10. flokkur kvenna missti af titlinum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og fljótlega var staðan orðin 29-39 sem urðu lokatölur leiksins.

Grindvíkingar geta þó gengið sáttir frá tímabilinu í kvennaflokki en við eigum Íslandsmeistara í minnibolta, 7. fl, 8. fl. og 9. flokki. 

Framtíðin er björt í grindvískum körfubolta, áfram Grindavík!