngvakeppnin hafi slegið í gegn. Leikskólinn Laut vann keppnina eftir harða keppni við bæjarskrifstofurnar/bókasafnið. Myndband frá Grindovision er nú komið á myndbandssíðuna og má sjá hér.

>> MEIRA
Myndband frá Grindovision

Margrét og Ársćll međ Blóđberg á Bryggjunni

„Blóðberg" er yfirskrift tónleika sem Ársæll Másson og Margrét Pálsdóttir halda á kaffihúsinu Bryggjunni í kvöld sunnudaginn 18. mars klukkan 21:00. Að sögn Margrétar munu þau skötuhjú flytja létta tónlist úr ýmsum áttum og fá heimsókn  frá félögum sínum í Útsvarsliðinu.

>> MEIRA
Margrét og Ársćll međ Blóđberg á Bryggjunni

Dagskrá menningarviku sunnudaginn 18. mars

Mikið er boði í dag sunnudag í menningarviku Grindavíkurbæjar. Má þar nefna töfranámskeið, tónleika í Grindavíkurkirkju með Helgu Bryndísi og Arnþóri Jónssyni, gospelmessu í kirkjunni með gospelkór Fjölbrautaskóla Suðurlands, fyrirlestur með Ómari Smára í Kvikunni, Blóðberg á Bryggjnni og tónleikar með Valgeiri Guðjónssyni í Kvikunni. Dagskráin er dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku sunnudaginn 18. mars

Dagskrá menningarviku laugardaginn 17. mars

Menningarvika verður sett í dag í Grindavíkurkirkju kl. 14:00. Síðan rekur hver viðburðurinn annan með myndlistasýningum, ljósmyndasýningu, tónleikum og árshátíð Grindavíkurbæjar. Hér má sjá dagskrá laugardagsins:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku laugardaginn 17. mars

Ţorbjörn hf. fékk menningarverđlaunin 2012 fyrir minja- og myndasýninguna

Þorbjörn hf. fékk menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2012 við upphaf menningarviku í Grindavíkurkirkju í dag, fyrir minja- og myndasýningu sína. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, veitti viðurkenningunni móttöku en hann stóð fyrir því að árið 2010 setti fyrirtækið upp sýningu á gömlum munum og myndum sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin, bæði tengdum fiskveiðum og fiskvinnslu. 

>> MEIRA
Ţorbjörn hf. fékk menningarverđlaunin 2012 fyrir minja- og myndasýninguna

Tónlistin í ađalhlutverki viđ setningu menningarviku

Setning mennningarviku Grindavíkur var í dag kl. 13:00

Kristinn Reimarsson menningarfulltrúi ásamt bæjarstjóranum Róberti Ragnarssyni og fulltrúa menningarnefndar, Helgu Kristjánsdóttur héldu skemmtileg ávörp milli þess sem nemendur tónlistarskólans léku og sungu af stakri snilld. Auk þess voru menningarverðlaun Grindavíkur 2012 afhent.

Eftir athöfnina bauð Kvenfélag Grindavíkur upp á dýrindis kökur og kaffi í safnaðarheimilnu.

Þess er gaman að geta að tónlistarskólinn fagnar 40 ára afmæli í ár og má segja að hann standi á tímamótum þar sem framkvæmdir við byggingu nýs og langþráðs tónlistarskóla hefjast í sumar og einnig stefnir í að Stefanía Margeirsdóttir verði fyrsti nemandinn sem tekur burtfarar/lokapróf frá skólanum í maí.

Hér fylgja nokkrar myndir frá setningu menningarvikunnar:

>> MEIRA
Tónlistin í ađalhlutverki viđ setningu menningarviku

Gospelkór Fjölbrautaskóla Suđurnesja međ gospelmessu

Gospelkór Fjölbrautarskóla Suðurnesja verður með gospelmessu í Grindavíkurkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20:00. Þetta er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum og er stjórnað af Arnóri Vilbergssyni organista í Keflavíkurkirkju.

>> MEIRA
Gospelkór Fjölbrautaskóla Suđurnesja međ gospelmessu

Opiđ hús hjá Greip

Handverksfélagið Greip verður með opið hús um helgina þar sem Grindvíkingar geta kynnt sér starfsemi félagsins. Greip er með aðsetur að Skólabraut 8 (á bak við grunnskólann). Opið er laugardag frá kl. 10-16 og á sunnudaginn frá 11-16. Allir velkomnir! Einnig verður opið hús helgina 24. og 25. mars á sömu tímum.

>> MEIRA
Opiđ hús hjá Greip

Gudrid ţjófstartar menningarvikunni á Bryggjunni í kvöld

Menningarvikunni verður þjófstartað í kvöld en þá verða tónleikar á kaffihúsinu Bryggjunni kl. 21:00 með Gudrið Hansdottir. Hún er færeysk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Tónlist hennar er tregafull og falleg blanda af þjóðlagatónlist og poppi undir áhrifum hins færeyska veðurfars. Síðasta plata hennar Beyond the Grey hefur fengið góðar viðtökur hér á landi. 

>> MEIRA
Gudrid ţjófstartar menningarvikunni á Bryggjunni í kvöld

Hver fćr menningarverđlaunin 2012?

