Ertu ađ flytja?

• Ert þú að velta búferlaflutningum fyrir þér? Þá er Grindavíkurbær tvímælalaust hagstæður kostur.

Grindavík er um 3.100 manna bær sem hefur vaxið hratt síðustu árin og er með úrvals þjónustu sniðna að þörfum fjölskyldufólks.

Ódýrara að búa í Grindavík
Það er ódýrara að búa í Grindavík en á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrár eru sambærilegar eða lægri en og fasteignaverð lægra.
Dæmi um gjöld í Grindavík
• Útsvar: 13,99%
• Leikskólagjöld. Átta tímar með fæði 33.060 kr. á mánuði. Systkinaafsláttur gildir með skólaseli og vistun hjá dagforeldri. Einstæðir foreldrar og námsmenn greiða lægri gjöld.
• Skólamatur. Grindavíkurbær niðurgreiðir máltíðir um 35%.
• Tónlistarskóli. Hljóðfæranám um 69.500 kr. á ári.
• Íþróttir um 22.000 á ári fyrir allar greinar innan UMFG (barnið getur æft eins margar íþróttagreinar og það vill fyrir þessa upphæð).

Margt í pípunum
• Árin 2012-2015 verða mikil framkvæmdaár.
• Stækkun á íþróttahúsi
• Bætt aðstaða til almenningsíþrótta
• Ný aðstaða fyrir líkamsrækt, nýir klefar og betri félagsaðstaða
• Nýtt bókasafn
• Átak í gerð göngustíga um bæinn.
• Tengja bæinn betur við Bláa lónið.
• Gott fyrir útivist og hlaup.

Vel statt bæjarfélag
2012 voru greidd niður lán fyrir um 1.750 m. kr
Skuldir bæjarins við lánastofnarnir eru undir 400 milljónum sem verður að teljast nokkuð gott.
Bærinn á um 7 milljarða í eignum. Við viljum auka tekjur og fjölga íbúum.

Bæjarskrifstofur
Staðsetning: Víkurbraut 62
Opnunartími: mánudaga-föstudaga frá kl. 9:30-15:00.
Sími: 420 1100. Fax: 420 1111. Netfang: grindavik@grindavik.is
Bæjarskrifstofur veita allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi bæjarins.

Flutningstilkynning
Tilkynna skal um flutninga í afgreiðslu á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar innan viku frá flutningi, upplýsingum er komið til Hagstofu Íslands íbúaskrár.
Flutningstilkynningu og önnur eyðublöð má nálgast hér.

Ætlar þú að byggja?
Skipulags- og umhverfissvið, Víkurbraut 62, veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.
Viðtalstími: Þriðjudaga til föstudaga frá 09:30-15:00
Sími: 420 1100 / Fax: 420 1111. Netfang: bygg@grindavik.is
Fundartími skipulags- og bygginganefndar er síðasta mánudag í mánuði.
Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis- og þjónustugjöld
Landupplýsingarvefur

Kaup á nýju og notuðu
Hér eru fasteignasölur sem þjónusta mikið Grindavík:
Allt-fasteignir, Víkurbraut 46 (hjá umboði VÍS), sími 426 8890.
Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 20, Reykjanesbæ. Sími 421 1700.
Fasteignastofa Suðurnesja. Hafnargata 51-55, Reykjanesbæ. Sími 420 4050.
Ás, fasteignasala. Sími 520 2600.
Fasteignasala Suðurlands, sími 483 3424.
Ásberg fasteignasala, Hafnarfögu 27, Reykjanesbæ. Sími 421 1420.
Fasteignaverð
• 150-200 m2 hús eru á 25-35 milljónir eftir ástandi og aldri.
• 80-100 m2 íbúðir á 15-20 milljónir eftir ástandi og aldri.
• Leiguhúsnæði
• Ekki mikið framboð, en alltaf eitthvað í boði.
• Lóðaverð og framboð
• Nægt framboð af lóðum.
• Lóðagjöld fyrir ca 200 m2 hús um 3 milljónir.
• Nokkur hús í byggingu.

