21-0

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Hreint út sagt ótrúlegur leikur fór fram á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar Grindavík tók á móti botnliði 1. deildar kvenna, Hvíta riddaranum. Fyrir leikinn hafði Hvíti riddarinn fengið á sig að meðaltali 7 mörk í leik í sumar, en þau urðu þrefalt fleiri í þessum leik, eða 21! Lokatölur leiksins urðu 21-0 fyrir Grindavík sem gjörsamlega valtaði yfir Hvíta riddarann. Með sigrinum tyllti Grindavík sér aftur í toppsætið við hlið FH, en bæði lið eiga eftir að leika tvo leiki.

Það væri vægt til orða tekið að segja að leikmenn Hvíta riddarans hafi aldrei séð til sólar í leiknum. Yfirburðir Grindavíkur voru algjörir frá fyrstu mínútu, enda skoruðu þær mark á rúmlega 4 mínútna fresti. Það má telja gestunum það til tekna að þær gáfust aldrei upp og héldu áfram að berjast og hvetja hver aðra en getumunurinn á liðunum var einfaldlega gríðarlegur. Þar fyrir utan mættu gestirnir aðeins með 11 leikmenn til leiks og spiluðu hluta leiksins 10 þegar einn leikmaður þurfti að fara útaf til aðhlynningar vegna meiðsla.

Margrét Albertsdóttir setti 8 mörk í leiknum og Sashana Campell 5. Alla markaskorara má sjá hér að neðan:

Grindavík 21-0 Hvíti Riddarinn

1-0    Margrét Albertsdóttir Mark 13
2-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 15
3-0    Marjani Hing-Glover Mark 16
4-0    Margrét Albertsdóttir Mark 19
5-0    Lára Rut Sigurðardóttir Mark 24
6-0    Guðrún Bentína Frímannsdóttir Mark 26
7-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 27
8-0    Guðrún Bentína Frímannsdóttir Mark 28
9-0    Sashana Carolyn Campbell Mark 36
10-0  Sashana Carolyn Campbell Mark 36
11-0  Sashana Carolyn Campbell Mark 39
12-0  Margrét Albertsdóttir Mark 42
13-0  Anna Þórunn Guðmundsdóttir Mark 47
14-0  Margrét Albertsdóttir Mark 48
15-0  Margrét Albertsdóttir Mark 52
16-0  Margrét Albertsdóttir Mark 54
17-0  Helga Guðrún Kristinsdóttir Mark 59
18-0  Sara Hrund Helgadóttir Mark 63
19-0  Margrét Albertsdóttir Mark 65
20-0  Margrét Albertsdóttir Mark 76
21-0  Helga Guðrún Kristinsdóttir Mark 88