Formleg opnun menningarviku verður í Grindavíkurkirkju á morgun laugardag kl. 13:00. Þar verður ávarp bæjarstjóra og formanns Frístunda- og menningarnefndar. Nemendur úr tónlistarskóla Grindavíkur leika og þá verður afhending menningarverðlauna.

>> MEIRA
Hver fćr menningarverđlaunin 2012?

Kvenfélagiđ međ kaffisölu í safnađarheimilinu

Kvenfélag Grindavíkur verður með kaffisölu í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. mars nk. frá kl. 14-16. Menningarvika Grindavíkur verður sett í kirkjunni kl. 13 og því upplagt að gæða sér á eftir á heimabökuðum kræsingum kvenfélagskvenna. 

>> MEIRA
Kvenfélagiđ međ kaffisölu í safnađarheimilinu

Páll Óskar á konukvöldi UMFG

Hið eina sanna styrktarkvöld körfuknattleiksdeildar kvenna verður haldið föstudaginn 23. mars í Eldborg.
Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk. Í fyrra komust færri að en vildu svo það er best að tryggja sér miða í tíma. Forsala aðgöngumiða er hafin í PALÓMA. Miðaverð er aðeins kr 5.900.-

>> MEIRA
Páll Óskar á konukvöldi UMFG

The Backstabbing Beatles á Bryggjunni og Rás 2 á laugardaginn

Grindvíska bítlabandið The Backstabbing Beatles spilar á Bryggjunni nk. laugardagskvöld, 17. mars, kl. 21:00 en dagskráin er hluti af menningarviku. Þetta bræðra- og frændaband, kennt við Ásgarð, hitar upp í morgunþætti Rásar 2, Bergsson og Blöndal, nk. laugardag kl. 11:00 þar sem þeir munu taka bítlalög í beinni.

>> MEIRA
The Backstabbing Beatles á Bryggjunni og Rás 2 á laugardaginn

Slúđur, baktal, vinskapur og fyrirgefning

Leikrit unglingastigs Grunnskóla Grindavíkur í ár heitir SAGAN SEGIR. Þetta er gamanleikrit sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í Þórsmerkurferð og slúðrið sem verður eftir ferðina. Dans og söngatriði fléttast inn í leikritið sem er samið af unglingunum sjálfum. Leikstjóri er Guðmundur Jónas Haraldsson.  

>> MEIRA
Slúđur, baktal, vinskapur og fyrirgefning

Sónötur fyrir píanó og selló

Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og organisti við Grindavíkurkirkju og Arnþór Jónsson sellóleikari verða með tónlelika í Grindavíkurkirkju 18. mars kl. 14:00 í tengslum við menningarvikuna. Á efnisskránni eru sónötur fyrir píanó og selló eftir Brahms og Shostakovits. 

>> MEIRA
Sónötur fyrir píanó og selló

Met aflabrögđ í menningu í Grindavík

Tolli, Valgeir Guðjóns, Gospekór Fíladelfíu, Gunni Þórðar, Margrét Eir, Helga Bryndís og Arnþór, Friðarliljurnar og The Backstabbing Beatles, bara til að nefna nokkra af þeim fjölmörgu listamönnum sem koma fram í menningarviku Grindavíkurbæjar 17.-25. mars nk. Tónleikar, leiksýningar, myndlistasýningar, ljósmyndasýningar, fyrirlestrar og skemmtanir verða í fyrirrúmi. Tónlistarskólinn, bókasafnið, grunnskólinn, Kvikan, kaffihúsin og fleiri aðilar leggja allir sitt af mörkum til eflingar menningar í Grindavík. Hér er um met aflabrögð að ræða.

>> MEIRA
Met aflabrögđ í menningu í Grindavík

Járngerđur kemur út í dag

Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, verður dreift í öll hús í dag. Blaðið er fjölbreytt að vanda en þar er m.a. að finna dagskrá menningarvikunnar sem hefst á laugardaginn og umfjöllun um einstaka viðburði en dagskráin hefur aldrei verið fjölbreyttari og glæsilegri en í ár.

>> MEIRA
Járngerđur kemur út í dag

Pálmar međ málverkasýningu

Pálmar Guðmundsson kennari, þjálfari og tónlistarmaður sýnir á sér nýja hlið í menningarvikunni sem frístundamálari því hann opnar myndlistasýningu á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Hann segist hafa byrjað að mála fyrir tveimur og hálfu ári og var hvattur til þess að vera með sýningu.

>> MEIRA
Pálmar međ málverkasýningu

Margrét og Ársćll međ Blóđberg á Bryggjunni

„Blóðberg" er yfirskrift tónleika sem Ársæll Másson og Margrét Pálsdóttir halda á kaffihúsinu Bryggjunni sunnudaginn 18. mars klukkan 21:00. Að sögn Margrétar munu þau skötuhjú flytja létta tónlist úr ýmsum áttum.

>> MEIRA
Margrét og Ársćll međ Blóđberg á Bryggjunni

Valgeir Guđjónsson skemmtir í menningarviku

Hinn landsþekkti tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson verður með tónleika í Kvikunni sunnudaginn 18. mars kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 en aðgangseyrir er 1.500 kr. Valgeir hélt sem kunnugt er upp á 60 ára afmæli sitt með pompi og pragt fyrir skömmu með tónleikum í Hörpu sem tókust ljómandi vel og þá hefur hann gefur út safndisk með sínum vinsælustu lögum.