Leigumarkaður
Ýmsir verktakar eru með íbúðir/einbýlishús til leigu.
Hægt er að leita til fasteignasala (sjá ofan), á www.leiga.is og á http://mbl.is/leiga/
Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofum.

Húsaleigubætur
Sjá nánari upplýsingar hér.

Opinber þjónusta
• Heilsugæsla og hjúkrunarheimili.
• Lögregla og sýslumaður.
• Heildstæður 460 barna grunnskóli.
• Allir kennarar með kennsluréttindi og mjög metnaðarfullt starf.
• Tveir leikskólar sem taka við börnum frá 18 mánaða aldri.
• Tónlistarskóli með fjölbreytt framboð.
• Öflug skóla- og félagsþjónusta.
• Almenningsbókasafn í nýju húsnæði í Iðunni við Ásabraut.
• Öflugt félagsstarf fyrir jafnt börn og unglinga sem eldri borgara
• Fisktækniskóli Íslands staðsettur í Grindavík en hann einbeitir sér að uppbyggingu menntunar á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla.
• Fjölbrautaskóli Suðurnesja er heimaskóli Grindvíkinga.
• Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum rekur útibú í Grindavík í samstarfi við Fisktækniskólann.

Verslun og þjónusta
• Lágvöruverðsverslunin Nettó
• Apótek
• Bakarí
• Banki
• Ýmsar sérvöruverslanir, svo sem
• Vínbúð
• Fataverslun
• Blómabúð og gjafavöruverslanir
• Hárgreiðslu-og snyrtistofur
• Veitingastaðir og kaffihús
• Öll bílgreinaþjónusta
• Iðnaðarmenn og verktakar

Búslóðaflutningar
Hægt er að hafa samband við eftirfarandi fyrirtæki ef flytja þarf búslóð:

Flutningaþjónusta Sigga, Hólavöllum 7, sími 840 9351
JKG flutningar ehf, Skipastíg 12, sími 821 6588 / 821 7588
ÓE flutningar ehf, Víkurbraut 42, sími 426 7364 / 893 5047 / 896 8047.

Atvinnumöguleikar
Lausar stöður hjá Grindavíkurbæ eru auglýstar hér.
Atvinnuleitendur eru hvattir til að hafa beint samband við fyrirtæki í Grindavík.
Svæðisvinnumiðlun Suðunesja, auglýsir ýmis störf. Sími 421 8400. Netfang: svm.sudurnesja@svm.is
Sjávarútvegur
• Fiskvinnsla og tengd störf í matvælaframleiðslu
• Vélsmiðjur og önnur þjónusta við sjávarútveg
Ferðaþjónusta fer ört vaxandi
• Grindavík-Experience
• Bláa lónið
• Hótel Northern Light Inn
• Nýtt hótel rís nú við Bláa Lónið
• Geo hótel
• Veitingastaðir
• Verslun og þjónusta
• Reykjanes GeoPark - Unesco Global Geopark 
Opinber þjónusta og umönnun
• Skólar
• Heilsugæsla
• Hjúkrunarheimilið Víðihlíð
Orka og iðnaður
• Orkuver og iðnaður í Svartsengi
• Ný Eldvarpavirkjun á teikniborðinu
• Byggingaiðnaður
• Græna smiðja ORF
• Metanól verksmiðja CRI við Svartsengi

 

Þjónustugjaldskrár
Upplýsingar um leikskólagjöld, tónlistarskólagjöld, skólamáltíðir og álagningu má sjá hér.

Leikskólar
Tveir leikskólar eru starfsræktir í Grindavík, Krókur og Laut.
Umsókn um leikskólapláss og nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólanna.

Grunnskóli
Grunnskóli Grindavíkur er heildstæður skóli með 468 nemendur, frá 1. - 10. bekk. Í húsnæði Hópsskóla er 1. til 3. bekkur en í húsnæði Grunnskóla Grindavíkur 4. til 10. bekkur. Grunnskóli Grindavíkur starfar samkvæmt uppbyggingastefnunni.
Nánari upplýsingar um skólann má sjá hér.

