Umhverfisdagar

Laugardaginn 27. maí rúlla umhverfisdagar í Grindavík af stað þegar Blái herinn mætir og hreinsar svæðið í kringum Brimketil. Sjálfboðaliðar frá UMFG munu aðstoða við hreinsunina en þeir sem vilja leggja hönd á plóg eru hvattir til að mæta á svæðið og taka til hendinni með hópnum. Tiltektin hefst kl. 10:00. 

Vinnuskólinn verður áberandi um allan bæ næstu daga og mun hreinsa beð, tína rusl og gera bæinn okkar hreinan og fínan fyrir Sjóarann síkáta sem verður helgina 9. - 11. júní. Við hvetjum bæjarbúa til að taka til hendinni og gera snyrtilegt í kringum heimili sín og fyrirtæki. Götusópari mun einnig keyra um götur bæjarins í vikunni.

Móttökustöð Kölku við Nesveg er opin alla virka daga milli 17:00 og 19:00 og á laugardögum milli 12:00 og 17:00. Megnið af öllum úrgangi frá heimilum er gjaldfrjáls eins og sjá má í gjaldskrá Kölku. Þá er móttökusvæðið fyrir garðúrgang við Nesveg alltaf opið og öll losun þar gjaldfrjáls.

Við vekjum athygli á að alla poka verður að tæma og að stóri gámurinn er eingöngu ætlaður fyrir greinar. Við biðjum bæjarbúa að virða umgengnisreglur á svæðinu og ganga vel um.

Tökum öll höndum saman við að gera bæinn okkar sem glæsilegastan fyrir sumarið!

Stjórnsýslan   Menning   Bćjarhátíđir   Íţróttir   Grunnskóli Grindavíkur   Ţruman   Hópsskóli   Leikskólinn Laut  
Frá: Til:
Grindavík.is fótur