>> MEIRA
Valgeir Guđjónsson skemmtir í menningarviku

Bćjarfulltrúar mćta í heitu pottana

Þrír bæjarfulltrúar munum mæta í heitu pottana í Sundlaug Grindavíkur til að spjalla við gesti um málefni líðandi stundar. Hefur þetta mælst vel fyrir í menningarvikunni undanfarin ár. Röð bæjarfulltrúanna er eftirfarandi:

>> MEIRA
Bćjarfulltrúar mćta í heitu pottana

Hugsum fyrst, skjótum svo!

Fimmtudaginn 22. mars kl. 19:30 verður Miðstöð símenntunar að Víkurbraut 56 með opið hús í tilefni menningarvikunnar. Fréttahaukurinn Gissur Sigurðsson á Bylgunni mun ræða við gesti undir yfirskriftinni HUGSUM FYRST - SKJÓTUM SVO. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

>> MEIRA
Hugsum fyrst, skjótum svo!

Gospelkór Fíladelfíu međ tónleika í menningarviku

Mánudaginn 19. mars kl. 20:00 verður sannkölluð gospelveisla í Grindavíkurkirkju en þá heldur Gospelkór Fíladelfíu tónleika. Hér er einstakt tækifæri til þess að hlýða á þennan frábæra kór en Gospelkór Fíladelfíu er kirkjukór Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. Tónleikarnir eru hluti af menningarviku Grindavíkur 17.-25. mars nk.

>> MEIRA
Gospelkór Fíladelfíu međ tónleika í menningarviku

Guđbergskvöld á Bryggjunni í menningarviku

 

Guðbergskvöld verður á kaffihúsinu Bryggjunni fimmtudaginn 22. mars kl. 21:00. Dagskráin verður tileinkuð Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heiðursborgara Grindavíkur. Að sögn Aðalgeirs Jóhannssonar, verts á Bryggjunni, mun Guðbergur sjálfur vera með upplestur og síðan verður dagskrá tengd honum.

 

>> MEIRA
Guđbergskvöld á Bryggjunni í menningarviku

Söng- og vísnakvöld á vegum bókasafnsins í menningarviku

Þriðjudaginn 20. mars kl. 20:30 verður Söng- og vísnakvöld á Kaffihúsi Kvikunnar í umsjón Bókasafns Grindavíkur en þetta er hluti af dagskrá menningarviku Grindavíkur. Agnar Steinarsson verður við stjórn. Meðal þeirra sem koma fram eru Bakkalábandið, sem syngur lögin hennar Möggu, Sæbjörg M. Vilmundsdóttir (Dæda), sem flytur eigið efni og syngur líka með Friðarliljunum, Jón Ágúst Eyjólfsson, trúbador, Grænabakkabandið og fleiri. 

>> MEIRA
Söng- og vísnakvöld á vegum bókasafnsins í menningarviku

Möguleikhúsiđ sýnir Prumpuhólinn

Þriðjudaginn 20. mars kl. 11:00 sýnir Möguleikhúsið barnaleikritið PRUMPUHÓLLINN í Hópsskóla í tengslum við menningarvikuna. Leiksýningin er fyrir nemendur Hópsskóla og leikskólabörn. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn er þennan dag.

>> MEIRA
Möguleikhúsiđ sýnir Prumpuhólinn

Menningarvikan - Brúđubörn úr brúđusafni Rúnu Gísladóttur

Í menningarvikunni og um safnahelgina, stendur yfir sýning á Bókasafni Grindavíkur á handgerðum postulínsbrúðum Rúnu Gísladóttur, myndlistakonu og kennara. Á sýningunni verða brúður af ýmsum stærðum og gerðum. 

>> MEIRA
Menningarvikan - Brúđubörn úr brúđusafni Rúnu Gísladóttur

Fjórir áhugaljósmyndarar međ sýningu í Kvikunni

Fjórir grindvískir áhugaljósmyndarar verða með ljósmyndasýningu í Kvikunni í menningarvikunni en myndirnar verða sýndar á stóru tjaldi. Ljósmyndarar eru: Haraldur H. Hjálmarsson, Eyjólfur Vilbergsson, Arnfinnur Antonsson og Valgerður Valmundsdóttir.

>> MEIRA
Fjórir áhugaljósmyndarar međ sýningu í Kvikunni

Vettlingasýning í Ađal-braut

Í menningarvikunni 17. til 24. mars nk. verður alla dagana á opnunartíma Aðal-brautar VETTLINGASÝNING. Sýndir verða fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum prjónakonum. Sjón verður sögu ríkari!

>> MEIRA
Vettlingasýning í Ađal-braut

Tolli sýnir á Northern Light Inn

Hinn landsþekkti listmálari Tolli verður með myndlistasýningu á Northern Light Inn hótelinu meðan á menningarvikunni stendur, 17.-24. mars nk. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndarnum Brooks Walker.

>> MEIRA
Tolli sýnir á Northern Light Inn

Menningarviđburđir Heilsuleikskólans Króks í menningarviku

Í Heilsuleikskólanum Króki verður unnið með grindvísku listamennina Guðberg Bergsson og Kaldalóns í menningarvikunni 17.-24. mars nk. Unnið er með verk eftir listamennina og munu börnin túlka og skapa bæði í tónlist og myndlist í tengslum við verkin. Afraksturinn af vinnunni verða tónleikar, myndlistasýning og myndband. 