Tónlistarskóli
Tónlistarskóli Grindavíkur er öflugur og býður upp á fjölbreytt nám á ýmis hljóðfæri.
Nánari upplýsingar um skólann má sjá hér.

Framhaldsskóli
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er heimaskóli Grindvíkinga. Fjölbrautaskólarúta fer á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar alla skóladaga.
Sjá nánar hér.

Samgöngur
Áætlunarferðir eru á milli Grindavíkur á Reykjavíkur nokkrum sinnum á dag. Þá eru tíðar samgöngur á milli Bláa lónsins, Reykjavíkur og flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Sjá nánar hér.

Bókasafn Grindavíkur
Staðsetning: Ásabraut 2
Sími 420 1109. Netfang bokasafn@grindavik.is
Nánari upplýsingar hér.

Heilsugæsla
Heilsugæslan í Grindavík er til húsa á Víkurbraut 62, 2. hæð.
Tímapantanir hjá heilsugæslulæknum eru í síma 422-0750 .
Opnunartími er frá kl. 08:00 til 16:00 virka daga .
Panta þarf símatíma frá kl.08:00 til 15:30 daglega.
Helgar,- kvöld- og næturþjónusta er hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síma 422 0500.
Nánari upplýsingar hér.

Menning
Hér er öflug menningar- og listalíf.
Sjá nánari upplýsingar hér.

Afþreying og félagastarf
Fjölbreytt félagastarf:
• Kvenfélag Grindavíkur
• Hjónaklúbbur Grindavíkur
• Unghjónaklúbbur Grindavíkur
• Björgunarsveitin Þorbjörn - kvennadeildin Þórkatla - unglingadeildin Hafbjörg.
• Lionsklúbbur Grindavíkur
• Kaldalónsklúbburinn
• Skógræktarfélag Grindavíkur
• Grindavíkurdeild Rauða krossins
Öflugt íþróttastarf
• Pílukastfélag Grindavíkur
• Golfklúbbur Grindavíkur
• UMFG; fótbolti, körfubolti, sund, fimleikar, taekwondó, júdó, skotdeild,
Menningarstarfsemi svo sem;
• Kirkjukór
• Sjóarinn síkáti
• Grindvíska atvinnuleikhúsið GRAL
• Gönguhátíð
Menningarvika Grindavíkur og fjölmargir aðrir viðburðir
Sjá nánari upplýsingar hér.

Ýmsar upplýsingar
Upplýsingar um dagforeldra, dýrahald, lögreglu, kirkjustarf og aðra almenna þjónustu o.fl. ná nálagast hér og hér.

Íþróttir
Grindavík er íþróttabær og styður vel við bakið á íþróttastarfi í bænum. Síðustu árin hefur aðstaða til íþróttaiðkunar verið bætt, meðal annars með opnun á fjölnota íþróttahúsi árið 2008. Íþróttahúsið stækkað 2012 og aðstaða fyrir félagsstarf bætt til muna 2013 og 2014. Reiðhöll á teikniborðinu.
Íþróttir sem boðið er upp á eru; fótbolti, körfubolti, fimleikar, sund, júdó, taekwondo, golf og hestaíþróttir. Í Grindavík er 25m útisundlaug, íþróttahús, nýtt fjölnota íþróttahús (Hópið) og gott æfinga- og keppnissvæði fyrir knattspyrnu. Við aðalleikvang knattspyrnuvallarins er stúka fyrir 1500 manns. Golfvöllurinn liggur aðeins vestan við Grindavík og er 18 holur. Heimasíðan golfklúbbsins er www.gggolf.is
Upplýsingar um einstaka deildir og æfingatöflur er að finna á www.umfg.is

Saga Grindavíkur?

Hana má nálgast hér.

Upplýsingar fyrir ferðamenn
Sjá www.visitgrindavik.is

Ábendingar/leiðréttingar/athugasemdir við þennan lista óskast sendar á heimasidan@grindavik.is

Grindavík.is fótur