>> MEIRA
Menningarviđburđir Heilsuleikskólans Króks í menningarviku

Tónlistarskólinn kemur víđa viđ í menningarvikunni

Tónlistarskólinn í Grindavík kemur að vanda víða við í menningarvikunni 17.-24. mars nk. þar sem nemendur munu spila opinberlega fyrir gesti og gangandi. Við opnunarhátíð menningarvikunnar í Grindavíkurkirkju verður tónlistarskólinn í aðalhlutverki. Þá koma nemendur skólans, með dyggri aðstoð kennara, fram í Víðihlíð miðvikudaginn 21. mars.

>> MEIRA
Tónlistarskólinn kemur víđa viđ í menningarvikunni

Vinsćlt ljósmyndanámskeiđ Oddgeirs og Ellerts í menningarvikunni

Ljósmyndanámskeið verður í Hópsskóla í menningarvikunni. Ljósmyndanámskeiðin sem ljósmyndararnir Oddgeir Karlsson og Ellert Grétarsson hafa verið að bjóða uppá sl. vikur hafa heldur betur slegið í gegn.  

>> MEIRA
Vinsćlt ljósmyndanámskeiđ Oddgeirs og Ellerts í menningarvikunni

Menningarvika haldin í fjórđa sinn og aldrei meira spennandi

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í fjórða sinn og hefur aldrei verið fjölbreyttari og veglegri. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 17. mars þar sem verða ýmis tónlistaratriði og jafnframt verða afhent menningarverðlaun 2012. Menningarvikan stendur til 24. mars.

>> MEIRA
Menningarvika haldin í fjórđa sinn og aldrei meira spennandi

Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012

Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til sigurvingunnars@simnet.is í síðasta lagi 23.mars.

>> MEIRA
Uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012

Menningarverđlaun Grindavíkur - Óskađ eftir tilnefningum

Menningarverðlaun Grindavíkur verða afhent við setningu menningarviku laugardaginn 17. mars n.k. Verðlaunin geta verið veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.

>> MEIRA
Menningarverđlaun Grindavíkur - Óskađ eftir tilnefningum

Ađeins 4 sýningar eftir hjá GRAL

Sýning GRAL á Endalokum alheimsins hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda. Sýnt í Kvikunni, Hafnargötu 12a.  Miðasala á www.midi.is, í síma og við inngang en aðeins fjórar sýningar eru eftir. Hér má sjá brot af gagnrýni:

>> MEIRA
Ađeins 4 sýningar eftir hjá GRAL

Myndband - Fuglasöngurinn í flutningi kirkjukórsins

Í Menningarvikunni voru haldnir skemmtilegir tónleikar í Grindavíkurkirkju sem Helga Bryndís Magnúsdóttir organisti stjórnandi kirkjunnar stóð fyrir sem helgaðir voru dýralögum og voru undir yfirskriftinni Dýrin mín stór og smá. Meðal annars flutti kirkjukórinn lagið The Humming Bird song. Margrét Pálsdóttir tók upp þetta myndband sem fylgir fréttinni.

>> MEIRA
Myndband - Fuglasöngurinn í flutningi kirkjukórsins

Líf og fjör í Menningarvikunni

Mikið var um að vera í Menningarvikunni í gærkvöldi. Um 50 konur mættu í Zumba fjör í íþróttahúsinu og var mikil stemmning. Fullt var í Salthúsinu þar sem var dagskrá með yfirskriftinni Grindavíkurnætur. Dúettinn BúBilló með Pálmar Guðmundssyni og Svani tóku grindvísk lög ásamt Hólmfríði Samúelsdóttur.

>> MEIRA
Líf og fjör í Menningarvikunni

Lokadagur Menningarviku - Tónleikar og Krónikka

Lokadagur Menningarviku er runninn upp og verður ýmislegt um að vera í dag. Áhugaverðir tónleikar verða í Grindavíkurkirkju, skotfélagið Markmið kynnir starfsemi sína og á Bryggjunni verður dagskrá sem nefnists Krónikkn þar sem nokkrir valinkunnir Grindvíkingar fara með Grindavíkursögur og bátasagnfræði. Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Lokadagur Menningarviku - Tónleikar og Krónikka

Menningarvika - Myndbönd frá Króki og Laut

Við setningu Menningarhátíðar í Grindavíkurkirkju var ætlunin að sýna stuttmyndir frá leikskólunum í Grindavík, Króki og Laut. Vegna birtuskilyrða í kirkjunni nutu myndböndin sín ekki nógu vel og var því aðeins sýnt fyrra myndbandið. Hér má hins vegar sjá þessi myndbönd í fullri lengd sem eru fræðandi og stórskemmtileg.

>> MEIRA
Menningarvika - Myndbönd frá Króki og Laut

Menningarvika - Zumba, Grindavíkurnćtur međ RIP og Uppistand

Menningarvika Grindavíkur nær hámarki í dag þegar hver stórviðburðurinn rekur annan. Þar má nefma ZUMBA-partý í íþróttahúsinu, Grindavíkurnætur í Salthúsinu með RIP og fleiri, Uppistand á Kantinum, tónfundi í Víðihlíð auk þess sem Listastofa Helgu er opin í dag. Dagskráin er eftirfarandi:

>> MEIRA
Menningarvika - Zumba, Grindavíkurnćtur međ RIP og Uppistand

Myndband - Maggi Eiríks og KK í stuđi

Magnús Eiríksson og KK voru með tónleika á kaffihúsinu Bryggjunni í gær og var fullt út úr dyrum. Þeir léku og sungu alla sínu helstu perlur sem eru ófáar og fóru á kostum. Sprelluðu og sögðu sögur á milli laga og voru sannarlega í essu sínu. Með því að smella á myndina á neðan má sjá smá myndband frá tónleikunum.

>> MEIRA
Myndband - Maggi Eiríks og KK í stuđi

Ţrjár aukasýningar á Okkar eigin Grindavík - Bjóđa eldri borgurum

Leiksýning grunnskólans Okkar eigin Grindavík hefur sannarlega slegið í gegn. Þess vegna ætla nemendur á unglingastiginu í samráði við stjórnendur að bjóða upp á þrjár aukasýningar á verkinu í næstu viku.

>> MEIRA
Ţrjár aukasýningar á Okkar eigin Grindavík - Bjóđa eldri borgurum

Menningarvikan - Maggi Eiríks og KK, Ţórhallur miđill og Bćjarsýning

Fjölbreytt og flott dagskrá er í dag, fimmtudag, í Menningarvikunni. Má þar nefna Magnús Eiríksson og KK á Bryggjunni, Þórhall Guðmundsson miðil í Kvennó og seinni  bæjarsýninguna á árshátíðarleikriti grunnskólans, Okkar eigin Grindavík.

>> MEIRA
Menningarvikan - Maggi Eiríks og KK, Ţórhallur miđill og Bćjarsýning

Myndband - Skapandi og skemmtilegir unglingar

Okkar eigin Grindavík er yfirskriftin á árshátíðarleikriti Grunnskóla Grindavíkur sem er í leikstjórn Mörtu Eiríksdóttir. Sköpunargleðin er alls ráðandi því nemendurnir sjálfir lögðu grunninn að handritinu og skrifuðu texta við lögin sem leikstjóri setti saman í handrit. Útkoman er stórskemmtileg sýning sem sýnir fyrst og fremst hversu skapandi, frjóa og skemmtilega unglinga við eigum hér í Grindavík. Enda hafði leikstjórinn á orði hversu einstaklega skemmtilegur nemendahópur þetta er.

>> MEIRA
Myndband - Skapandi og skemmtilegir unglingar

Myndband - Brynhildur fór á kostum

Leik- og söngkonan Brynhildur Guðjónsdóttir hélt tónleika á Bryggjunni í gærkvöldi ásamt undirleikaranum Ástvaldi Traustasyni tileinkaða Edit Piaf í nýjum og troðfullum sal á efstu hæð. Þar sögn Brynhildur lög sem Piaf gerði fræg á sínum tíma og spjallaði á milli laga.

>> MEIRA
Myndband - Brynhildur fór á kostum

Stórglćsileg árshátíđ ađ baki

Gríðarlega stemning ríkti innan veggja Grunnskóla Grindavíkur í gærkvöldi þegar nemendur úr 5. - 10. bekk komu saman til að skemmta sér. Dansleikurinn var mjög vel sóttur og má með sanni segja að þakið haf ætlað af skólanum þegar fjörið stóð sem hæst. Það var enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson sem sá um að trylla lýðinn. Poppgoðið spilaði allt það heitasta í tónlistinni auk þess að taka nokkur lög sjálfur við mikinn fögnuð viðstaddra.

>> MEIRA
Stórglćsileg árshátíđ ađ baki

Skemmtileg og frćđandi menning

Í gær var m.a. skemmtileg dagskrá á bókasafni, á Bryggjunni og í Víðihlíð í Menningarvikunni. Á bókasafninu var dagskrá sem bar yfirskriftina Fjölskylduskemmtun sem var vel sótt og tókst ljómandi vel.

>> MEIRA
Skemmtileg og frćđandi menning

Síđasti dagur uppskriftarkeppninnar um bestu saltfiskréttina

Saltfisksetrið og félagið Matur-saga-menning standa fyrir uppskriftarkeppni um bestu saltfiskréttina 2011. Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari og fleiri góðir meðlimir MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til matarsetur@matarsetur.is  í síðasta lagi í dag, 5. apríl. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok menningarviku Grindavíkur 2. - 9. apríl, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is

>> MEIRA
Síđasti dagur uppskriftarkeppninnar um bestu saltfiskréttina

Menning er góđ - Falleg eins og blóm

Nemendur Grunnskóla Grindavíkur hafa látið mikið að sér kveða í Menningarviku Grindavíkur. Fyrir helgi voru sett prjónalistaverk á ljósastaura við Víkurbrautina. Í gær var opnuð ljóðasýning nemenda úr 5. bekk í sundlauginni og í Landabankanum var opnuð sýning nemenda í 3. bekk Hópsskóla á verkum tengdum þjóðsögum í Grindavík.

>> MEIRA
Menning er góđ - Falleg eins og blóm

Myndband - Frá árshátíđ Hópsskóla

Árshátíð 1.-3. bekkja fór fram í Hópsskóla fyrir skömmu eins og má lesa hér. Árshátíðin tókst ljómandi vel. Búið er að klippa saman myndband með nokkrum atriðum frá árshátíðinni og er hægt að sjá það með því að smella á myndina hér að neðan.

>> MEIRA
Myndband - Frá árshátíđ Hópsskóla

Myndband - Frá setningu Menningarhátíđar

Menningarhátíð Grindavíkur var sett með pompi og pragt síðasta laugardag eins og lesa má hér. Þar komu fram nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur sem léku á ýmis hljóðfæri og einnig tóku söngnemendur lagið. Jafnframt fluttu Valdís Kristinsdóttir formaður menningar- og bókasafnsnefndar og Róbert Ragnarsson ávörp. Myndband frá setningunni má sjá með því að smella á myndina hér að neðan.

>> MEIRA
Myndband - Frá setningu Menningarhátíđar

Dagskrá menningarviku í dag - Árshátíđ, sögustund og Edit Piaf

Ýmislegt er um að vera í dag, þriðjudaginn 5. apríl, á fjórða degi Menningarviku. Þar má nefna árshátíðarleikritð í Grunnskólanum, Edit Piaf á Bryggjunni og töframaður og sögustund í Aðal-braut. Þá er rétt að vekja athygli á því að Helga Kristjánsdóttir listmálari er með sýningu á málverkum sínum á kaffihúsinu Bryggjunni.  Dagskráin í dag er eftirfarandi:

>> MEIRA
Dagskrá menningarviku í dag - Árshátíđ, sögustund og Edit Piaf

Búiđ ađ prjóna 1,45 km trefil

Við setningu Menningarviku í Grindavíku fyrir ári síðan hófst tilraun til þess að prjóna lengsta trefil í heimi. Við mælingu nú fyrir helgi kom í ljós að búið er að prjóna 1,45 kílómetra. Segja má að það gangi því hægt en örugglega að prjóna trefilinn sem á að nást til höfuðborgarsvæðisins. Á myndinni er Lovísa Sveinsdóttir sem hefur prjónað allra mest í trefilinn eða 28,04 metra síðan í ágúst. Áfram er stefnt að því að prjóna lengsta trefil í heimi.

>> MEIRA
Búiđ ađ prjóna 1,45 km trefil

Svona eiga tónleikar ađ vera!

Sannkallaðir stórtónleikar voru í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi þegar hinn eini og sanni Kristján Jóhannsson stórtenór hélt þar tónleika ásamt Rósalind Gísladóttur mezzó-sópran og Antoni Sigurðssyni. Tónleikarnir stóðu sannarlega undir væntingum því þremenningarnir voru í miklu stuði og Kristján tók sjálfa Hamraborgina í lokin að beiðni Dagbjarts Einarssonar og gerði það með stæl og bætti við að hann væri eini Íslendingurinn sem gæti sungið hana í réttri tónhæð!

>> MEIRA
Svona eiga tónleikar ađ vera!

Menningarvikan í dag - Fjölskyldudagskrá á bókasafni og bókmenntakvöld á Bryggjunni

Nóg er um að að vera í dag í menningarvikunni. Börn opna ýmar sýningar og þá verður glæsileg dagskrá bæði á Bókasafninu og á Bryggjunni og tónleikar í Víðihlíð. Dagskráin í dag er þannig:

>> MEIRA
Menningarvikan í dag - Fjölskyldudagskrá á bókasafni og bókmenntakvöld á Bryggjunni

Menningarvikan fer vel af stađ

Menningarvikan fór vel af stað um helgina. Á laugardagskvöldið voru tvennir afar skemmtilegir tónleikar. Á Salthúsinu voru gítarsnillingarnir Pétur Valgarð Pétursson og Júlíus Hjörleifsson sem fluttu spænsk lög eftir Joaquin Sabina og fluttu sögmola á milli laga. Yfirskrift tónleikanna var Sabina: Sól og saltfiskur en þessi flutningur átti vel við í saltfiskbænum Grindavík og hvergi betur en í sjálfu Salthúsinu!

>> MEIRA
Menningarvikan fer vel af stađ

Okkar eigin Grindavík á morgun kl.15:30

Fyrsta sýning á unglingaleikritinu Okkar eigin Grindavík, verður á morgun klukkan 15:30 á sal skólans. Því miður misritaðist tímasetningin í dagskrána sem er að finna í Járngerði og á vef Grindavíkur. Þessi sýning er sérstaklega ætluð nemendum á unglingastigi skólans. Tvær bæjarsýningar verða fyrirhugaðar til viðbótar þar sem allir bæjarbúar eru velkomnir. Þær verða á miðvikudag kl. 20:00 og fimmtudag á sama tíma. Til sölu verður einnig stórglæsilegt árshátíðarblað auk þess sem kaffiveitingar verða til sölu í hléinu.

>> MEIRA
Okkar eigin Grindavík á morgun kl.15:30

Undirbúningur fyrir árshátíđ unglingastigs í fullum gangi

Stórviðburður skólaársins í Grunnskóla Grindavíkur er handan við hornið, árshátíð unglingastigsins og dansleikur með Páli Óskari. Nemendur hafa undanfarið unnið að því að skreyta skólann og hefur sköpunargleðin fengið að njóta sýn til hins ítrasta. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg en nemendur niður í 5. bekk hafa fengið að koma og aðstoða enda fá þau nú í fyrsta sinn að koma á dansleikinn. Marta Eiríksdóttir, leikstjóri leikritsins Okkar eigin Grindavík sagði í viðtali við árshátíðarblaðið að hópurinn væri frábær og það væri búið að vera geðveikt að vinna með unglingunum í skólanum. Vonaði hún að það lýsingarorð væri nógu sterkt því krakkarnir í Grindavík væru frábærir.

>> MEIRA
Undirbúningur fyrir árshátíđ unglingastigs í fullum gangi

Menningarvikan - Stórtónleikar í kirkjunni

Annar dagur menningarvikunnar er jafnframt fermingardagur og er minnt á skeytaþjónustu körfuboltans. Allar upplýsingar hér. En hápunktur dagsins í menningunni eru tónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld þar sem m.a. Kristján Jóhannsson stígur á svið. Dagskrá dagsins er annars þessi:

>> MEIRA
Menningarvikan - Stórtónleikar í kirkjunni

Menningarverđlaunin 2011 komu í hlut Bryggjubrćđra

Menningaravika Grindavíkur var sett í Grindavíkurkirkju í dag með pompi og pragt en hún er nú haldin þriðja árið í röð. Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 komu í hlut bræðranna Aðalgeirs og Kristins Jóhannssona, verta á kaffihúsinu Bryggjunni, sem hafa sett mikinn svip á menningarlíf bæjarins eftir að þeir opnuðu kaffihús á neðstu hæð netagerðarinnar Krosshús við höfnina sem þeir eiga jafnframt en báðir eru þeir netagerðameistarar.

>> MEIRA
Menningarverđlaunin 2011 komu í hlut Bryggjubrćđra

Glćsileg setningarhátíđ Menningarviku

Menningarvika Grindavíkur var sett við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju í dag. Uppistaðan í dagskránni voru tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grindavíkur en auk þess fluttu Valdís Kristinsdóttir formaður menningarnefndar og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri ávörp. Nemendur í Hópsskóla tóku lagið, myndband var sýnt frá krökkunum á Króki og þá voru afhent menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 eins og kemur fram hér.

>> MEIRA
Glćsileg setningarhátíđ Menningarviku

Menningarvikan - Ástríđur međ tónleika í Grindavíkurkirkju

Margir skemmtilegir tónleikar verða í menningarvikunni. Ástríður Alda Sigurðardóttir verður með tónleika í Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. apríl og er aðgangur ókeypis.

>> MEIRA
Menningarvikan - Ástríđur međ tónleika í Grindavíkurkirkju

Menningin blómstrar í Grindavík

Menningarvika Grindavíkur verður haldin dagana 2. - 9. apríl. Þetta er í þriðja sinn sem slík menningarvika er haldin hér í Grindavík og er vonandi komin til með að vera árviss viðburður í bæjarfélaginu. Fjölbreytt dagskrá á menningardögum undangenginna tveggja ára hefur laðað brottflutta Grindvíkinga, vini og ættingja bæjarbúa til að koma til bæjarins og njóta margvíslegra viðburða með okkur sem hér búum. Auk bókasafnsins hafa hin ýmsu fyrirtæki tekið þátt með því að bjóða á skemmtilega viðburði og uppákomur.

>> MEIRA
Menningin blómstrar í Grindavík

2 dagar í menningarviku - Helga Bryndís međ tónleika helgađa dýralögum

Helga Bryndís Magnúsdóttir tók til starfa sem organisti við Grindavíkurkirkju í ársbyrjun. Hún var áður starfandi organisti og kórstjóri við Möðruvallakirkju í Hörgárdal og við kirkjurnar þar í kring og einnig í kirkjunum í Svarfaðardal og var stjórnandi Samkórs Svarfdæla. Hún starfaði einnig við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

>> MEIRA
2 dagar í menningarviku - Helga Bryndís međ tónleika helgađa dýralögum

Menningarvikan - Spćnsk lög og sögur á Salhúsinu

Afar áhugaverð skemmtun verður á Salthúsinu í menningarvikunni laugardaginn 2. apríl en hún ber yfirskriftina Sabina: Sól og saltfiskur. Þar flytja Pétur Valgarð Pétursson og Júlíus Hjörleifsson lög hins kunna spænska tónlistarmanns Joaquin Sabina og flytja sögumola á milli laganna.

>> MEIRA
Menningarvikan - Spćnsk lög og sögur á Salhúsinu

3 dagar í Menningarviku - Metnađarfull dagskrá á Bryggjunni

Óhætt er að segja að bræðurnir á kaffihúsinu Bryggjunni, Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir, leggi mikinn metnað í menningarvikuna eins og fleiri aðilar í bænum. Upp á hvern einasta dag í menningarvikunni verður eitthvað um að vera bæði í tónlist, bókmenntun eða myndmáli.

>> MEIRA
3 dagar í Menningarviku - Metnađarfull dagskrá á Bryggjunni

Menningarvika - Okkar eigin Grindavík

Undanfarin tuttugu ár hefur Grunnskólinn í Grindavík lagt metnað sinn í að vera með leikstjóra fyrir unglingastigið á árshátíðinni. Í ár var hins vegar erfitt að nálgast leikara til að leikstýra unglingunum og því var brugðið á það ráð að leita á nýjar slóðir. Marta Eiríksdóttir var fengin til verksins en hún hefur yfir tuttugu ára reynslu af leiklistarvinnu með börnum og unglingum. Marta er grunnskólakennari að mennt með viðbótarmenntun í leiklistarkennslu og leikstjórn, sem hún lærði í Danmörku á árum áður. Hún kenndi jafnframt leiklist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fimm ár.

>> MEIRA
Menningarvika - Okkar eigin Grindavík

4 dagar í Menningarviku - RIP heldur upp á 30 ára starfsafmćli

Nóg verður um að vera á Salthúsinu þá daga sem menningarvikan stendur yfir. Föstudaginn 8. apríl verður dagskrá sem nefnist Grindavíkurnætur. Dúettin DúBilló með Grindvíkinginn Pálmar innanborðs ásamt félaga hans Svani Bjarka og grindvísku bræðurnir Brynjar og Óskar Gunnarssynir (Tómassonar) leika lög sem tengjast Grindavík á einn eða annan hátt. Dagskráin endar með því að grindvíska hljómsveitinni RIP kemur saman á ný eftir nokkurt hlé og leikur nokkur lög. Hljómsveitin fagnar nú um þessar mundir 30 ára starfsafmæli.

>> MEIRA
4 dagar í Menningarviku - RIP heldur upp á 30 ára starfsafmćli

Járngerđur kemur út í dag

Járngerður, fréttabréf bæjarins, kemur út í dag og er 24 síður, stútfullt af skemmtilegu efni en þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið er að stórum hluta helgað Menningarviku Grindavíkur 2.-9. apríl nk. Forsíðumyndin er afar skemmtileg en Ólafur Rúnar Þorvarðarson tók hana 1975 af leikurum í Skugga-Sveini.

>> MEIRA
Járngerđur kemur út í dag

Fjölskyldudagskrá

Mánudaginn 4.apríl kl. 17:00 býður Bókasafn Grindavíkur til fjölskyldudagskrár í sal bæjarstjórnar, við hlið safnsins. Við fáum Brynhildi Heiðar og Ómarsdóttur, bókmenntafræðing, til okkar, en hún skrifaði bókina Sjáðu svarta rassinn minn. Hún segir okkur frá tilurð bókarinnar og fleiru skemmtilegu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (var í Vísnavinum) verður með okkur líka. hann ætlar að spjalla og skemmta okkur með söng og gítarspili, eins og honum einum er lagið. Við fáum líka upplestur úr frumsömdu efni nemenda 4.-7.bekkja - örsögur og ljóð, auk þess sem besta efnið verður verðlaunað í lok dagskrár.
Veitingar í boði safnsins í hléi. Hvetjum foreldra og börn til að koma og njóta skemmtilegrar dagskrár. Allir velkomnir!

>> MEIRA
Fjölskyldudagskrá

5 dagar - Kristján Jóhannsson, Rósalind og Anton í Grindavíkurkirkju

Einn af hápunktum menningarvikunnar eru tónleikar í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 3. apríl þegar Kristján Jóhannsson óperusöngvari tekur þar lagið ásamt Rósalind Gísladóttur mezzósópran og kennara við Tónlistarskóla Grindavíkur og Antoni Sigurðssyni sem er ungur og upprennandi óperusöngvari sem Kristján hefur verið að kenna. Kristján og Anton hafa áður sungið saman en þetta er í fyrsta skipti sem þessi þrjú stíga saman á svið.

>> MEIRA
5 dagar - Kristján Jóhannsson, Rósalind og Anton í Grindavíkurkirkju

Menningin blómstrar - Glćsileg menningarvika fram undan

Menningarvika Grindavíkur verður haldin 2.-9. apríl nk. undir yfirskriftinni Menning er mannsins gaman. Þetta er í þriðja sinn sem menningarvikan er haldin og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg en fjölmörg metnaðarfull atriði eru á dagskrá. Uppistaðan í dagskránni er framlag heimafólks en margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar kemur þar einnig fram. Má þar nefna Kristján Jóhannsson tenór, Magnús Eiríksson og KK. Jafnframt koma fram rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson, leikonan Brynhildur Guðjónsdóttir og ýmsir fleiri.

>> MEIRA
Menningin blómstrar - Glćsileg menningarvika fram undan

Menningarverđlaun Grindavíkur - Óskađ eftir tilnefningum

Í menningarviku á síðasta ári var tekin upp sú hefð að veita árlega menningarverðlaun Grindavíkur. Verðlaunin geta verið veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.

>> MEIRA
Menningarverđlaun Grindavíkur - Óskađ eftir tilnefningum

Viltu taka ţátt í menningarvikunni?

Menningarvika, lista og menningarhátíð Grindvíkinga, verður að þessu sinni haldin frá 3. - 9. apríl.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í dagskránni eða setja upp viðburði í Menningarvikunni er bent á að hafa samband við Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúa kreim@grindavik.is  eða í síma 420 1100.

>> MEIRA
Viltu taka ţátt í menningarvikunni?
Bæjarfulltrúar

Meirihlutasamstarf í bæjarstjórn er með Sjálfstæðisflokki og Lista Grindvíkinga.

Myndbönd Ljósmyndir
Grindavík.is fótur